| Sf. Gutt
TIL BAKA
Javier Mascherano farinn til Barcelona
Á vefsíðum Liverpool F.C. og Barcelona hefur nú verið staðfest að Javier Mascherano hafi fært sig um set milli umræddra félaga. Fyrirliði argentínska landsliðsins fór í stranga læknisskoðun hjá Barcelona í dag og eftir að hafa komist í gegnum hana var hann orðinn leikmaður Spánarmeistaranna. Samkvæmt vefsíðu BBC fékk Liverpool 17,25 milljónir sterlingspunda í sinn hlut fyrir miðjumanninn magnaða.
Brottför Javier hefur legið í loftinu eftir að Rafael Benítez yfirgaf Liverpool. Reyndar sýndi hann áhuga á að fara frá Englandi fyrir ári en ekkert varð úr. Vitað var að konu hans hefur ekki líkað lífið þar í landi og því kemur brottför hans ekki á óvart. Líklega töldu flestir að hann myndi fara til Inter Milan, þar sem Rafael ræður nú ríkjum, en Barcelona varð áfangastaðurinn.
Javier lýsti mikilli ánægju með að vera orðinn leikmaður Barcelona. ,,Sannleikurinn er sá að þetta er draumi líkast og ég er gríðarlega glaður. Þetta er mikilfenglegt félag með frábærum leikmönnum. Ég reyni sem allra fyrst að aðlagast öllu hér."
Javier Mascherano lék einn leik á þessari leiktíð, gegn Arsenal, en meiddist í þeim leik og lék ekki meira. Fyrir viku setti hann allt í uppnám þegar hann heimtaði að vera seldur. Krafa hans var sett fram á versta tíma eða leikdegi þegar Liverpool átti leik gegn Manchester City. Alls lék Javier 139 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk.
Við óskum Javier Mascherano góðs gengis hjá nýja félaginu sínu.
Á meðfylgjandi mynd sést Javier yfirgefa Anfield í síðasta sinn þegar hann fór meiddur af velli gegn Arsenal.
Brottför Javier hefur legið í loftinu eftir að Rafael Benítez yfirgaf Liverpool. Reyndar sýndi hann áhuga á að fara frá Englandi fyrir ári en ekkert varð úr. Vitað var að konu hans hefur ekki líkað lífið þar í landi og því kemur brottför hans ekki á óvart. Líklega töldu flestir að hann myndi fara til Inter Milan, þar sem Rafael ræður nú ríkjum, en Barcelona varð áfangastaðurinn.
Javier lýsti mikilli ánægju með að vera orðinn leikmaður Barcelona. ,,Sannleikurinn er sá að þetta er draumi líkast og ég er gríðarlega glaður. Þetta er mikilfenglegt félag með frábærum leikmönnum. Ég reyni sem allra fyrst að aðlagast öllu hér."
Javier Mascherano lék einn leik á þessari leiktíð, gegn Arsenal, en meiddist í þeim leik og lék ekki meira. Fyrir viku setti hann allt í uppnám þegar hann heimtaði að vera seldur. Krafa hans var sett fram á versta tíma eða leikdegi þegar Liverpool átti leik gegn Manchester City. Alls lék Javier 139 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk.
Við óskum Javier Mascherano góðs gengis hjá nýja félaginu sínu.
Á meðfylgjandi mynd sést Javier yfirgefa Anfield í síðasta sinn þegar hann fór meiddur af velli gegn Arsenal.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen -
| Heimir Eyvindarson
Fyrsta tapið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Allskonar til að gleðjast yfir -
| Sf. Gutt
Níu skildir eftir heima
Fréttageymslan