| Sf. Gutt
TIL BAKA
Viðræður um sölu Javier í gangi
Margir fjölmiðlar á Bretlandi telja að viðræður séu nú í gangi milli Liverpool og Barcelona um vistaskipti Javier Mascherano. Ýmsar kenningar eru uppi um út á hvað þær viðræður ganga.
Ein kenningin er sú að Barcelona hafi boðið 16 milljónir sterlingspunda og Hvít Rússann Alexander Hleb í kaupbæti. Þessu tilboði eiga forráðamenn Liverpool að hafa hafnað og fara þeir, eftir sömu kenningu, fram á að fá minnst 18 milljónir en það var sú upphæð sem þeir borguðu fyrir Javier á sínum tíma. Þá upphæð vilja þeir fá í beinhörðum peningum.
Hvað svo sem úr verður þá er ljóst að það verður að selja Javier Mascherano. Argentínumaðurinn vill fara og vitað er að kona hans unir sér ekki á Englandi. Mikið ríður á að söluferlið geti gengið hratt fyrir sig svo möguleiki gefist á að nota þá peninga sem fást fyrir Javier áður en lokað verður fyrir félagaskipti.
Javier er búinn að spila einn leik á þessu keppnistímabili. Hann var í byrjunarliðinu gegn Arsenal á dögunum og stóð sig vel. Hann meiddist reyndar í þeim leik og gat ekki af þeim sökum leikið gegn Trabzonspor. Það verður svo aldrei upplýst hvort hann hafi verið leikfær í gærkvöldi og í raun skiptir það engu máli héðan af.
Vissulega er Javier Mascherano einn besti miðjumaður í heimi og það verður missir af honum. En þegar menn eru ekki með hugann við efnið, hjá því félagi sem þeir tilheyra, verður að selja þá. Það er einfaldlega öllum fyrir bestu. Svo einfalt er það nú!
Ein kenningin er sú að Barcelona hafi boðið 16 milljónir sterlingspunda og Hvít Rússann Alexander Hleb í kaupbæti. Þessu tilboði eiga forráðamenn Liverpool að hafa hafnað og fara þeir, eftir sömu kenningu, fram á að fá minnst 18 milljónir en það var sú upphæð sem þeir borguðu fyrir Javier á sínum tíma. Þá upphæð vilja þeir fá í beinhörðum peningum.
Hvað svo sem úr verður þá er ljóst að það verður að selja Javier Mascherano. Argentínumaðurinn vill fara og vitað er að kona hans unir sér ekki á Englandi. Mikið ríður á að söluferlið geti gengið hratt fyrir sig svo möguleiki gefist á að nota þá peninga sem fást fyrir Javier áður en lokað verður fyrir félagaskipti.
Javier er búinn að spila einn leik á þessu keppnistímabili. Hann var í byrjunarliðinu gegn Arsenal á dögunum og stóð sig vel. Hann meiddist reyndar í þeim leik og gat ekki af þeim sökum leikið gegn Trabzonspor. Það verður svo aldrei upplýst hvort hann hafi verið leikfær í gærkvöldi og í raun skiptir það engu máli héðan af.
Vissulega er Javier Mascherano einn besti miðjumaður í heimi og það verður missir af honum. En þegar menn eru ekki með hugann við efnið, hjá því félagi sem þeir tilheyra, verður að selja þá. Það er einfaldlega öllum fyrir bestu. Svo einfalt er það nú!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan