| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust á St. Andrews
Liverpool sótti einungis eitt stig á St. Andrews í Birmingham í dag. Hægur og hugmyndasnauður sóknarleikur liðsins skilaði engu gegn sterkri vörn heimamanna.
Raunar getur Liverpool liðið þakkað stórbrotinni frammistöðu Pepe Reina í markinu fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum, en Spánverjinn sýndi enn einu sinni í dag hversu frábær hann er á milli stanganna.
Roy Hodgson stillti upp fremur varnarsinnuðu liði, með þá Lucas Leiva og Christian Poulsen á miðri miðjunni, Steven Gerrard fyrir framan þá og Torres einan frammi. Liverpool var heldur meira með boltann framan af en sóknaraðgerðir liðsins voru hægar og ráðleysislegar.
Sérstaka athygli vakti hve lengi Fernando Torres var að komast í takt við leikinn. Hann átti hverja feilsendinguna af annarri framan af leik og virkaði illa stemmdur. Á 20. mínútu var hann til að mynda stálheppinn að fá ekki að líta gult spjald frá Mark Halsey dómara leiksins, þegar hann tæklaði Stephen Carr afar klaufalega.
Hvorugt liðið skapaði sér teljandi færi fyrstu 20 mínútur leiksins en á 22. mínútu mátti engu muna að Birmingham kæmist yfir. Birmingham fékk þá aukaspyrnu og upp úr henni barst boltinn fyrir markið frá hægri þar sem Cameron Jerome stökk hæst og náði þrumuskalla á markið. Á undraverðan hátt tókst Reina að komast fyrir boltann og stýra honum fram hjá markinu. Stórkostleg markvarsla og tvímælalaust tilþrif leiksins.
Eftir þetta komust heimamenn meira og meira inn í leikinn. Liverpool var þó áfram heldur meira með boltann en heimamenn sköpuðu sér hættulegri færi. Á 27. mínútu neyddist Carragher til að taka James McFadden niður rétt fyrir utan teig, en sem betur fer fór aukaspyrna McFaddens bæði yfir vegginn og markið.
Um þetta leyti var hlaupin nokkur harka í leikinn og leikmenn Liverpool voru heldur óhressir með Mark Halsey dómara. Nokkrar ljótar tæklingar litu dagsins ljós, m.a. var Lucas tekinn skrautlega niður með tveggja mínútna millibili. Fyrst af Craig Gardner, sem uppskar reyndar gult spjald, og síðan af Barry Ferguson.
Á 32. mínútu gerðist atvik sem ekki varð til að auka á ánægju aðdáenda Liverpool með störf Mark Halsey í dag, en þá fór boltinn greinilega í hönd varnarmanns Birmingham inni í teignum. Það ber þó að taka fram að boltinn var á leið aftur fyrir þannig að líklega hefði vítaspyrna verið heldur harkalegur dómur.
Fimm mínútum síðar var hinsvegar erfitt að skilja afhverju Halsey dæmdi ekki vítaspyrnu á Birmingham. Jamie Carragher átti þá frábæra stungusendingu á Fernando Torres sem var augljóslega tekinn niður í teignum af varnarmanni Birmingham. Ekki var með nokkru móti hægt að sjá að varnarmaðurinn hefði náð til boltans fyrst og því illskiljanlegt hversvegna Halsey kaus að spara flautuna að þessu sinni.
Mínútu síðar var Birmingham komið í hraða sókn sem aftur endaði með þrumuskalla frá Jerome og aftur varði Reina meistaralega. Markvarslan að vísu ekki eins stórglæsileg og í fyrra skiptið en engu að síður frábærlega að verki staðið hjá Spánverjanum.
Sókn Birmingham þyngdist jafnt og þétt síðustu mínútur hálfleiksins og Liverpool mátti teljast nokkuð heppið að komast til búningsklefa án þess að hafa fengið á sig mark. Það hlýtur að hafa verið sérstakt áhyggjuefni fyrir Hodgson á þessum tímapunkti hve lítið hafði komið út úr þeim Christian Poulsen og Lucas Leiva á miðjunni og ekki síður hve ráðvilltur Fernando Torres var frammi.
Leikmenn Liverpool komu heldur sprækari til leiks í seinni háfleiknum og strax á 46. mínútu átti Steven Gerrard ágætt skot á mark Birmingham. Ben Foster, sem átti afar náðugan dag í marki heimamanna, varði skot fyrirliðans þó nokkuð auðveldlega.
Okkar menn áttu nokkrar ágætar rispur á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks án þess að skapa sér nein dauðafæri. Torres virtist kominn í betra jafnvægi og Maxi Rodriguez og Milan Jovanovic létu aðeins meira til sín taka í sókninni.
Á 57. mínútu skall síðan enn einu sinni hurð nærri hælum við mark Liverpool. Að þessu sinni átti Scott Dann, sem eitt sinn var ársmiðahafi á Anfield, skalla í jörðina og yfir markið.
Á 76. mínútu kom Raúl Meireles inn á í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann skipti við Lucas Leiva. Meireles virkaði frískur og kom með aukinn hraða í sóknarleik liðsins.
Í þann mund sem Meireles og Lucas skiptu um hlutverk lá Paul Konchesky, sem einnig var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, óvígur á vellinum. Hann var leiddur út af og í hans stað kom Daniel Agger.
Það sem eftir lifði leiks var Liverpool sterkara liðið á vellinum án þess að skapa mikla hættu upp við mark Birmingham. Nokkur atgangur varð þó í vítateig Birmingham þegar um tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma, en þá endaði lagleg sókn Liverpool með því að Raúl Meirels skaut fram hjá úr þröngu færi.
Þegar upp er staðið er líklega hægt að segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit, en okkar menn geta þó tvímælalaust þakkað Pepe Reina fyrir stigið sem þeir fengu í dag. Markvarsla hans á 22. mínútu var með þvílíkum ólíkindum að annað eins hefur varla sést.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky (Agger 77. mínútu), Leiva (Meireles 76. mínútu), Poulsen, Rodriguez, Gerrard, Jovanovic og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Babel, NGog, Pacheco og Kyrgiakos.
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Larsson, ferguson, Bowyer, Gardner, McFadden (Zigic 89. mínútu) og Jerome. Ónotaðir varamenn: Tailor, Murphy, Derbyshire, Michel, Fahey og Jiranek.
Gult spjald: Craig Gardner.
Áhorfendur á St. Andrews: 27,333.
Maður leiksins: Pepe Reina. Það er auðvelt að velja mann leiksins að þessu sinni. Reina var einfaldlega frábær í öllum sínum aðgerðum í dag og sýndi það og sannaði að hann er einn allra besti markvörður heimsins um þessar mundir. Afar gleðileg frammistaða fyrir Spánverjann sem átti heldur dapran dag í marki spænska landsliðsins í leiknum gegn Argentínumönnum fyrr í vikunni.
Roy Hodgson: Við vissum að leikurinn yrðir erfiður. Það er alltaf erfitt að spila á St. Andrews og auk þess hefur liðið ekki verið saman í nær 10 daga vegna landsleikjahrinunnar. Ég er þegar á heildina er litið nokkuð ánægður með margt í leik liðsins og er sáttur við úrslit leiksins.
Fróðleikur.
- Þetta var sjöunda jafntefli Birmingham og Liverpool í röð.
- Liverpool hefur ekki unnið Birmingham á St. Andrews síðan 2004.
- Þetta var fyrsti leikur Raúl Meireles og Paul Konchesky fyrir Liverpool.
Raunar getur Liverpool liðið þakkað stórbrotinni frammistöðu Pepe Reina í markinu fyrir að hafa hreinlega ekki tapað leiknum, en Spánverjinn sýndi enn einu sinni í dag hversu frábær hann er á milli stanganna.
Roy Hodgson stillti upp fremur varnarsinnuðu liði, með þá Lucas Leiva og Christian Poulsen á miðri miðjunni, Steven Gerrard fyrir framan þá og Torres einan frammi. Liverpool var heldur meira með boltann framan af en sóknaraðgerðir liðsins voru hægar og ráðleysislegar.
Sérstaka athygli vakti hve lengi Fernando Torres var að komast í takt við leikinn. Hann átti hverja feilsendinguna af annarri framan af leik og virkaði illa stemmdur. Á 20. mínútu var hann til að mynda stálheppinn að fá ekki að líta gult spjald frá Mark Halsey dómara leiksins, þegar hann tæklaði Stephen Carr afar klaufalega.
Hvorugt liðið skapaði sér teljandi færi fyrstu 20 mínútur leiksins en á 22. mínútu mátti engu muna að Birmingham kæmist yfir. Birmingham fékk þá aukaspyrnu og upp úr henni barst boltinn fyrir markið frá hægri þar sem Cameron Jerome stökk hæst og náði þrumuskalla á markið. Á undraverðan hátt tókst Reina að komast fyrir boltann og stýra honum fram hjá markinu. Stórkostleg markvarsla og tvímælalaust tilþrif leiksins.
Eftir þetta komust heimamenn meira og meira inn í leikinn. Liverpool var þó áfram heldur meira með boltann en heimamenn sköpuðu sér hættulegri færi. Á 27. mínútu neyddist Carragher til að taka James McFadden niður rétt fyrir utan teig, en sem betur fer fór aukaspyrna McFaddens bæði yfir vegginn og markið.
Um þetta leyti var hlaupin nokkur harka í leikinn og leikmenn Liverpool voru heldur óhressir með Mark Halsey dómara. Nokkrar ljótar tæklingar litu dagsins ljós, m.a. var Lucas tekinn skrautlega niður með tveggja mínútna millibili. Fyrst af Craig Gardner, sem uppskar reyndar gult spjald, og síðan af Barry Ferguson.
Á 32. mínútu gerðist atvik sem ekki varð til að auka á ánægju aðdáenda Liverpool með störf Mark Halsey í dag, en þá fór boltinn greinilega í hönd varnarmanns Birmingham inni í teignum. Það ber þó að taka fram að boltinn var á leið aftur fyrir þannig að líklega hefði vítaspyrna verið heldur harkalegur dómur.
Fimm mínútum síðar var hinsvegar erfitt að skilja afhverju Halsey dæmdi ekki vítaspyrnu á Birmingham. Jamie Carragher átti þá frábæra stungusendingu á Fernando Torres sem var augljóslega tekinn niður í teignum af varnarmanni Birmingham. Ekki var með nokkru móti hægt að sjá að varnarmaðurinn hefði náð til boltans fyrst og því illskiljanlegt hversvegna Halsey kaus að spara flautuna að þessu sinni.
Mínútu síðar var Birmingham komið í hraða sókn sem aftur endaði með þrumuskalla frá Jerome og aftur varði Reina meistaralega. Markvarslan að vísu ekki eins stórglæsileg og í fyrra skiptið en engu að síður frábærlega að verki staðið hjá Spánverjanum.
Sókn Birmingham þyngdist jafnt og þétt síðustu mínútur hálfleiksins og Liverpool mátti teljast nokkuð heppið að komast til búningsklefa án þess að hafa fengið á sig mark. Það hlýtur að hafa verið sérstakt áhyggjuefni fyrir Hodgson á þessum tímapunkti hve lítið hafði komið út úr þeim Christian Poulsen og Lucas Leiva á miðjunni og ekki síður hve ráðvilltur Fernando Torres var frammi.
Leikmenn Liverpool komu heldur sprækari til leiks í seinni háfleiknum og strax á 46. mínútu átti Steven Gerrard ágætt skot á mark Birmingham. Ben Foster, sem átti afar náðugan dag í marki heimamanna, varði skot fyrirliðans þó nokkuð auðveldlega.
Okkar menn áttu nokkrar ágætar rispur á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks án þess að skapa sér nein dauðafæri. Torres virtist kominn í betra jafnvægi og Maxi Rodriguez og Milan Jovanovic létu aðeins meira til sín taka í sókninni.
Á 57. mínútu skall síðan enn einu sinni hurð nærri hælum við mark Liverpool. Að þessu sinni átti Scott Dann, sem eitt sinn var ársmiðahafi á Anfield, skalla í jörðina og yfir markið.
Á 76. mínútu kom Raúl Meireles inn á í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann skipti við Lucas Leiva. Meireles virkaði frískur og kom með aukinn hraða í sóknarleik liðsins.
Í þann mund sem Meireles og Lucas skiptu um hlutverk lá Paul Konchesky, sem einnig var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, óvígur á vellinum. Hann var leiddur út af og í hans stað kom Daniel Agger.
Það sem eftir lifði leiks var Liverpool sterkara liðið á vellinum án þess að skapa mikla hættu upp við mark Birmingham. Nokkur atgangur varð þó í vítateig Birmingham þegar um tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma, en þá endaði lagleg sókn Liverpool með því að Raúl Meirels skaut fram hjá úr þröngu færi.
Þegar upp er staðið er líklega hægt að segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit, en okkar menn geta þó tvímælalaust þakkað Pepe Reina fyrir stigið sem þeir fengu í dag. Markvarsla hans á 22. mínútu var með þvílíkum ólíkindum að annað eins hefur varla sést.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky (Agger 77. mínútu), Leiva (Meireles 76. mínútu), Poulsen, Rodriguez, Gerrard, Jovanovic og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Babel, NGog, Pacheco og Kyrgiakos.
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Dann, Ridgewell, Larsson, ferguson, Bowyer, Gardner, McFadden (Zigic 89. mínútu) og Jerome. Ónotaðir varamenn: Tailor, Murphy, Derbyshire, Michel, Fahey og Jiranek.
Gult spjald: Craig Gardner.
Áhorfendur á St. Andrews: 27,333.
Maður leiksins: Pepe Reina. Það er auðvelt að velja mann leiksins að þessu sinni. Reina var einfaldlega frábær í öllum sínum aðgerðum í dag og sýndi það og sannaði að hann er einn allra besti markvörður heimsins um þessar mundir. Afar gleðileg frammistaða fyrir Spánverjann sem átti heldur dapran dag í marki spænska landsliðsins í leiknum gegn Argentínumönnum fyrr í vikunni.
Roy Hodgson: Við vissum að leikurinn yrðir erfiður. Það er alltaf erfitt að spila á St. Andrews og auk þess hefur liðið ekki verið saman í nær 10 daga vegna landsleikjahrinunnar. Ég er þegar á heildina er litið nokkuð ánægður með margt í leik liðsins og er sáttur við úrslit leiksins.
Fróðleikur.
- Þetta var sjöunda jafntefli Birmingham og Liverpool í röð.
- Liverpool hefur ekki unnið Birmingham á St. Andrews síðan 2004.
- Þetta var fyrsti leikur Raúl Meireles og Paul Konchesky fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan