| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap gegn Stoke
Liverpool heimsótti Stoke City á Britannia leikvanginn í síðasta leik laugardagsins í Úrvalsdeildinni. Heimamenn unnu sanngjarnan 2-0 sigur og fimmta tap Liverpool í deildinni því staðreynd.
Sotirios Kyrgiakos kom að nýju inn í vörn Liverpool á kostnað Martin Kelly en Jamie Carragher tók stöðu hægri bakvarðar þar sem Kyrgiakos og Martin Skrtel mynduðu miðvarðaparið. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá tveim síðustu leikjum.
Leikmenn Liverpool voru áhuga- og baráttulausir nánast allan leikinn og heimamenn gengu á lagið. Þeir byrjuðu mun betur og rétt um mínúta var liðin af leiknum þegar Kyrgiakos þurfti að kasta sér fyrir skot Ryan Shawcross við vítateigslínuna. Á fimmtu mínútu hefði dómari leiksins jafnvel getað dæmt vítaspyrnu þegar Maxi Rodriguez var í baráttu við Ricardo Fuller í vítateignum, Fuller féll eftir að Rodriguez keyrði frekar harkalega inní hann en ekkert var dæmt.
Fuller var svo skömmu síðar aftur mættur til leiks í vítateignum og náði hann að skapa sér pláss til að skjóta en skot hans fór vel yfir markið. Pepe Reina þurfti svo að vera vel á verði er Dean Whitehead þrumaði að marki fyrir utan vítateig, Reina gerði vel í að slá boltann aftur fyrir endamörk. Kenwyne Jones átti svo skalla framhjá markinu skömmu síðar og Whitehead var aftur á ferðinni með langskot sem að þessu sinni fór rétt framhjá markinu.
Gestirnir virtust bara bíða eftir því að heimamenn brutu ísinn og reyndu ekki mikið að sækja fram völlinn nema þá með háum sendingum fram á Torres sem klárlega virka ekki vel gegn hávöxnum varnarmönnum Stoke City. Sotirios Kyrgiakos átti þó skalla að marki eftir fast leikatriði sem varnarmenn Stoke náðu að hreinsa frá.
Áfram héldu Stoke menn að þjarma að Liverpool og þeir Jamie Carragher og Kyrgiakos þurftu að hafa sig alla við til að koma í veg fyrir að Jermaine Pennant næði að pota boltanum yfir marklínuna eftir enn eitt langt innkast frá Rory Delap, sem Robert Huth hafði fleytt áfram.
Eina ógnin sem Liverpool skapaði hinumegin á vellinum voru langskot frá Steven Gerrard og Raul Meireles en markvörður Stoke varði í bæði skiptin. Matthew Etherington hefði svo átt að gera betur á 34. mínútu þegar hann skaut framhjá úr góðu færi eftir undirbúning frá Kenwyne Jones. Staðan í hálfleik var því 0-0 og gestirnir heppnir að hafa náð að halda markinu hreinu í 45 mínútur.
Það tók svo Stoke aðeins 10 mínútur að skora mark í seinni hálfleik en langt innkast frá Rory Delap olli enn og aftur vandræðum í vítateignum. Engum varnarmanni tókst að hreinsa frá og endaði boltinn hjá Ricardo Fuller á markteig og eftir að hafa skotið í varnarmann náði hann boltanum aftur og sendi hann yfir línuna. Markið sem heimamenn áttu skilið var því komið og mikil fagnaðarlæti brutust út á vellinum. Þeir hefðu svo getað skorað annað mark stuttu síðar er Delap og Jones áttu báðir ágæt skot sem fóru framhjá.
Á 62. mínútu náðu gestirnir loksins ágætri sókn þegar Gerrard sendi á Kuyt sem var hægra megin í vítateignum. Hann sneri á einn varnarmann og sendi boltann á Maxi Rodriguez sem kom aðvífandi. Argentínumaðurinn náði ágætu skoti á markið en Begovic í marki Stoke náði að verja.
Roy Hodgson skipti Ryan Babel og David Ngog inná í síðari hálfleik en það breytti litlu, Babel átti skot af löngu færi sem fór framhjá. Á lokamínútunni skoraði svo Kenwyne Jones annað mark Stoke er hann fékk sendingu innfyrir, lék inní vítateiginn og setti boltann framhjá Reina í markinu. Í uppbótartíma fékk svo Lucas sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Etherington, hörmungar Liverpool í leiknum voru því fullkomnaðar þarna og heimamenn fögnuðu verðskulduðum sigri.
Stoke City: Begovic, Huth, Shawcross, Collins, Wilkinson, Delap, Whitehead, Etherington (Wilson, 90. mín.), Pennant, Jones, Fuller (Walkers, 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Sörensen, Higginbotham, Whelan, Tuncay Sanli og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mörk Stoke: Ricardo Fuller (56. mín.) og Kenwyne Jones (90. mín.).
Gul spjöld: Collins og Fuller.
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Lucas, Meireles (Ngog, 66. mín.), Gerrard, Kuyt, Rodriguez (Babel, 73. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Poulsen, Shelvey og Jovanovic.
Gul spjöld: Torres og Skrtel.
Rautt spjald: Lucas (vegna tveggja gulra spjalda á 58. mín. og 90. mín.)
Áhorfendur á Brittannia vellinum: 27.286.
Maður leiksins: Undirritaður getur ekki með nokkru móti valið einn leikmann sem mann leiksins að þessu sinni.
Roy Hodgson: ,,Ég er augljóslega vonsvikinn yfir því að góðu skriði okkar sé nú lokið. Það var hinsvegar alltaf vitað að þetta yrði erfitt hér. Við voru allt í lagi í fyrri hálfleik, við stóðumst pressuna sem innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur skapa. Þegar þeir hinsvegar skoruðu eftir enn eitt innkastið var ljóst að það yrði erfitt að koma sér inní leikinn. Ég vil ekki vera að koma með lélegar afsakanir. Við töpuðum fyrir sterku liði sem yfirbugaði okkur í styrkleika í nokkrum tilvikum."
- Liverpool féll niður í 11. sæti deildarinnar við tapið.
- Stoke komust upp fyrir Liverpool, eru með jafnmörg stig en betri markatölu.
- Liverpool hafa nú tapað fimm leikjum í deildinni.
- Aðeins fjórir leikir af 13 hafa unnist.
Sotirios Kyrgiakos kom að nýju inn í vörn Liverpool á kostnað Martin Kelly en Jamie Carragher tók stöðu hægri bakvarðar þar sem Kyrgiakos og Martin Skrtel mynduðu miðvarðaparið. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá tveim síðustu leikjum.
Leikmenn Liverpool voru áhuga- og baráttulausir nánast allan leikinn og heimamenn gengu á lagið. Þeir byrjuðu mun betur og rétt um mínúta var liðin af leiknum þegar Kyrgiakos þurfti að kasta sér fyrir skot Ryan Shawcross við vítateigslínuna. Á fimmtu mínútu hefði dómari leiksins jafnvel getað dæmt vítaspyrnu þegar Maxi Rodriguez var í baráttu við Ricardo Fuller í vítateignum, Fuller féll eftir að Rodriguez keyrði frekar harkalega inní hann en ekkert var dæmt.
Fuller var svo skömmu síðar aftur mættur til leiks í vítateignum og náði hann að skapa sér pláss til að skjóta en skot hans fór vel yfir markið. Pepe Reina þurfti svo að vera vel á verði er Dean Whitehead þrumaði að marki fyrir utan vítateig, Reina gerði vel í að slá boltann aftur fyrir endamörk. Kenwyne Jones átti svo skalla framhjá markinu skömmu síðar og Whitehead var aftur á ferðinni með langskot sem að þessu sinni fór rétt framhjá markinu.
Gestirnir virtust bara bíða eftir því að heimamenn brutu ísinn og reyndu ekki mikið að sækja fram völlinn nema þá með háum sendingum fram á Torres sem klárlega virka ekki vel gegn hávöxnum varnarmönnum Stoke City. Sotirios Kyrgiakos átti þó skalla að marki eftir fast leikatriði sem varnarmenn Stoke náðu að hreinsa frá.
Áfram héldu Stoke menn að þjarma að Liverpool og þeir Jamie Carragher og Kyrgiakos þurftu að hafa sig alla við til að koma í veg fyrir að Jermaine Pennant næði að pota boltanum yfir marklínuna eftir enn eitt langt innkast frá Rory Delap, sem Robert Huth hafði fleytt áfram.
Eina ógnin sem Liverpool skapaði hinumegin á vellinum voru langskot frá Steven Gerrard og Raul Meireles en markvörður Stoke varði í bæði skiptin. Matthew Etherington hefði svo átt að gera betur á 34. mínútu þegar hann skaut framhjá úr góðu færi eftir undirbúning frá Kenwyne Jones. Staðan í hálfleik var því 0-0 og gestirnir heppnir að hafa náð að halda markinu hreinu í 45 mínútur.
Það tók svo Stoke aðeins 10 mínútur að skora mark í seinni hálfleik en langt innkast frá Rory Delap olli enn og aftur vandræðum í vítateignum. Engum varnarmanni tókst að hreinsa frá og endaði boltinn hjá Ricardo Fuller á markteig og eftir að hafa skotið í varnarmann náði hann boltanum aftur og sendi hann yfir línuna. Markið sem heimamenn áttu skilið var því komið og mikil fagnaðarlæti brutust út á vellinum. Þeir hefðu svo getað skorað annað mark stuttu síðar er Delap og Jones áttu báðir ágæt skot sem fóru framhjá.
Á 62. mínútu náðu gestirnir loksins ágætri sókn þegar Gerrard sendi á Kuyt sem var hægra megin í vítateignum. Hann sneri á einn varnarmann og sendi boltann á Maxi Rodriguez sem kom aðvífandi. Argentínumaðurinn náði ágætu skoti á markið en Begovic í marki Stoke náði að verja.
Roy Hodgson skipti Ryan Babel og David Ngog inná í síðari hálfleik en það breytti litlu, Babel átti skot af löngu færi sem fór framhjá. Á lokamínútunni skoraði svo Kenwyne Jones annað mark Stoke er hann fékk sendingu innfyrir, lék inní vítateiginn og setti boltann framhjá Reina í markinu. Í uppbótartíma fékk svo Lucas sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Etherington, hörmungar Liverpool í leiknum voru því fullkomnaðar þarna og heimamenn fögnuðu verðskulduðum sigri.
Stoke City: Begovic, Huth, Shawcross, Collins, Wilkinson, Delap, Whitehead, Etherington (Wilson, 90. mín.), Pennant, Jones, Fuller (Walkers, 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Sörensen, Higginbotham, Whelan, Tuncay Sanli og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mörk Stoke: Ricardo Fuller (56. mín.) og Kenwyne Jones (90. mín.).
Gul spjöld: Collins og Fuller.
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Lucas, Meireles (Ngog, 66. mín.), Gerrard, Kuyt, Rodriguez (Babel, 73. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Poulsen, Shelvey og Jovanovic.
Gul spjöld: Torres og Skrtel.
Rautt spjald: Lucas (vegna tveggja gulra spjalda á 58. mín. og 90. mín.)
Áhorfendur á Brittannia vellinum: 27.286.
Maður leiksins: Undirritaður getur ekki með nokkru móti valið einn leikmann sem mann leiksins að þessu sinni.
Roy Hodgson: ,,Ég er augljóslega vonsvikinn yfir því að góðu skriði okkar sé nú lokið. Það var hinsvegar alltaf vitað að þetta yrði erfitt hér. Við voru allt í lagi í fyrri hálfleik, við stóðumst pressuna sem innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur skapa. Þegar þeir hinsvegar skoruðu eftir enn eitt innkastið var ljóst að það yrði erfitt að koma sér inní leikinn. Ég vil ekki vera að koma með lélegar afsakanir. Við töpuðum fyrir sterku liði sem yfirbugaði okkur í styrkleika í nokkrum tilvikum."
Fróðleikur:
- Liverpool féll niður í 11. sæti deildarinnar við tapið.
- Stoke komust upp fyrir Liverpool, eru með jafnmörg stig en betri markatölu.
- Liverpool hafa nú tapað fimm leikjum í deildinni.
- Aðeins fjórir leikir af 13 hafa unnist.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan