| SSteinn
TIL BAKA
Fánadagur á Akureyri
Þá er komið að fyrsta fánadegi þessa tímabils og fer hann fram á nýjum heimavelli Liverpoolklúbbsins á Akureyri, Kaffi Jónsson (Keilan á Akureyri). Þetta er ekki flókið, við málum bæinn (Akureyri) rauðan og troðfyllum staðinn. Gengið hefur ekki verið gott til þessa hjá liðinu okkar, en nú skal verða breyting á og við ætlum svo sannarlega að verða vitni að því fyrir fullu húsi á Akureyri um helgina.
Það er ávallt góð mæting á fánadagana fyrir norðan og nú skal engin breyting verða á. Húsið opnar klukkan 12:00 og um að gera að mæta bara strax þá. Að vanda verða verðlaun fyrir best klæddu stuðningsmennina (yngri og eldri) og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta vel merkta, með treflana sína, fánana sína og sem flest Liverpool tengt á svæðið. Stjórnarmeðlimir klúbbsins verða á svæðinu og verður hægt að spyrja þá um flest á milli himins og jarðar tengt klúbbnum eða Liverpool FC.
Sjáumst á rauðum sunnudegi á Akureyri og tökum á Blackburn með stæl.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan