| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Eftir góðan sigur á botnliði West Ham um síðustu helgi má segja að erfiðara verkefni bíði nú en Liverpool heimsækir Tottenham á White Hart Lane í síðasta leik 15. umferðar Úrvalsdeildarinnar. Tottenham sitja í 6. sæti, eru með 22 stig og margir telja þá vera með eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar. Liverpool sitja í 9. sæti aðeins þremur stigum á eftir.
Tottenham hafa spilað 7 leiki á heimavelli á tímabilinu, unnið þrjá þeirra, gert 3 jafntefli og tapað einum. Árangur Liverpool á útivelli er ekki beysinn, 1 sigur, 2 jafntefli og 4 töp.
Ljóst er að þeir Steven Gerrard, Daniel Agger og Jay Spearing eru allir frá vegna meiðsla en Joe Cole gæti komið aftur inní byrjunarliðið þar sem hann hefur æft að fullu í þessari viku. Lucas hefur afplánað eins leiks bann og verður að teljast líklegt að hann fari beint inní byrjunarliðið á kostnað Christian Poulsen.
Liverpool eru mjög óaðlaðandi á útivelli, spila neikvætt og það er ekki gaman að horfa á þá. Hinsvegar eru Spurs algjör andstæða á heimavelli.
Þeir eru spennandi, hraðir og spila mjög árangursríka knattspyrnu. Eftir góðan 3-0 sigur á Bremen í miðri viku býst ég fastlega við því að þeir haldi áfram þessari góðu spilamennsku.
Harry Redknapp er með góðan hóp og mikla breidd - eina áhyggjuefni hans hefur verið að ná að tvinna saman Úrvalsdeildina og þátttöku liðsins í Meistaradeildinni.
Spá: 2:0.
- Þeir Fernando Torres, Jamie Carragher, Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn liðsins sem hafa spilað alla 14 deildarleikina til þessa.
- Fernando Torres er markahæstur í deildinni með 5 mörk.
- Jamie Carragher mun spila sinn 450. leik fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Hann hefur spilað alls 650 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
Fyrsti leikur Liverpool og Tottenham á leiktíðinni 2009-2010 fór fram á White Hart Lane. Benoit Assou-Ekotto skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti rétt fyrir hálfleik. Glen Johnson vann svo vítaspyrnu á 56. mínútu sem Steven Gerrard skoraði örugglega úr. Aðeins þremur mínútum síðar komust heimamenn aftur yfir og var þar að verki Sebastien Bassong í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Reyndist þetta vera sigurmarkið í leiknum og 2-1 tap Liverpool í fyrsta leik tímabilsins staðreynd. Á lokamínútunni hefði Liverpool átt að fá vítaspyrnu eða jafnvel tvær. Rafael Benítez og Sammy Lee voru ákærðir fyrir að sýna vanvirðingu þegar þeir kvörtuðu fyir sjóndepru dómaraliðsins eftir leik.
Tottenham hafa spilað 7 leiki á heimavelli á tímabilinu, unnið þrjá þeirra, gert 3 jafntefli og tapað einum. Árangur Liverpool á útivelli er ekki beysinn, 1 sigur, 2 jafntefli og 4 töp.
Ljóst er að þeir Steven Gerrard, Daniel Agger og Jay Spearing eru allir frá vegna meiðsla en Joe Cole gæti komið aftur inní byrjunarliðið þar sem hann hefur æft að fullu í þessari viku. Lucas hefur afplánað eins leiks bann og verður að teljast líklegt að hann fari beint inní byrjunarliðið á kostnað Christian Poulsen.
Tottenham v Liverpool
Liverpool eru mjög óaðlaðandi á útivelli, spila neikvætt og það er ekki gaman að horfa á þá. Hinsvegar eru Spurs algjör andstæða á heimavelli.
Þeir eru spennandi, hraðir og spila mjög árangursríka knattspyrnu. Eftir góðan 3-0 sigur á Bremen í miðri viku býst ég fastlega við því að þeir haldi áfram þessari góðu spilamennsku.
Harry Redknapp er með góðan hóp og mikla breidd - eina áhyggjuefni hans hefur verið að ná að tvinna saman Úrvalsdeildina og þátttöku liðsins í Meistaradeildinni.
Spá: 2:0.
Til minnis !
- Þeir Fernando Torres, Jamie Carragher, Jose Reina og Martin Skrtel eru einu leikmenn liðsins sem hafa spilað alla 14 deildarleikina til þessa.
- Fernando Torres er markahæstur í deildinni með 5 mörk.
- Jamie Carragher mun spila sinn 450. leik fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Hann hefur spilað alls 650 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.
Síðast á White Hart Lane !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan