| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Vill verða partur af sögu Liverpool
Dirk Kuyt vill skrá sig á spjöld Liverpool sögunnar, en til þess þarf hann að koma titlum í hús.

Frá því Dirk Kuyt gekk til liðs við Liverpool sumarið 2006 hefur Liverpool ekki unnið einn einasta titil. Hollendingurinn vinnusami vonast til að það breytist í vor, með sigri í Evrópubikarnum. Liverpool mætir Benfica í kvöld í 8 liða úrslitum Evrópubikarsins og Dirk Kuyt ætlar að leggja sitt af mörkum til að stuðla að áframhaldandi þátttöku Liverpool í keppninni.
,,Til að verða partur af sögu félags verður maður að ná í einhverja verðlaunagripi, sérstaklega þegar maður er hjá félagi sem á silfurbúnað í bunkum!", segir Kuyt.
,,Ég hef enn ekki unnið neitt með félaginu, en vonandi breytist það í Hamborg í vor, en þar fer úrslitaleikurinn í Evrópubikarnum fram. Maður er auðvitað í þessu til að vinna titla og nú er staðan þannig að þetta er sá eini sem við eigum sjéns í. Við munum gera allt sem við getum til að tryggja okkur hann."
Kuyt segist enn minnast tapsins gegn AC Milan í úrslitum meistaradeildarinnar 2007 með miklum trega.
,,Maður lítur alltaf af og til yfir farinn veg og eitt af því sem kemur hvað oftast upp í hugann er leikurinn gegn AC Milan. Það var mjög sársaukafull lífsreynsla ef ég á að segja alveg eins og er. Að fá að taka þátt í einhverjum stærsta viðburði á fótboltasviðinu ár hvert var vitanlega frábær upplifun, en það var mjög svekkjandi að tapa. Ég mun aldrei gleyma þessum degi."
,,Við komum á staðinn staðráðnir í að ná í bikar, en það gekk því miður ekki. Vonandi komumst við til Hamborgar í vor og náum að gera betur en í Aþenu, en til þess verðum við að vinna Benfica. Það er næsta mál á dagskrá."

Frá því Dirk Kuyt gekk til liðs við Liverpool sumarið 2006 hefur Liverpool ekki unnið einn einasta titil. Hollendingurinn vinnusami vonast til að það breytist í vor, með sigri í Evrópubikarnum. Liverpool mætir Benfica í kvöld í 8 liða úrslitum Evrópubikarsins og Dirk Kuyt ætlar að leggja sitt af mörkum til að stuðla að áframhaldandi þátttöku Liverpool í keppninni.
,,Til að verða partur af sögu félags verður maður að ná í einhverja verðlaunagripi, sérstaklega þegar maður er hjá félagi sem á silfurbúnað í bunkum!", segir Kuyt.
,,Ég hef enn ekki unnið neitt með félaginu, en vonandi breytist það í Hamborg í vor, en þar fer úrslitaleikurinn í Evrópubikarnum fram. Maður er auðvitað í þessu til að vinna titla og nú er staðan þannig að þetta er sá eini sem við eigum sjéns í. Við munum gera allt sem við getum til að tryggja okkur hann."
Kuyt segist enn minnast tapsins gegn AC Milan í úrslitum meistaradeildarinnar 2007 með miklum trega.
,,Maður lítur alltaf af og til yfir farinn veg og eitt af því sem kemur hvað oftast upp í hugann er leikurinn gegn AC Milan. Það var mjög sársaukafull lífsreynsla ef ég á að segja alveg eins og er. Að fá að taka þátt í einhverjum stærsta viðburði á fótboltasviðinu ár hvert var vitanlega frábær upplifun, en það var mjög svekkjandi að tapa. Ég mun aldrei gleyma þessum degi."
,,Við komum á staðinn staðráðnir í að ná í bikar, en það gekk því miður ekki. Vonandi komumst við til Hamborgar í vor og náum að gera betur en í Aþenu, en til þess verðum við að vinna Benfica. Það er næsta mál á dagskrá."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan