| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Johnson varla leikfær á morgun
Roy Hodgson segir í viðtali við Liverpoolfc.tv að lítlar líkur séu á því að Glen Johnson verði orðinn leikfær á morgun. Þá segir hann öruggt að Daniel Agger verði ekki með.

Glen Johnson á við ökklameiðsl að stríða og hefur verið frá í undanförnum leikjum vegna þeirra. Vonir stóðu til þess að hann gæti verið með í leiknum gegn Blackburn á morgun, en Roy Hodgson telur það ólíklegt og býst við að hann verði að notast við Jamie Carragher í hægri bakverðinum.
,,Við vorum að vonast til þess að Glen gæti tekið þátt í æfingunni með okkur í gær, en hann fékk ekki grænt ljós hjá læknaliðinu þannig að það er hæpið að hann geti verið með á móti Blackburn. Ég ætla samt ekki alveg að útiloka það. Við vonum auðvitað það besta", segir Hodgson.
Það lítur því út fyrir að Jamie Carragher verði í hægri bakverðinum og Kyrgiakos og Skrtel miðverðir á morgun.
,,Ef Glen verður ekki leikfær þá verður Jamie hægri bakvörður. Jamie spilar þar sem þú biður hann að spila. Hann er ótrúlegur leikmaður og frábær karakter sem gerir allt fyrir félagið. Hann og Steven Gerrard eru hjörtu og lungu þessa félags."
,,Jamie er vitanlega miðvörður og það er ekki óskastaða að setja hann í bakvörðinn, en það væri rangt af mér að setja hinn unga Martin Kelly í bakvörðinn og annaðhvort Kyrgiakos eða Skrtel á bekkinn. Við verðum að halda stöðugleika og rútínu í vörninni."
Hodgson staðfestir einnig að Daniel Agger sé ekki enn búinn að ná sér af sínum meiðslum og verði því örugglega ekki með á morgun.
,,Daniel er enn að ná sér af meiðslunum og auk þess var hann orðinn veikur í gær þannig að það er alveg klárt að hann verður ekki með á morgun."

Glen Johnson á við ökklameiðsl að stríða og hefur verið frá í undanförnum leikjum vegna þeirra. Vonir stóðu til þess að hann gæti verið með í leiknum gegn Blackburn á morgun, en Roy Hodgson telur það ólíklegt og býst við að hann verði að notast við Jamie Carragher í hægri bakverðinum.
,,Við vorum að vonast til þess að Glen gæti tekið þátt í æfingunni með okkur í gær, en hann fékk ekki grænt ljós hjá læknaliðinu þannig að það er hæpið að hann geti verið með á móti Blackburn. Ég ætla samt ekki alveg að útiloka það. Við vonum auðvitað það besta", segir Hodgson.
Það lítur því út fyrir að Jamie Carragher verði í hægri bakverðinum og Kyrgiakos og Skrtel miðverðir á morgun.
,,Ef Glen verður ekki leikfær þá verður Jamie hægri bakvörður. Jamie spilar þar sem þú biður hann að spila. Hann er ótrúlegur leikmaður og frábær karakter sem gerir allt fyrir félagið. Hann og Steven Gerrard eru hjörtu og lungu þessa félags."
,,Jamie er vitanlega miðvörður og það er ekki óskastaða að setja hann í bakvörðinn, en það væri rangt af mér að setja hinn unga Martin Kelly í bakvörðinn og annaðhvort Kyrgiakos eða Skrtel á bekkinn. Við verðum að halda stöðugleika og rútínu í vörninni."
Hodgson staðfestir einnig að Daniel Agger sé ekki enn búinn að ná sér af sínum meiðslum og verði því örugglega ekki með á morgun.
,,Daniel er enn að ná sér af meiðslunum og auk þess var hann orðinn veikur í gær þannig að það er alveg klárt að hann verður ekki með á morgun."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan