| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven vonast eftir bata
Steven Gerrard vonar að liðið hans muni nú hressast eftir sigurinn gegn Blackburn í gær. Hann telur að merki séu á lofti um að liðið hafi með þessum sigri hrokkið í gang.
,,Leikur liðsins skipti ekki öllu máli og mikilvægast var að við skyldum ná sigri. Það var samt mjög gott að við skyldum spila stórvel í 70 mínútur. Við eigum eftir að fara hratt upp stigatöfluna ef við höldum áfram á sömu braut."
,,Þessi þrjú stig hafa hresst alla mjög mikið. Það var frábært að sjá Fernando skora og svo lagði Joe Cole upp markið. Við verðum að nota tvo síðustu leiki sem ferska byrjun. Leikmennirnir hafa alls ekki falið sig á bak við atburði utan vallar. Staðreyndin er sú að við erum í þessum stað í deildinni vegna þess að við höfum ekki verið nógu góðir. Það hjálpar þó auðvitað til við að hressa okkur að það er búið að leysa ákveðin mál utan vallar og stuðningsmenn okkar eru ánægðir."
Einn sigur dugar þó skammt og Liverpool er ennþá í fallsæti. Steven veit þetta manna best.
,,Það er lykilatriði að ná góðri rispu. Nú kemur í ljós hvort við getum komið okkur í gang og það er sú áskorun sem liðið stendur frammi fyrir. Takist það verðum við snöggir að komast upp stigatöfluna. Þrír eða fjórir sigrar í röð munu koma okkur í mjög góða stöðu."
,,Leiktíðin er skammt á veg komin og það er fullt af leikjum eftir. Ef við spilum eins vel og við getum í útileiknum gegn Bolton eigum við eftir að standa okkur vel. Það er nóg komið og við viljum ná góðri rispu."
Vonandi gengur það eftir að Liverpool komist í gang eftir sigurinn í gær. Það voru ýmis batamerki á lofti í þeim leik og Steven og félagar hans verða nú að fylgja sigrinum eftir!
,,Leikur liðsins skipti ekki öllu máli og mikilvægast var að við skyldum ná sigri. Það var samt mjög gott að við skyldum spila stórvel í 70 mínútur. Við eigum eftir að fara hratt upp stigatöfluna ef við höldum áfram á sömu braut."
,,Þessi þrjú stig hafa hresst alla mjög mikið. Það var frábært að sjá Fernando skora og svo lagði Joe Cole upp markið. Við verðum að nota tvo síðustu leiki sem ferska byrjun. Leikmennirnir hafa alls ekki falið sig á bak við atburði utan vallar. Staðreyndin er sú að við erum í þessum stað í deildinni vegna þess að við höfum ekki verið nógu góðir. Það hjálpar þó auðvitað til við að hressa okkur að það er búið að leysa ákveðin mál utan vallar og stuðningsmenn okkar eru ánægðir."
Einn sigur dugar þó skammt og Liverpool er ennþá í fallsæti. Steven veit þetta manna best.
,,Það er lykilatriði að ná góðri rispu. Nú kemur í ljós hvort við getum komið okkur í gang og það er sú áskorun sem liðið stendur frammi fyrir. Takist það verðum við snöggir að komast upp stigatöfluna. Þrír eða fjórir sigrar í röð munu koma okkur í mjög góða stöðu."
,,Leiktíðin er skammt á veg komin og það er fullt af leikjum eftir. Ef við spilum eins vel og við getum í útileiknum gegn Bolton eigum við eftir að standa okkur vel. Það er nóg komið og við viljum ná góðri rispu."
Vonandi gengur það eftir að Liverpool komist í gang eftir sigurinn í gær. Það voru ýmis batamerki á lofti í þeim leik og Steven og félagar hans verða nú að fylgja sigrinum eftir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan