| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Gerrard sagði Kuyt hvar ætti að skjóta
Steven Gerrard gaf Dirk Kuyt leiðbeiningar um það hvar best væri að skjóta á Robert Green, ef svo færi að Liverpool fengi víti í leiknum gegn West Ham. Það borgaði sig.
Það sást í sjónvarpsútsendingu frá leiknum að eftir að Hollendingurinn hafði sett boltann í mitt markið af vítapunktinum hljóp hann beint í áttina að Steven Gerrard sem sat uppi í stúku og gaf honum þumalinn, eins og til að þakka fyrir sig. Aðspurður sagðist Kuyt hafa fengið góð ráð frá fyrirliða sínum fyrir leikinn.
,,Stevie er vanur að taka vítin og þess vegna kom hann til mín fyrir leikinn og benti mér á að það væri öruggast að setja boltann í mitt markið hjá Green, ef við fengjum víti. Ég hlýddi auðvitað fyrirliðanum þegar tækifærið kom, og það virkaði vel."
,,Við söknum allir Stevie og óskum þess að hann verði fljótur að ná sér af meiðslunum, en við spiluðum vel í dag og sýndum að við erum ekki bara tveggja manna lið eins og menn eru sífellt að tala um."
,,Glen skoraði gott mark, sem kom okkur á bragðið og við áttum margar fínar sóknir í leiknum og sköpuðum fullt af færum", sagði Dirk Kuyt eftir leikinn, ánægður með góðan sigur og þrjú dýrmæt stig.
Það sást í sjónvarpsútsendingu frá leiknum að eftir að Hollendingurinn hafði sett boltann í mitt markið af vítapunktinum hljóp hann beint í áttina að Steven Gerrard sem sat uppi í stúku og gaf honum þumalinn, eins og til að þakka fyrir sig. Aðspurður sagðist Kuyt hafa fengið góð ráð frá fyrirliða sínum fyrir leikinn.
,,Stevie er vanur að taka vítin og þess vegna kom hann til mín fyrir leikinn og benti mér á að það væri öruggast að setja boltann í mitt markið hjá Green, ef við fengjum víti. Ég hlýddi auðvitað fyrirliðanum þegar tækifærið kom, og það virkaði vel."
,,Við söknum allir Stevie og óskum þess að hann verði fljótur að ná sér af meiðslunum, en við spiluðum vel í dag og sýndum að við erum ekki bara tveggja manna lið eins og menn eru sífellt að tala um."
,,Glen skoraði gott mark, sem kom okkur á bragðið og við áttum margar fínar sóknir í leiknum og sköpuðum fullt af færum", sagði Dirk Kuyt eftir leikinn, ánægður með góðan sigur og þrjú dýrmæt stig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan