| Ólafur Haukur Tómasson
Roy Hodgson hefur unnið hörðum höndum að því að reyna að sannfæra helstu lykilmenn Liverpool um að framtíð þeirra sé á Anfield en margir þeirra eru eftirsóttir af öðrum liðum. Hann hefur nú þegar rætt við þá Fernando Torres og Steven Gerrard og virðist vongóður um að leikmennirnir verði báðir á Anfield eftir sumarið.
Það er á annað borð einn þeirra leikmanna sem er talinn hvað líklegastur til að yfirgefa félagið í sumar en það er Javier Mascherano sem er nú í sumarfrí eftir að hafa leitt landslið Argentínu á Heimsmeistaramótinu. Hann hefur ekki svarað Roy hingað til en ekki er víst hvort að það sé aðeins tilviljun eða af ásetningi sem það hefur ekkert náðst til hans.
"Ég hef reynt að hafa samband við Javier. Ég hef sent honum skilaboð í talhólfið hans og sent honum skeyti en ekki fengið neitt svar. Til að vera sanngjarn við hann þá er það ekki óeðlilegt því hann átti erfitt Heimsmeistaramót og ég held að hann sé farinn aftur til Argentínu. Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Ég hef reynt að ná til hans til að láta hann vita að ég vilji glaður ræða við hann eins og honum hentar." sagði Hodgson.
Nái Hodgson ekki að sannfæra Mascherano um að verða um kyrrt hjá félaginu þá er ekki ólíklegt að hann fari til Barcelona eða flytji með Rafael Benítez til Inter Milan.
TIL BAKA
Beðið eftir svari frá Masch

Það er á annað borð einn þeirra leikmanna sem er talinn hvað líklegastur til að yfirgefa félagið í sumar en það er Javier Mascherano sem er nú í sumarfrí eftir að hafa leitt landslið Argentínu á Heimsmeistaramótinu. Hann hefur ekki svarað Roy hingað til en ekki er víst hvort að það sé aðeins tilviljun eða af ásetningi sem það hefur ekkert náðst til hans.
"Ég hef reynt að hafa samband við Javier. Ég hef sent honum skilaboð í talhólfið hans og sent honum skeyti en ekki fengið neitt svar. Til að vera sanngjarn við hann þá er það ekki óeðlilegt því hann átti erfitt Heimsmeistaramót og ég held að hann sé farinn aftur til Argentínu. Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Ég hef reynt að ná til hans til að láta hann vita að ég vilji glaður ræða við hann eins og honum hentar." sagði Hodgson.
Nái Hodgson ekki að sannfæra Mascherano um að verða um kyrrt hjá félaginu þá er ekki ólíklegt að hann fari til Barcelona eða flytji með Rafael Benítez til Inter Milan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan