| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Cole gæti verið með gegn Stoke
Roy Hodgson segir að það gæti vel farið svo að Joe Cole spili gegn Stoke á morgun, laugardag. Cole meiddist þann 31. október gegn Bolton og fékk einnig flensu sem lengdi aðeins fjarveru hans.
Cole byrjaði að æfa aftur að fullu í þessari viku og læknaliðið er ánægt með framför hans - þó er ljóst að hann mun ekki spila leikinn nema að hann hafi náð sér að fullu.
Hodgson þarf að reyna að finna lausn á útivallarvandamáli Liverpool en aðeins hafa náðst tveir útisigrar á þessu ári, gegn Burnley í apríl, 4-0 og gegn Bolton nú nýverið. Hodgson viðurkennir að þetta sé klárlega ekki nógu gott.
,,Við erum komnir aftur til vinnu, aftur til æfinga og erum ákveðnir í því að við ætlum að vinna næsta leik," sagði Hodgson.
,,Það hefur verið ýmislegt í leikjum sem hefur bent til þess að hlutirnir eru ekki eins slæmir og fólk vill meina en úrslitin lita auðvitað alla umræðu. Stundum getur maður verið að vinna og haldið að vörnin og sóknin séu góð en í raun gæti þetta verið frekar lélegt. Svo getur maður tapað og eftir að maður hefur skoðað hlutina betur, þá sér maður að þeir voru fínir."
,,Við þurfum að komast á sigurbraut og vinna nokkra leiki í röð."
Skv. fréttum var Hodgson mjög reiður eftir leikinn við Wigan og sagði hann leikmönnum sínum að hann vildi ekki sjá svona frammistöðu gegn Stoke.
,,Við munum reyna að valda Stoke vandræðum og reyna að takast á við þau vandamál sem þeir reyna að skapa okkur - það er það eina sem við getum gert og við munum undirbúa okkur undir það," sagði Hodgson.
,,Eina leiðin til að finna lausnir á vandamálum okkar á útivelli er að spila vel. Ef við erum ekki í toppstandi þá eru engar töfralausnir."
Cole byrjaði að æfa aftur að fullu í þessari viku og læknaliðið er ánægt með framför hans - þó er ljóst að hann mun ekki spila leikinn nema að hann hafi náð sér að fullu.
Hodgson þarf að reyna að finna lausn á útivallarvandamáli Liverpool en aðeins hafa náðst tveir útisigrar á þessu ári, gegn Burnley í apríl, 4-0 og gegn Bolton nú nýverið. Hodgson viðurkennir að þetta sé klárlega ekki nógu gott.
,,Við erum komnir aftur til vinnu, aftur til æfinga og erum ákveðnir í því að við ætlum að vinna næsta leik," sagði Hodgson.
,,Það hefur verið ýmislegt í leikjum sem hefur bent til þess að hlutirnir eru ekki eins slæmir og fólk vill meina en úrslitin lita auðvitað alla umræðu. Stundum getur maður verið að vinna og haldið að vörnin og sóknin séu góð en í raun gæti þetta verið frekar lélegt. Svo getur maður tapað og eftir að maður hefur skoðað hlutina betur, þá sér maður að þeir voru fínir."
,,Við þurfum að komast á sigurbraut og vinna nokkra leiki í röð."
Skv. fréttum var Hodgson mjög reiður eftir leikinn við Wigan og sagði hann leikmönnum sínum að hann vildi ekki sjá svona frammistöðu gegn Stoke.
,,Við munum reyna að valda Stoke vandræðum og reyna að takast á við þau vandamál sem þeir reyna að skapa okkur - það er það eina sem við getum gert og við munum undirbúa okkur undir það," sagði Hodgson.
,,Eina leiðin til að finna lausnir á vandamálum okkar á útivelli er að spila vel. Ef við erum ekki í toppstandi þá eru engar töfralausnir."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan