| Sf. Gutt
TIL BAKA
Loksins, loksins sigur!
Loksins, loksins vann Liverpool sigur! Eftir sjö leiki án sigurs náðist loksins sigur og hann var öllum, sem tengjast Liverpool, sérstaklega kærkominn. Liverpool lék sinn besta leik á keppnistímabilinu og vann Blackburn 2:1 á Anfield Road.
Fulltrúar NESV, sem keyptu Liverpool F.C. fyrir viku, voru mættir á leik á Anfield Road í fyrsta sinn. Því miður var John W. Henry veikur heima en aðrir þeir sem komu frá Ameríku fengu sérstakt aukaatriði á sínum fyrsta leik þegar sjálfur Gerry Mardsen leiddi sönginn á You´ll Never Walk Alone áður en leikurinn hófst.
Söngurinn kraftmikli virtist hafa góð áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu af krafti. Leikmenn liðsins voru ákveðnir, hreyfanlegir og spilið gekk mun betur en í síðustu leikjum. Á 8. mínútu léku þeir Fernando Torres og Maxi Rodriguez laglega saman og samspil þeirra endaði með fyrirgjöf frá hægri sem rataði á Joe Cole. Paul Robinson, sem átti frábæran leik í marki Blackburn, varði á hinn bóginn skot hans af stuttu færi. Raul Meireles náði frákastinu en hann hitti ekki opið markið úr erfiðri aðstöðu. Joe hefði þó án vafa átt að skora þegar hann fékk boltann. Á 17. mínútu var gerð hörð hríð að marki Blackburn eftir horn frá Steven Gerrard og Sotirios Kyrgiakos átti skalla sem Paul gerði vel að slá yfir.
Liverpool átti leikinn með húð og hári og hver sóknin rak aðra en leikmenn Blackburn börðust vel að venju. Á 33. mínútu náði Liverpool eldsnöggri skyndisókn eftir horn gestanna. Jose Reina rúllaði boltanum út og eftir það gekk hann manna á milli fram völlinn þar til Steven fékk hann rétt utan vítateigs frá Raul. Fyrirliðinn smellhitti boltann en Paul verði meistaralega með því að henda sér til hliðar og slá í horn.
Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Liverpool enn einu sinn hornspyrnu. Boltinn barst út fyrir teig á Raul sem þrykkti að marki. Michael Salgado varð fyrir skotinu og steinlá. Aftur var horn og eftir það skallaði Sotorios aftur fyrir sig á Lucas Leiva en hann náði ekki að skalla boltann í markið af stuttu færi. Á lokamínútu hálfleiksins kom aftur gott færi þegar Steven sendi fyrir frá hægri en Maxi náði ekki almennilega til boltans uppi við markið. Ekkert mark var komið þegar dómarinn flautaði til hálfleiks en Liverpool hefði vel getað verið þremur mörkum yfir.
Síðari hálfleikuinn hófst með miklum látum. Á 48. mínútu tók Steven horn frá vinstri. Boltinn fór beint á höfuðið á Sotirios Kyrgiakos sem stangaði í markið. Boltinn fór af varnarmanni á línunni en Soto átti markið með húð og hári. Vissulega var sá gríski óvaldaður en markið var fallegt! Rétt á eftir var Liverpool nærri því að skora aftur eftir horn. Eftir atgang átti Maxi skot sem Paul varði en líklega hefði átt að dæma víti eftir bort á Sotirios.
Stuðningsmenn Liverpool voru auðvitað kátir með þetta allt en sá fögnuður stóð ekki lengi. Tveimur mínútum seinna komst Benjani Mwaruwari inn á vítateiginn hægra megin. Þar sneri hann Martin Skrtel af sér og gaf fyrir á El Hadji Diouf. Hann náði að koma boltanum fram hjá Jose Reina en allt virtist ætla að enda vel því Paul Konchesky bjargaði á marklínu. Heppnin var því miður með því hann sparkaði boltanum framan í Jamie Carragher og af honum endaði boltinn í markinu. Líklega fannst mörgum mörgum stuðningsmönnum Liverpool skárra að Jamie hafi skorað sjálfsmark en að El Hadji fengi markið skráð! Staðan var jöfn og það eftir fyrstu almennilegu sókn Blackburn!
Leikmenn Liverpool brotnuðu þó sem betur fer ekki við þetta áfall. Jose sýndi gott fordæmi og rauk fram völlinn með boltann til að taka miðjuna. Þrjár mínútur liðu og þriðja mark dagsins kom. Steven fékk boltann úti vinstra megin. Hann renndi honum á Joe sem lyfti boltanum vel fyrir markið á Fernando Torres sem skoraði óvaldaður með nákvæmu skoti við markteiginn. Nú var vel fagnað í Musterinu og öllum, og ekki síst Fernando sjálfum, var mjög létt við að sjá boltann í markinu fyrir framan Kop stúkuna!
Liverpool lék af miklum krafti næstu mínútur en náði ekki að bæta við marki sem hefði endanlega gert úr um leikinn. Gestirnir gerðu svo sem ekki neitt en þegar nær dró leikslokum fór að bera á taugaspennu í liði Liverpool enda eitt mark alltaf lítil forysta. Liverpool lenti þó aldrei í vandræðum en þó mátti lítið út af bera undir lokin þegar Martin sendi mjög fasta sendingu, af löngu færi, aftur á Jose sem gerði vel í að drepa boltann niður með brjóstkassanum. Eins gott var að enginn leikmaður Blackburn var nærri til að gera atlögu að Jose en þessi fasta sending hjá Slóvakanum var mjög undarleg. Stuðningsmenn Liverpool gátu sem betur fer fagnað sigri í fyrsta skipti í meira en mánuð!
Sigur Liverpool var aðeins með einu marki en hann hefði átt að vera miklu stærri miðað við gang leiksins og það voru veruleg batamerki á liðinu frá síðustu leikjum. Nú verður að halda áfram á sömu braut því Liverpoool er enn í fallsæti nú á fyrsta degi vetrar!
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Leiva, Meireles (Shelvey 89. mín.), Rodriguez, Gerrard, Cole (N’gog 78. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Jovanovic, Babel, Poulsen og Kelly.
Mörk Liverpool: Sotirios Kyrgiakos (48. mín.) og Fernando Torres (53. mín.).
Gul spjöld: Maxi Rodriguez og Raul Meireles
Blackburn Rovers: Robinson, Salgado, Jones, Givet, Olsson, Emerton, Nzonzi (Grella 33. mín.), Pedersen, El-Hadji Diouf, Dunn (Hoilett 67. mín.) og Kalinic (Benjani 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Bunn, Mwaruwari, Morris, Chimbonda og M. Diouf.
Mark Blackburn Rovers: Jamie Carragher, sm, (50. mín.).
Gul spjöld: Gael Givet, Martin Olsson og Vincenzo Grella.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.328.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Gríski tröllkarlinn var ekkert þægilegur í þessum leik. Hann var sterkur í vörninni og ógnaði markinu hinu megin í hvert skipti sem hann fór fram á völlinn. Það eru margir betri en Soto en barátta hans og ósérhlífni hafa aflað honum mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum Liverpool. Margir félaga hans gætu tekið hann sér til fyrirmyndar!
Roy Hodgson: Ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilaði. En eins og ég segi þá höfum við átt spretti áður en samt sem áður tapað leikjum eða gert jafntefli. Ég þori þess vegna ekki að fagna of mikið en vonandi erum við komnir á rétta braut. Leikmennirnir voru fullir af sjálfstrausti og létu boltann ganga sín á milli af miklu öryggi. Það var meiri hraði og ógnun í okkar leik en verið hefur. Ég er mjög ánægður með það.
Fróðleikur.
- Sotirios Kyrgiakos og Fernando Torres skoruðu báðir í annað sinn á þessu keppnistímabili.
- Fernando skoraði í fjórða sinn gegn Blackburn Rovers.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið sjö leiki í röð án sigurs.
- David Ngog lék sinn 70. leik. Í þeim hefur hann skorað 18 mörk.
- Sotirios Kyrgiakos lék sinn 30. leik og þriðja mark hans kom í leiknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá Gerry Marsden syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn.
Fulltrúar NESV, sem keyptu Liverpool F.C. fyrir viku, voru mættir á leik á Anfield Road í fyrsta sinn. Því miður var John W. Henry veikur heima en aðrir þeir sem komu frá Ameríku fengu sérstakt aukaatriði á sínum fyrsta leik þegar sjálfur Gerry Mardsen leiddi sönginn á You´ll Never Walk Alone áður en leikurinn hófst.
Söngurinn kraftmikli virtist hafa góð áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu af krafti. Leikmenn liðsins voru ákveðnir, hreyfanlegir og spilið gekk mun betur en í síðustu leikjum. Á 8. mínútu léku þeir Fernando Torres og Maxi Rodriguez laglega saman og samspil þeirra endaði með fyrirgjöf frá hægri sem rataði á Joe Cole. Paul Robinson, sem átti frábæran leik í marki Blackburn, varði á hinn bóginn skot hans af stuttu færi. Raul Meireles náði frákastinu en hann hitti ekki opið markið úr erfiðri aðstöðu. Joe hefði þó án vafa átt að skora þegar hann fékk boltann. Á 17. mínútu var gerð hörð hríð að marki Blackburn eftir horn frá Steven Gerrard og Sotirios Kyrgiakos átti skalla sem Paul gerði vel að slá yfir.
Liverpool átti leikinn með húð og hári og hver sóknin rak aðra en leikmenn Blackburn börðust vel að venju. Á 33. mínútu náði Liverpool eldsnöggri skyndisókn eftir horn gestanna. Jose Reina rúllaði boltanum út og eftir það gekk hann manna á milli fram völlinn þar til Steven fékk hann rétt utan vítateigs frá Raul. Fyrirliðinn smellhitti boltann en Paul verði meistaralega með því að henda sér til hliðar og slá í horn.
Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Liverpool enn einu sinn hornspyrnu. Boltinn barst út fyrir teig á Raul sem þrykkti að marki. Michael Salgado varð fyrir skotinu og steinlá. Aftur var horn og eftir það skallaði Sotorios aftur fyrir sig á Lucas Leiva en hann náði ekki að skalla boltann í markið af stuttu færi. Á lokamínútu hálfleiksins kom aftur gott færi þegar Steven sendi fyrir frá hægri en Maxi náði ekki almennilega til boltans uppi við markið. Ekkert mark var komið þegar dómarinn flautaði til hálfleiks en Liverpool hefði vel getað verið þremur mörkum yfir.
Síðari hálfleikuinn hófst með miklum látum. Á 48. mínútu tók Steven horn frá vinstri. Boltinn fór beint á höfuðið á Sotirios Kyrgiakos sem stangaði í markið. Boltinn fór af varnarmanni á línunni en Soto átti markið með húð og hári. Vissulega var sá gríski óvaldaður en markið var fallegt! Rétt á eftir var Liverpool nærri því að skora aftur eftir horn. Eftir atgang átti Maxi skot sem Paul varði en líklega hefði átt að dæma víti eftir bort á Sotirios.
Stuðningsmenn Liverpool voru auðvitað kátir með þetta allt en sá fögnuður stóð ekki lengi. Tveimur mínútum seinna komst Benjani Mwaruwari inn á vítateiginn hægra megin. Þar sneri hann Martin Skrtel af sér og gaf fyrir á El Hadji Diouf. Hann náði að koma boltanum fram hjá Jose Reina en allt virtist ætla að enda vel því Paul Konchesky bjargaði á marklínu. Heppnin var því miður með því hann sparkaði boltanum framan í Jamie Carragher og af honum endaði boltinn í markinu. Líklega fannst mörgum mörgum stuðningsmönnum Liverpool skárra að Jamie hafi skorað sjálfsmark en að El Hadji fengi markið skráð! Staðan var jöfn og það eftir fyrstu almennilegu sókn Blackburn!
Leikmenn Liverpool brotnuðu þó sem betur fer ekki við þetta áfall. Jose sýndi gott fordæmi og rauk fram völlinn með boltann til að taka miðjuna. Þrjár mínútur liðu og þriðja mark dagsins kom. Steven fékk boltann úti vinstra megin. Hann renndi honum á Joe sem lyfti boltanum vel fyrir markið á Fernando Torres sem skoraði óvaldaður með nákvæmu skoti við markteiginn. Nú var vel fagnað í Musterinu og öllum, og ekki síst Fernando sjálfum, var mjög létt við að sjá boltann í markinu fyrir framan Kop stúkuna!
Liverpool lék af miklum krafti næstu mínútur en náði ekki að bæta við marki sem hefði endanlega gert úr um leikinn. Gestirnir gerðu svo sem ekki neitt en þegar nær dró leikslokum fór að bera á taugaspennu í liði Liverpool enda eitt mark alltaf lítil forysta. Liverpool lenti þó aldrei í vandræðum en þó mátti lítið út af bera undir lokin þegar Martin sendi mjög fasta sendingu, af löngu færi, aftur á Jose sem gerði vel í að drepa boltann niður með brjóstkassanum. Eins gott var að enginn leikmaður Blackburn var nærri til að gera atlögu að Jose en þessi fasta sending hjá Slóvakanum var mjög undarleg. Stuðningsmenn Liverpool gátu sem betur fer fagnað sigri í fyrsta skipti í meira en mánuð!
Sigur Liverpool var aðeins með einu marki en hann hefði átt að vera miklu stærri miðað við gang leiksins og það voru veruleg batamerki á liðinu frá síðustu leikjum. Nú verður að halda áfram á sömu braut því Liverpoool er enn í fallsæti nú á fyrsta degi vetrar!
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Leiva, Meireles (Shelvey 89. mín.), Rodriguez, Gerrard, Cole (N’gog 78. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Jovanovic, Babel, Poulsen og Kelly.
Mörk Liverpool: Sotirios Kyrgiakos (48. mín.) og Fernando Torres (53. mín.).
Gul spjöld: Maxi Rodriguez og Raul Meireles
Blackburn Rovers: Robinson, Salgado, Jones, Givet, Olsson, Emerton, Nzonzi (Grella 33. mín.), Pedersen, El-Hadji Diouf, Dunn (Hoilett 67. mín.) og Kalinic (Benjani 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Bunn, Mwaruwari, Morris, Chimbonda og M. Diouf.
Mark Blackburn Rovers: Jamie Carragher, sm, (50. mín.).
Gul spjöld: Gael Givet, Martin Olsson og Vincenzo Grella.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.328.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Gríski tröllkarlinn var ekkert þægilegur í þessum leik. Hann var sterkur í vörninni og ógnaði markinu hinu megin í hvert skipti sem hann fór fram á völlinn. Það eru margir betri en Soto en barátta hans og ósérhlífni hafa aflað honum mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum Liverpool. Margir félaga hans gætu tekið hann sér til fyrirmyndar!
Roy Hodgson: Ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilaði. En eins og ég segi þá höfum við átt spretti áður en samt sem áður tapað leikjum eða gert jafntefli. Ég þori þess vegna ekki að fagna of mikið en vonandi erum við komnir á rétta braut. Leikmennirnir voru fullir af sjálfstrausti og létu boltann ganga sín á milli af miklu öryggi. Það var meiri hraði og ógnun í okkar leik en verið hefur. Ég er mjög ánægður með það.
Fróðleikur.
- Sotirios Kyrgiakos og Fernando Torres skoruðu báðir í annað sinn á þessu keppnistímabili.
- Fernando skoraði í fjórða sinn gegn Blackburn Rovers.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið sjö leiki í röð án sigurs.
- David Ngog lék sinn 70. leik. Í þeim hefur hann skorað 18 mörk.
- Sotirios Kyrgiakos lék sinn 30. leik og þriðja mark hans kom í leiknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá Gerry Marsden syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan