| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool mætir til leiks á páskadegi. Það er sama hver dagurinn er til vors sigur verður að nást. Vonandi færir lið Liverpool stuðningsmönnum sínum páskagleði í ár. Reyndar fæst sönn páskagleði á annan hátt en í gegnum knattspyrnu en sigur í knattspyrnuleik spillir ekki fyrir gleði dagsins.
Liverpool sýndi frábæran leik á pálmasunnudag þegar liðið tók Sunderland í kennslustund á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool glöddust en veltu því um leið fyrir sér af hverju í ósköpunum liðið þeirra sé ekki búið að spila svona oftar á þessu keppnistímabili. Í pálmasunnudagsleiknum var almennilegt yfirbragð á Liverpool. Leikmenn liðsins voru á hreyfingu allan leikinn, hver sóknin rak aðra, baráttan var í góðu lagi og menn léku með bros á vörn. Þetta er frekar einföld uppskrfit en ég, frekar en aðrir stuðningsmenn Liverpool, vita trauðla hvers vegna Rauliðar hafa ekki fylgt uppskriftinni góðu oftar á leiktíðinni. Gleðilega páska!
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum eftir einn deildarsigursigur eftir tap.
- Liverpool hefur ekki unnið Birmingham City í síðustu sjö deildarleikjum.
- Birmingham er eina liðið sem Rafael Benítez hefur ekki náð að stýra Liverpool til sigrs gegn í deildinni.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á útivelli á þessu ári.
- Síðasti útisigur Liverpool í deildinni var reyndar í Birmingham þegar liðið lagði Aston Villa 1:0 þar í borg um jólin.
- Birmingham hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni frá því í september.
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum á páskadegi þegar liðið lá 3:0 fyrir Manchester United á Old Trafford fyrir tveimur árum.
- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað alla deildarleiki liðsins á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tuttugu talsins.
Birmingham gaf sig hvergi gegn Arsenal í síðustu viku og uppskar stig undir lokin. Fyrir þann leik var liðið búið að tapa nokkrum leikjum og í kjölfarið stillti Alex McLeish, framkvæmdastjóri þess, upp meiri varnarleikaðferð með fimm á miðjunni og einn í sókn. Þetta gerði mótherjunum erfitt fyrir.
Ég á von á því að sama aðferð verði notuð til að halda Fernando Torres, sem er í miklu formi, í skefjum. Liverpool hefur komist í gang eftir að hann kom til baka úr meiðslum. Fjarvera hans hefur berlega undirstrikuð þau mistök sem gerð voru með því að halda í leiktíðina án þess að hafa sóknarmann til að leysa hann af.
Úrskurður: Birmingham City v Liverpool 0:0.
Liverpool sýndi frábæran leik á pálmasunnudag þegar liðið tók Sunderland í kennslustund á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool glöddust en veltu því um leið fyrir sér af hverju í ósköpunum liðið þeirra sé ekki búið að spila svona oftar á þessu keppnistímabili. Í pálmasunnudagsleiknum var almennilegt yfirbragð á Liverpool. Leikmenn liðsins voru á hreyfingu allan leikinn, hver sóknin rak aðra, baráttan var í góðu lagi og menn léku með bros á vörn. Þetta er frekar einföld uppskrfit en ég, frekar en aðrir stuðningsmenn Liverpool, vita trauðla hvers vegna Rauliðar hafa ekki fylgt uppskriftinni góðu oftar á leiktíðinni. Gleðilega páska!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum eftir einn deildarsigursigur eftir tap.
- Liverpool hefur ekki unnið Birmingham City í síðustu sjö deildarleikjum.
- Birmingham er eina liðið sem Rafael Benítez hefur ekki náð að stýra Liverpool til sigrs gegn í deildinni.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á útivelli á þessu ári.
- Síðasti útisigur Liverpool í deildinni var reyndar í Birmingham þegar liðið lagði Aston Villa 1:0 þar í borg um jólin.
- Birmingham hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni frá því í september.
- Liverpool tapaði síðasta leik sínum á páskadegi þegar liðið lá 3:0 fyrir Manchester United á Old Trafford fyrir tveimur árum.
- Jose Reina er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað alla deildarleiki liðsins á þessari leiktíð.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tuttugu talsins.
Spá Mark Lawrenson
Birmingham City v Liverpool
Birmingham gaf sig hvergi gegn Arsenal í síðustu viku og uppskar stig undir lokin. Fyrir þann leik var liðið búið að tapa nokkrum leikjum og í kjölfarið stillti Alex McLeish, framkvæmdastjóri þess, upp meiri varnarleikaðferð með fimm á miðjunni og einn í sókn. Þetta gerði mótherjunum erfitt fyrir.
Ég á von á því að sama aðferð verði notuð til að halda Fernando Torres, sem er í miklu formi, í skefjum. Liverpool hefur komist í gang eftir að hann kom til baka úr meiðslum. Fjarvera hans hefur berlega undirstrikuð þau mistök sem gerð voru með því að halda í leiktíðina án þess að hafa sóknarmann til að leysa hann af.
Úrskurður: Birmingham City v Liverpool 0:0.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan