| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven hælir félögum sínum
Steven Gerrard sýndi mátt sinn þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Napolí í gærkvöldi og gerði út um leikinn með því að skora þrennu í síðari hálfleik. Honum var auðvitað hælt mikið eftir leikinn en hann lagði áherslu á þátt félaga sinna í þrennunni.
,,Framkvæmdastjórinn sagði við mig að í fullkomnum heimi myndi ég vera á varamannabekknum og fá hvíld. En við lentum marki undir og framkvæmdastjórinn bað mig að koma inn á og hjálpa strákunum að komast aftur inn í leikinn. Mér fannst við spila frábærlega vel í síðari hálfleik. Lucas var mjög ákveðinn þegar hann lagði upp markið og Jonno tók góða rispu þegar við fengum vítið. Ég gerði ekki allt einn míns liðs og allir skiluðu sínu. Ég er viss um að ég fæ allar fyrirsagnirnar en ég var ekki sá eini sem lagði sitt af mörkum."
Fyrsta markið sem Steven skoraði var alveg magnað. Fyrrum félagi hans, Andrea Dossena, sendi þá aftur á markmanninn sinn Morgan de Sanctis. Steven gerði atlögu að honum með meitlaðri tæklingu og kom boltanum í markið.
,,Í sambandi við fyrsta markið þá þýðir ekkert annað en að láta sig vaða og vona það besta þegar maður lendir í svona aðstöðu á móti einhverjum risa í markinu. Þetta var ekki nein snilld heldur mikil ákveðni og ég held að markmanninum hafi ekki litist á blikuna."
Hafi einhver haldið að Steven Gerrard væri dauður úr öllum æðum þá kom annað í ljós gegn Napolí. Enn einu sinni sýndi fyrirliðinn að hann er leikmaður í heimsklassa!
Hér eru myndir af þrennunni af vefsíðu BBC.
,,Framkvæmdastjórinn sagði við mig að í fullkomnum heimi myndi ég vera á varamannabekknum og fá hvíld. En við lentum marki undir og framkvæmdastjórinn bað mig að koma inn á og hjálpa strákunum að komast aftur inn í leikinn. Mér fannst við spila frábærlega vel í síðari hálfleik. Lucas var mjög ákveðinn þegar hann lagði upp markið og Jonno tók góða rispu þegar við fengum vítið. Ég gerði ekki allt einn míns liðs og allir skiluðu sínu. Ég er viss um að ég fæ allar fyrirsagnirnar en ég var ekki sá eini sem lagði sitt af mörkum."
Fyrsta markið sem Steven skoraði var alveg magnað. Fyrrum félagi hans, Andrea Dossena, sendi þá aftur á markmanninn sinn Morgan de Sanctis. Steven gerði atlögu að honum með meitlaðri tæklingu og kom boltanum í markið.
,,Í sambandi við fyrsta markið þá þýðir ekkert annað en að láta sig vaða og vona það besta þegar maður lendir í svona aðstöðu á móti einhverjum risa í markinu. Þetta var ekki nein snilld heldur mikil ákveðni og ég held að markmanninum hafi ekki litist á blikuna."
Hafi einhver haldið að Steven Gerrard væri dauður úr öllum æðum þá kom annað í ljós gegn Napolí. Enn einu sinni sýndi fyrirliðinn að hann er leikmaður í heimsklassa!
Hér eru myndir af þrennunni af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan