| Sf. Gutt
Stephen Darby varð um helgina fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á hinum nýja Wembley. Hann spilaði því miður ekki þar með Liverpool heldur Swindon Town þegar liðið mætti Millwall í úrslitaleik um last sæti í næst efstu deild. Millwall hafði betur á Wembley og vann 1:0. Stephen kom inn á sem varamaður í leiknum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Hann heldur nú aftur heim til Liverpool þar sem hann er uppalinn.

Stephen var lánaður til Swindon eftir áramótin og þótti standa sig vel með liðinu. Hann skoraði til að mynda markið sem kom Swindon á Wembley í vítaspyrnukeppni gegn Charlton. Stephen var áður, en hann fór í lán, búinn að spila þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Nú er að sjá hvort Stephen fær tækifæri með aðalliði Liverpool á næstu leiktíð og vonandi verður hann nógu góður til að spila á Wembley með Liverpool og vinna!
TIL BAKA
Stephen Darby fyrstur á Wembley
Stephen Darby varð um helgina fyrsti leikmaður Liverpool til að spila á hinum nýja Wembley. Hann spilaði því miður ekki þar með Liverpool heldur Swindon Town þegar liðið mætti Millwall í úrslitaleik um last sæti í næst efstu deild. Millwall hafði betur á Wembley og vann 1:0. Stephen kom inn á sem varamaður í leiknum þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Hann heldur nú aftur heim til Liverpool þar sem hann er uppalinn.

Stephen var lánaður til Swindon eftir áramótin og þótti standa sig vel með liðinu. Hann skoraði til að mynda markið sem kom Swindon á Wembley í vítaspyrnukeppni gegn Charlton. Stephen var áður, en hann fór í lán, búinn að spila þrjá leiki með aðalliði Liverpool. Nú er að sjá hvort Stephen fær tækifæri með aðalliði Liverpool á næstu leiktíð og vonandi verður hann nógu góður til að spila á Wembley með Liverpool og vinna!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan