| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Javier Mascherano á förum?
Javier Mascherano á að hafa tilkynnt Roy Hodgson formlega í dag að hann vilji yfirgefa félagið.
Tony Barrett blaðamaður á The Times segir frá þessu nú í kvöld, en Barrett þessi þykir nokkuð trúverðug heimild þegar kemur að málefnum stóru liðanna.
Mascherano mun hafa komið til æfinga á Melwood í dag og beðið um fund með Roy Hodgson. Með Mascherano í för var umboðsmaður hans Walter Tamer. Niðurstaða fundarins mun hafa verið sú að Mascherano óskaði formlega eftir því að losna frá félaginu. Þessar fréttir Tony Barrett virðast staðfesta það sem lengi hefur legið í loftinu, að Argentínumaðurinn vilji komast sunnar á bóginn. Líklega alla leið til Mílanó þar sem Inter og Rafa Benítez bíða hans.
Benítez keypti Mascherano á sínum tíma fyrir 18 milljónir punda og talið er líklegt að hann muni að þessu sinni þurfa að greiða u.þ.b. 25 milljónir fyrir hinn argentínska vinnuhest. Þær milljónir mun Inter eiga handbærar eftir 23 milljóna sölu á Maicon til Real Madrid.
Mascherano er samningsbundinn til Liverpool til 2012 en heimildir Barrett herma að Liverpool muni ekki standa í vegi fyrir félagaskiptum Argentínumannsins, en Javier og Fernanda kona hans vilja bæði ólm komast sunnar á bóginn.
Forráðamönnum félagsins er enn í fersku minni að Javier vildi komast til Barcelona, sem bar víurnar í hann fyrir síðustu leiktíð. Þegar þau félagaskipti gengu ekki eftir, fyrst og fremst vegna tregðu Benítez að sjá á eftir Mascherano, þótti mörgum sem óánægja Argentínumannsins sæti í honum. Í það minnsta var hann ekki upp á sitt besta í fyrstu leikjum síðustu leiktíðar.
Nú herma heimildir Barrett að forráðamenn Liverpool telji vænlegra að selja hann meðan góður peningur fæst fyrir hann, fremur en að halda honum óánægðum hjá félaginu.
Ghanamaðurinn Sulley Muntari sem nú er í herbúðum Inter hefur verið nefndur sem hugsanleg skiptimynt í viðskiptunum, en hann er ágætlega kunnugur enska boltanum eftir að hafa verið eitt ár hjá Portsmouth, þar sem hann þótti standa sig með prýði. Þá hefur Scott Parker hjá West Ham einnig verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Mascherano. Roy Hodgson ku hafa áhuga á því að krækja í hann, en West Ham hefur reyndar gefið það út að hann sé ekki falur. Parker sjálfur mun hinsvegar hafa áhuga á því að komast til Liverpool, ef hann fær tækifæri til.
Tony Barrett blaðamaður á The Times segir frá þessu nú í kvöld, en Barrett þessi þykir nokkuð trúverðug heimild þegar kemur að málefnum stóru liðanna.
Mascherano mun hafa komið til æfinga á Melwood í dag og beðið um fund með Roy Hodgson. Með Mascherano í för var umboðsmaður hans Walter Tamer. Niðurstaða fundarins mun hafa verið sú að Mascherano óskaði formlega eftir því að losna frá félaginu. Þessar fréttir Tony Barrett virðast staðfesta það sem lengi hefur legið í loftinu, að Argentínumaðurinn vilji komast sunnar á bóginn. Líklega alla leið til Mílanó þar sem Inter og Rafa Benítez bíða hans.
Benítez keypti Mascherano á sínum tíma fyrir 18 milljónir punda og talið er líklegt að hann muni að þessu sinni þurfa að greiða u.þ.b. 25 milljónir fyrir hinn argentínska vinnuhest. Þær milljónir mun Inter eiga handbærar eftir 23 milljóna sölu á Maicon til Real Madrid.
Mascherano er samningsbundinn til Liverpool til 2012 en heimildir Barrett herma að Liverpool muni ekki standa í vegi fyrir félagaskiptum Argentínumannsins, en Javier og Fernanda kona hans vilja bæði ólm komast sunnar á bóginn.
Forráðamönnum félagsins er enn í fersku minni að Javier vildi komast til Barcelona, sem bar víurnar í hann fyrir síðustu leiktíð. Þegar þau félagaskipti gengu ekki eftir, fyrst og fremst vegna tregðu Benítez að sjá á eftir Mascherano, þótti mörgum sem óánægja Argentínumannsins sæti í honum. Í það minnsta var hann ekki upp á sitt besta í fyrstu leikjum síðustu leiktíðar.
Nú herma heimildir Barrett að forráðamenn Liverpool telji vænlegra að selja hann meðan góður peningur fæst fyrir hann, fremur en að halda honum óánægðum hjá félaginu.
Ghanamaðurinn Sulley Muntari sem nú er í herbúðum Inter hefur verið nefndur sem hugsanleg skiptimynt í viðskiptunum, en hann er ágætlega kunnugur enska boltanum eftir að hafa verið eitt ár hjá Portsmouth, þar sem hann þótti standa sig með prýði. Þá hefur Scott Parker hjá West Ham einnig verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Mascherano. Roy Hodgson ku hafa áhuga á því að krækja í hann, en West Ham hefur reyndar gefið það út að hann sé ekki falur. Parker sjálfur mun hinsvegar hafa áhuga á því að komast til Liverpool, ef hann fær tækifæri til.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan