| Sf. Gutt
TIL BAKA
Áframhald tryggt eystra!
Liverpool heldur áfram í Evrópudeildinni eftir nokkuð öruggan sigur 3:1 á Unirea Urziceni austur í Rúmeníu. Í fyrsta sinn frá því í september náðist að skora þrívegis í sama leiknum og því einu má vel fagna.
Leikmenn Unirea byrjuðu af krafti á blautum og þungum vellinum og strax á annarri mínútu fékk Frunza boltann rétt utan teigs vinstra megin. Hann skaut föstu skoti en boltinn strauk þverslána og fór yfir. Steven Gerrard svaraði þessu með föstu skoti, eftir sendingu frá Lucas Leiva, sem Litháinn Giedrius Arlauskis varði vel. Eftir þessa fjörugu byrjun gerðist lítið þar til á 18. mínútu. Unirea fékk þá hornspyrnu frá vinstri. Bruno Fernandes, stökk upp óvaldaður fyrir miðju marki, og hamraði boltann í markið með föstum skalla. Heimamenn fögnuðu skiljanlega ógurlega enda allt í einu kominn möguleiki í stöðunni. En vörn Liverpool hefur ekki sofið eins vært í lengri tíma enda verið góð í síðustu leikjum.
Allt gat nú gerst en á 29. mínútu jöfnuðust leikar og það úr óvæntri átt. Eftir sókn upp hægri kantinn sendi Jamie Carragher fyrir yfir á fjærstöng. Þar skallaði Steven aftur til baka og mikill atgangur upphófst sem endaði með því að einn varnarmanna sparkaði frá. Ekki tókst betur til hjá honum en að boltinn fór beint til Javier Mascherano. Hann hikaði hvergi, þótt hann væri rúmlega tuttugu metra frá marki, heldur þrykkti boltanum beinustu leið í markið! Frábært mark hjá Javier sem fagnaði tryllingslega enda mörk hans afar sjaldgæf svo ekki sé meira sagt. Leikmenn Unirea gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og gerðu harð hríð að marki Liverpool í framhaldinu. Á 36. mínútu munaði engu að Emiliano Insua skoraði sjálfsmark eftir horn. Boltinn fór þvert fyrir markið, í hann og rétt framhjá. Þar skall hurð nærri hælum. Sóknin hélt áfram og Jose varð að hafa sig allan við þegar hann sló langskot frá Razvan Paduretu í horn.
Eftir þessa hörðu hríð Rúmena náði Liverpool að svara fyrir sig. Steven tók þá aukaspyrnu frá hægri. Ryan Babel tók boltann laglega niður á markteignum og smellti honum í markið. Vel gert hjá hollenska stráknum sem virðist vera að reyna að taka sig á. Liverpool var yfir í leikhléi en reyndar var það vel sloppið miðað við grimmd og ákveðni Unirea.
Unirea byrjaði síðari hálfleikinn og strax í upphafi hans komst Iulian Apostol í færi en skot hans fór framhjá. Hinu megin komst Steven í færi en skot hans fór framhjá. Á 52. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu utan teigs. Stevn tók hana en Litháinn í markinu varði í horn. Allt er þegar þrennt og Steven Gerrard skoraði á 57. mínútu. Góð sókn endaði með því að Yossi Benayoun lék inn á vítateiginn. Hann kom boltanum út til vinstri á Steven og hann skoraði með snöggu skoti. Vel gert og vel þegið mark hjá fyrirliðanum!
Eftir þetta róaðist leikurinn. Leikmenn Liverpool fóru sér að engu óðslega en það fór þó aldrei svo að einn myndi ekki meiðast. Á 66. mínútu var Martin Skrtel borinn af velli eftir hart samstuð og flugferð í kjörfarið. Óttast er um tábrot. Undir lokin komu nokkur góð færi. Á 86. mínútu varði Jose snaggaralega af stuttu færi frá Marius Bilasco. Hann hélt ekki boltanum en Emiliano bjargaði í horn á síðustu stundu. Á lokamínútunni fékk Liverpool tvö færi. Fyrst var fast skot, úr þröngu færi, varið frá Steven og svo frá Lucas en hann átti gott skot frá teig eftir laglegt samspil sem ekki var auðvelt á vellinum eins þungur yfirferðar og hann var.
Allt fór sem sagt vel í Rúmeníu og Liverpool getur vel við unað. Það var að minnsta kosti hægt að fagna þremur mörkum í fyrsta sinn frá því í september og það eitt er mikil framför.
Unirea Urziceni: Arlauskis, Galamaz (Mehmedovic 27. mín.), Bruno Fernandes, Bordeanu, Maftei, Paraschiv (Vilana 56. mín.), Paduretu, Frunza, Apostol, Bilasco og Onofras (Semedo 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Tudor, Nicu, Marinescu og Rusescu.
Mark Unirea: Bruno Fernandes (18. mín.).
Gul spjöld: Giedrius Arlauskis, Bruno Fernandes og Marius Onofras.
Liverpool: Reina, Agger, Insua, Carragher (Kelly 61. mín.), Skrtel (Kyrgiakos 66. mín.), Gerrard, Benayoun (Aurelio 77. mín.), Mascherano, Leiva, Babel og Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aquilani, Torres og Kuyt.
Mörk Liverpool: Javier Mascherano (29. mín.), Ryan Babel (40. mín.) og Steven Gerrard (57. mín.).
Gul spjöld: Javier Mascherano og Ryan Babel.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Miðjujaxlinn er kominn í sitt besta form og var nú reyndar tími til kominn eftir dauflega byrjun hjá honum framan af allri leiktíð. Hann var mjög sterkur í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Javier skoraði svo að auki glæsilegt mark og það eitt var saga til næsta bæjar og jafnvel þar næsta!
Rafael Benítez: Mér fannst þetta erfiður leikur og völlurinn var hrikalega slæmur. Við vissum því að þetta yrði erfiður leikur sem myndi reyna á leikmennina. Við lentum marki undir en við hélum ró okkar og spiluðum áfram eins og við ætluðum okkur.
Það helsta: Liverpool er komið áfram samtals 4:1 í 16 liða úrslit þar sem liðið mætir Lille frá Frakklandi.
Fróðleikur
- Liverpool skoraði þrjú mörk í sama leiknum í fyrsta sinn frá því i september!
- Unirea lék ekki á heimavelli sínum þar sem hann uppfyllir ekki kröfur Knattspyrnusambands Evrópu. Liðið lék á heimavelli Stjörnunnar í Búkarest.
- Javier Mascherano skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni og aðeins það annað með Liverpool. Það fyrra kom á útmánuðum fyrir þremur árum.
- Ryan Babel skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard sendi boltann í mark andstæðinga sinna í sjöunda sinn.
- Þetta var 33. Evrópumark Steven og er það bæði bæting á félagsmeti og Englandsmeti.
- Daniel Agger lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk í þeim leikjum.
- Yossi Benayoun lék 120. leik sinn. Hann hefur skorað 27 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Leikmenn Unirea byrjuðu af krafti á blautum og þungum vellinum og strax á annarri mínútu fékk Frunza boltann rétt utan teigs vinstra megin. Hann skaut föstu skoti en boltinn strauk þverslána og fór yfir. Steven Gerrard svaraði þessu með föstu skoti, eftir sendingu frá Lucas Leiva, sem Litháinn Giedrius Arlauskis varði vel. Eftir þessa fjörugu byrjun gerðist lítið þar til á 18. mínútu. Unirea fékk þá hornspyrnu frá vinstri. Bruno Fernandes, stökk upp óvaldaður fyrir miðju marki, og hamraði boltann í markið með föstum skalla. Heimamenn fögnuðu skiljanlega ógurlega enda allt í einu kominn möguleiki í stöðunni. En vörn Liverpool hefur ekki sofið eins vært í lengri tíma enda verið góð í síðustu leikjum.
Allt gat nú gerst en á 29. mínútu jöfnuðust leikar og það úr óvæntri átt. Eftir sókn upp hægri kantinn sendi Jamie Carragher fyrir yfir á fjærstöng. Þar skallaði Steven aftur til baka og mikill atgangur upphófst sem endaði með því að einn varnarmanna sparkaði frá. Ekki tókst betur til hjá honum en að boltinn fór beint til Javier Mascherano. Hann hikaði hvergi, þótt hann væri rúmlega tuttugu metra frá marki, heldur þrykkti boltanum beinustu leið í markið! Frábært mark hjá Javier sem fagnaði tryllingslega enda mörk hans afar sjaldgæf svo ekki sé meira sagt. Leikmenn Unirea gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og gerðu harð hríð að marki Liverpool í framhaldinu. Á 36. mínútu munaði engu að Emiliano Insua skoraði sjálfsmark eftir horn. Boltinn fór þvert fyrir markið, í hann og rétt framhjá. Þar skall hurð nærri hælum. Sóknin hélt áfram og Jose varð að hafa sig allan við þegar hann sló langskot frá Razvan Paduretu í horn.
Eftir þessa hörðu hríð Rúmena náði Liverpool að svara fyrir sig. Steven tók þá aukaspyrnu frá hægri. Ryan Babel tók boltann laglega niður á markteignum og smellti honum í markið. Vel gert hjá hollenska stráknum sem virðist vera að reyna að taka sig á. Liverpool var yfir í leikhléi en reyndar var það vel sloppið miðað við grimmd og ákveðni Unirea.
Unirea byrjaði síðari hálfleikinn og strax í upphafi hans komst Iulian Apostol í færi en skot hans fór framhjá. Hinu megin komst Steven í færi en skot hans fór framhjá. Á 52. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu utan teigs. Stevn tók hana en Litháinn í markinu varði í horn. Allt er þegar þrennt og Steven Gerrard skoraði á 57. mínútu. Góð sókn endaði með því að Yossi Benayoun lék inn á vítateiginn. Hann kom boltanum út til vinstri á Steven og hann skoraði með snöggu skoti. Vel gert og vel þegið mark hjá fyrirliðanum!
Eftir þetta róaðist leikurinn. Leikmenn Liverpool fóru sér að engu óðslega en það fór þó aldrei svo að einn myndi ekki meiðast. Á 66. mínútu var Martin Skrtel borinn af velli eftir hart samstuð og flugferð í kjörfarið. Óttast er um tábrot. Undir lokin komu nokkur góð færi. Á 86. mínútu varði Jose snaggaralega af stuttu færi frá Marius Bilasco. Hann hélt ekki boltanum en Emiliano bjargaði í horn á síðustu stundu. Á lokamínútunni fékk Liverpool tvö færi. Fyrst var fast skot, úr þröngu færi, varið frá Steven og svo frá Lucas en hann átti gott skot frá teig eftir laglegt samspil sem ekki var auðvelt á vellinum eins þungur yfirferðar og hann var.
Allt fór sem sagt vel í Rúmeníu og Liverpool getur vel við unað. Það var að minnsta kosti hægt að fagna þremur mörkum í fyrsta sinn frá því í september og það eitt er mikil framför.
Unirea Urziceni: Arlauskis, Galamaz (Mehmedovic 27. mín.), Bruno Fernandes, Bordeanu, Maftei, Paraschiv (Vilana 56. mín.), Paduretu, Frunza, Apostol, Bilasco og Onofras (Semedo 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Tudor, Nicu, Marinescu og Rusescu.
Mark Unirea: Bruno Fernandes (18. mín.).
Gul spjöld: Giedrius Arlauskis, Bruno Fernandes og Marius Onofras.
Liverpool: Reina, Agger, Insua, Carragher (Kelly 61. mín.), Skrtel (Kyrgiakos 66. mín.), Gerrard, Benayoun (Aurelio 77. mín.), Mascherano, Leiva, Babel og Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aquilani, Torres og Kuyt.
Mörk Liverpool: Javier Mascherano (29. mín.), Ryan Babel (40. mín.) og Steven Gerrard (57. mín.).
Gul spjöld: Javier Mascherano og Ryan Babel.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Miðjujaxlinn er kominn í sitt besta form og var nú reyndar tími til kominn eftir dauflega byrjun hjá honum framan af allri leiktíð. Hann var mjög sterkur í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Javier skoraði svo að auki glæsilegt mark og það eitt var saga til næsta bæjar og jafnvel þar næsta!
Rafael Benítez: Mér fannst þetta erfiður leikur og völlurinn var hrikalega slæmur. Við vissum því að þetta yrði erfiður leikur sem myndi reyna á leikmennina. Við lentum marki undir en við hélum ró okkar og spiluðum áfram eins og við ætluðum okkur.
Það helsta: Liverpool er komið áfram samtals 4:1 í 16 liða úrslit þar sem liðið mætir Lille frá Frakklandi.
Fróðleikur
- Liverpool skoraði þrjú mörk í sama leiknum í fyrsta sinn frá því i september!
- Unirea lék ekki á heimavelli sínum þar sem hann uppfyllir ekki kröfur Knattspyrnusambands Evrópu. Liðið lék á heimavelli Stjörnunnar í Búkarest.
- Javier Mascherano skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni og aðeins það annað með Liverpool. Það fyrra kom á útmánuðum fyrir þremur árum.
- Ryan Babel skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard sendi boltann í mark andstæðinga sinna í sjöunda sinn.
- Þetta var 33. Evrópumark Steven og er það bæði bæting á félagsmeti og Englandsmeti.
- Daniel Agger lék sinn 100. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk í þeim leikjum.
- Yossi Benayoun lék 120. leik sinn. Hann hefur skorað 27 mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan