| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Roy: Masch þarf ekki að svara
Roy Hodgson greindi frá því um daginn að hann hafi reynt að hafa samband við Javier Mascherano eftir að þátttöku hans á Heimsmeistaramótinu lauk en hann hafi ekki fengið nein svör frá Argentínumanninum og því lagt inn skilaboð á símsvara hans. Margir líta á það sem svo að Mascherano forðist samtal við Hodgson þar sem hann vilji burt frá Liverpool en Hodgson lítur ekki þannig á málið.
"Þetta hefur verið ýkt og það er gott að hafa tækifæri til að koma þessu á hreint. Ég skildi eftir skilaboð, auðvitað vildi ég óska honum til hamingju með frammistöðuna á Heimsmeistaramótinu og segja að ég hlakka mikið til að sjá hann aftur og óska honum góðra tíma í fríi sínu.
Ég man eftir því að hafa sagt 'Ekki líta á það þannig að þú sért þvingaður til að hringja til baka. Frá mínum sjónarhóli þá er það alveg jafn mikilvægt fyrir þig að vita að ég reyni að ná til þín og ég treysti á þig'. Satt að segja þá var ég í raun ekki að treysta á að hann myndi hringja aftur í mig vegna þess að þetta hefðu bara verið smá samtöl sem við hefðum átt, 'Hvernig var Heimsmeistaramótið?', 'Hvernig er veðrið í Argentínu?'.
Það er ekki voða mikilvægt en það er er mikilvægt, að ég held, var að hann viti að ég hlakka mikið til að sjá hann í Liverpool eins og stuðningsmennirnir og allir aðrir vilja, og að hann geti svo sannarlega treyst á mig sem knattspyrnustjóra sinn þegar hann kemur aftur.
Ég er ósáttur með að þetta hefur verið blásið svona upp og látið eins og hann hafi brugðist mér á einhvern hátt. Ég sé það engan veginn þannig.
Það eru orðrómar um að hann muni fara sem halda áfram en ég vil einnig koma því á hreint og segja að það eru enn bara vangaveltur vegna þess að við höfum ekki heyrt neitt frá Inter og ekki heyrt neitt annað en að hann muni koma aftur og vinna með okkur." sagði Hodgson.
Það styttist í að Maxi Rodriguez og Javier Mascherano snúi aftur til æfinga hjá Liverpool eftir sumarfrí sitt og fljótlega eftir það koma allir fjórir leikmennirnir sem tóku þátt í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. Ensku landsliðsmennirnir og Daniel Agger hafa allir snúið aftur til æfinga á Melwood í dag.
"Þetta hefur verið ýkt og það er gott að hafa tækifæri til að koma þessu á hreint. Ég skildi eftir skilaboð, auðvitað vildi ég óska honum til hamingju með frammistöðuna á Heimsmeistaramótinu og segja að ég hlakka mikið til að sjá hann aftur og óska honum góðra tíma í fríi sínu.
Ég man eftir því að hafa sagt 'Ekki líta á það þannig að þú sért þvingaður til að hringja til baka. Frá mínum sjónarhóli þá er það alveg jafn mikilvægt fyrir þig að vita að ég reyni að ná til þín og ég treysti á þig'. Satt að segja þá var ég í raun ekki að treysta á að hann myndi hringja aftur í mig vegna þess að þetta hefðu bara verið smá samtöl sem við hefðum átt, 'Hvernig var Heimsmeistaramótið?', 'Hvernig er veðrið í Argentínu?'.
Það er ekki voða mikilvægt en það er er mikilvægt, að ég held, var að hann viti að ég hlakka mikið til að sjá hann í Liverpool eins og stuðningsmennirnir og allir aðrir vilja, og að hann geti svo sannarlega treyst á mig sem knattspyrnustjóra sinn þegar hann kemur aftur.
Ég er ósáttur með að þetta hefur verið blásið svona upp og látið eins og hann hafi brugðist mér á einhvern hátt. Ég sé það engan veginn þannig.
Það eru orðrómar um að hann muni fara sem halda áfram en ég vil einnig koma því á hreint og segja að það eru enn bara vangaveltur vegna þess að við höfum ekki heyrt neitt frá Inter og ekki heyrt neitt annað en að hann muni koma aftur og vinna með okkur." sagði Hodgson.
Það styttist í að Maxi Rodriguez og Javier Mascherano snúi aftur til æfinga hjá Liverpool eftir sumarfrí sitt og fljótlega eftir það koma allir fjórir leikmennirnir sem tóku þátt í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins. Ensku landsliðsmennirnir og Daniel Agger hafa allir snúið aftur til æfinga á Melwood í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan