| Sf. Gutt
TIL BAKA
Javier vill vera um kyrrt!
Javier Mascherano, fyrirliði argentínska landsliðsins, hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá Liverpool. Ekki er búið að ganga frá nýjum samningi en Javier vill vera áfram hjá Liverpool en viðræður eru í gangi. Javier hafði þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Umboðsmaður minn er í viðræðum við félagið. Ég vil ekki blanda mér í þessar viðræður og ég læt umboðsmann minn og fulltrúa félagsins um þær. Liverpool veit að ég vil vera um kyrrt og ég held að það verði ekki erfitt að ná samningum en við sjáum hvað gerist á næstu vikum."
Javier Mascherano var lengi að komast í gang á þessari leiktíð og hann lék ekki vel framan af. Hann náði sér loksins á strik í vetrarbyrjun og hefur leikið mjög vel síðan. Talið var, um tíma, að Javier væri óánægður hjá Liverpool og vildi komast í burtu frá félaginu. Þetta meinta ástand var talin ein ástæða þess að hann lék ekki vel. Javier segir ekki rétt að hann hafi viljað fara frá Liverpool.
,,Ég hef aldrei sagt að ég væri ekki ánægður hjá Liverpool. Þetta umtal var bara í fjölmiðlum. Ég er ánægður hérna og eina leiðin til að sanna það er með því að spila vel inni á vellinum."
,,Ég reyni alltaf, allt sem í mínu valdi stendur, til að hjálpa félögum mínum í liðinu og framkvæmdastjóranum. Stundum gengur mér vel en ekki þó alltaf. Ég reyni þó alltaf að leggja mig allan fram á æfingum og í leikjum."
Það er virkilegt ánægjuefni að Javier Mascerano vilji vera áfram hjá Liverpool. Hann er leikmaður í heimsklassa og það er gott að bestu leikmenn liðsins vilji vera um kyrrt. Jose Reina lýsti því yfir, á dögunum, að hann vonist til að vera áfram hjá Liverpool.
Þessar fréttir eru enn betri í ljósi þess hversu þetta keppnistímabil er búið að vera öllum hjá Liverpool þungt í skauti.
,,Umboðsmaður minn er í viðræðum við félagið. Ég vil ekki blanda mér í þessar viðræður og ég læt umboðsmann minn og fulltrúa félagsins um þær. Liverpool veit að ég vil vera um kyrrt og ég held að það verði ekki erfitt að ná samningum en við sjáum hvað gerist á næstu vikum."
Javier Mascherano var lengi að komast í gang á þessari leiktíð og hann lék ekki vel framan af. Hann náði sér loksins á strik í vetrarbyrjun og hefur leikið mjög vel síðan. Talið var, um tíma, að Javier væri óánægður hjá Liverpool og vildi komast í burtu frá félaginu. Þetta meinta ástand var talin ein ástæða þess að hann lék ekki vel. Javier segir ekki rétt að hann hafi viljað fara frá Liverpool.
,,Ég hef aldrei sagt að ég væri ekki ánægður hjá Liverpool. Þetta umtal var bara í fjölmiðlum. Ég er ánægður hérna og eina leiðin til að sanna það er með því að spila vel inni á vellinum."
,,Ég reyni alltaf, allt sem í mínu valdi stendur, til að hjálpa félögum mínum í liðinu og framkvæmdastjóranum. Stundum gengur mér vel en ekki þó alltaf. Ég reyni þó alltaf að leggja mig allan fram á æfingum og í leikjum."
Það er virkilegt ánægjuefni að Javier Mascerano vilji vera áfram hjá Liverpool. Hann er leikmaður í heimsklassa og það er gott að bestu leikmenn liðsins vilji vera um kyrrt. Jose Reina lýsti því yfir, á dögunum, að hann vonist til að vera áfram hjá Liverpool.
Þessar fréttir eru enn betri í ljósi þess hversu þetta keppnistímabil er búið að vera öllum hjá Liverpool þungt í skauti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan