| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap í höfuðborginni
Liverpool tapaði enn einum útileiknum á tímabilinu, nú gegn Tottenham 2-1. Þetta var þriðji 2-1 tapleikur liðsins í röð á White Hart Lane. Frammistaða liðsins var þó mun betri í þessum leik miðað við aðra útileiki á tímabilinu.
Roy Hodgson setti Lucas að nýju í byrjunarliðið á kostnað Christian Poulsen og var það eina breytingin frá leiknum við West Ham. Búist var við því að Joe Cole myndi að minnsta kosti vera á bekknum en hann meiddist lítillega á æfingu á laugardeginum og því var ákveðið að taka ekki áhættu með hann.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og leikmenn Liverpool virtust vel undirbúnir eftir viku frí. Heimamenn fengu þó fyrsta færið eftir aðeins fimm mínútur þegar Aaron Lennon fór auðveldlega framhjá Paul Konchesky hægra megin og sendi boltann út í teiginn. Þar náði Luca Modric skoti að marki en það var laust og Reina greip boltann.
Fernando Torres náði svo góðri sendingu innfyrir vörn Tottenham og Maxi Rodriguez virtist vera kominn einn í gegn en aðstoðardómarinn hafði flaggað vegna rangstöðu, var það réttilega dæmt. Gestirnir virtust aðeins beittari og Maxi Rodriguez átti skot frá vinstra vítateigshorninu sem flaug rétt framhjá.
Á 12. mínútu þurfti svo Rafael Van Der Vaart að fara af velli hjá Tottenham vegna meiðsla og inná kom Jermaine Defoe. Hann byrjaði strax á því að ógna og reyndi hann að skjóta að marki en Reina varði nokkuð auðveldlega. Skömmu síðar sendi svo Gareth Bale boltann fyrir markið og þar var Peter Crouch mættur en hann hitti ekki boltann. Hinumegin á vellinum skaut Maxi að marki, skotið var gott en Gomes markvörður varði skotið í horn.
Heimamenn hefðu svo átt að skora eftir um hálftíma leik þegar Modric komst upp að endamörkum hægra megin eftir langt innkast, hann sendi boltann fyrir markið þar sem Reina sló hann út í vítateiginn. Jermaine Defoe hafði allt markið nánast opið fyrir framan sig en meistari Jamie Carragher gerði frábærlega vel þegar hann komst fyrir skotið og hættunni var þar með bægt frá. Raul Meireles var næstur á mælendaskrá, hann skaut að marki af 30 metra færi og Gomes rétt náði að slá í boltann þannig að hann rúllaði framhjá, Brasilíumaðurinn í markinu mætti prísa sig sælan þar að hafa ekki varið boltann inní markið.
Á 42. mínútu brotnaði svo ísinn, brotið var á Ngog á miðjum vallarhelmingi Tottenham. Meireles tók spyrnuna og Martin Skrtel náði að skalla boltann, boltinn fór í bakið á David Ngog og datt niður í vítateiginn. Skrtel var fyrstu til að átta sig, náði skoti og boltinn lenti í netinu. Vel gert og markinu var vel fagnað. Skömmu síðar hefði Maxi Rodriguez átt að koma Liverpool í 2-0 er Torres sendi hann einan í gegn. Maxi var eitthvað að drolla með boltann í stað þess að skjóta strax og færið fór forgörðum. Tími var fyrir eitt færi í viðbót þegar Lucas sendi Torres upp völlinn vinstra megin, hann virtist vera að komast í gott skotfæri en Bassong í vörninni náði að senda boltann í horn.
Flautað var til hálfleiks og gestirnir gátu verið ánægðir með forystuna en hún hefði þó mátt vera stærri.
Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar Torres komst aftur í svipað færi en aftur var það Bassong sem kom í veg fyrir að Spánverjinn næði skoti og boltinn barst til Gomes í markinu. Heimamenn sem eru þekktir fyrir það að skora mörg mörk á heimavelli og þá sérstaklega í síðari hálfleik vöknuðu við þetta og Raul Meireles gerði mjög vel þegar hann skallaði skot Bale af línunni. Eftir klukkutíma leik dæmdi slakur dómari leiksins aukaspyrnu á Jamie Carragher fyrir hindrun á Defoe. Augljóst var að Carragher var með augun á boltanum og var ekki að reyna að hindra Defoe í hlaupi sínu. Bale tók aukaspyrnuna og David Ngog lyfti upp höndum þegar hann hoppaði og boltinn fór í vinstri höndina. Dómarinn gat lítið annað en dæmt vítaspyrnu og Defoe fór á punktinn. Hann hélt áfram að vera mistækur upp við markið og þrumaði boltanum framhjá markinu. Gestirnir gátu þarna prísað sig sæla við að hafa ekki fengið á sig jöfnunarmarkið en það má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt.
Á 65. mínútu náðu svo heimamenn að jafna leikinn. Boltinn barst fram til Modric og hann bókstaflega stakk þá Glen Johnson og Jamie Carragher af í hlaupi sínu inn í teiginn. Hann sendi boltan fyrir markið og Martin Skrtel, sem reyndi að koma í veg fyrir að Peter Crouch næði til boltans, setti boltann því miður í eigið mark.
Leikmenn Liverpool brotnuðu ekki við þetta og reyndu hvað þeir gátu til að sækja áfram. Tuttugu mínútum fyrir leikslok hefði með réttu átt að dæma vítaspyrnu þegar Assou-Ekotto tæklaði Dirk Kuyt niður í vítateignum, augljóst brot en Martin Atkinson dæmdi ekki neitt !
Á 87. mínútu þurfti svo Jamie Carragher að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, hann hafði farið úr axlarlið og ljóst er að hann verður frá keppni í einhverjar vikur.
Bæði lið vildu ná sigrinum, Bale átti skot við nærstöng sem Reina gerði vel í að verja og Raul Meireles þrumaði að marki af löngu færi og boltinn smaug framhjá stönginni. Á 92. mínútu kom svo sigumarkið og því miður voru það heimamenn sem náðu því. Löng sending kom fram völlinn og Peter Crouch náði að flikka boltanum áfram, þar kom Aaron Lennon aðvífandi, komst einn gegn Reina og setti boltann í markið. Allt varð vitlaust hjá stuðningsmönnum Tottenham og ljóst var að sigurinn var tryggður.
Sárgrætilegt tap var staðreynd en ef litið er á björtu hliðarnar spilaði liðið ekki illa þegar á heildina er litið.
Tottenham: Gomes, Kaboul (Bassong, 36. mín.), Gallas, Assou-Ekotto, Hutton, Modric, Palacios, Van Der Vaart (Defoe, 12. mín., Sandro, 90. mín.), Bale, Lennon, Crouch. Ónotaðir varamenn: Cudicini, Corluka, Kranjcar og Pavlyuchenko.
Mörk Tottenham: Skrtel (65. mín), sjálfsmark, Lennon (90 + 2 mín.).
Liverpool: Reina, Skrtel, Carragher (Kyrgiakos 87. mín.), Konchesky, Johnson, Lucas, Meireles, Rodriguez, Kuyt, Ngog (Aurelio, 75. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Shelvey, Jovanovic og Babel.
Mark Liverpool: Martin Skrtel (42. mín.).
Gul spjöld: Konchesky, Carragher, Skrtel, Johnson og Meireles.
Maður leiksins: Jamie Carragher stóð fyrir sínu í vörn Liverpool og menn spyrja sig að því hvort hann hefði jafnvel náð að koma í veg fyrir sigurmark heimamanna í lokin. Þetta var leikur númer 450 hjá Carra í Úrvalsdeildinni.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög vonsvikinn því mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Þetta var sérstaklega svekkjandi því markið kom á þeim tíma þegar við þurftum að endurskipuleggja vörnina okkar eftir að Carragher fór útaf meiddur. Það er virkilega sárt að hafa ekki fengið neitt útúr þessum leik og jafnframt að hafa misst okkar helsta varnarmann í meiðsli."
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Þetta var aðeins hans annað mark fyrir félagið.
- Þriðja árið í röð tapaði Liverpool á White Hart Lane 2-1.
- Jamie Carragher spilaði sinn 450. leik fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Pepe Reina spilaði sinn 280. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Liverpool sitja nú í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Manchester City sem sitja í fjórða sæti.
- Aðeins einn sigur hefur unnist á útivelli á tímabilinu.
Roy Hodgson setti Lucas að nýju í byrjunarliðið á kostnað Christian Poulsen og var það eina breytingin frá leiknum við West Ham. Búist var við því að Joe Cole myndi að minnsta kosti vera á bekknum en hann meiddist lítillega á æfingu á laugardeginum og því var ákveðið að taka ekki áhættu með hann.
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og leikmenn Liverpool virtust vel undirbúnir eftir viku frí. Heimamenn fengu þó fyrsta færið eftir aðeins fimm mínútur þegar Aaron Lennon fór auðveldlega framhjá Paul Konchesky hægra megin og sendi boltann út í teiginn. Þar náði Luca Modric skoti að marki en það var laust og Reina greip boltann.
Fernando Torres náði svo góðri sendingu innfyrir vörn Tottenham og Maxi Rodriguez virtist vera kominn einn í gegn en aðstoðardómarinn hafði flaggað vegna rangstöðu, var það réttilega dæmt. Gestirnir virtust aðeins beittari og Maxi Rodriguez átti skot frá vinstra vítateigshorninu sem flaug rétt framhjá.
Á 12. mínútu þurfti svo Rafael Van Der Vaart að fara af velli hjá Tottenham vegna meiðsla og inná kom Jermaine Defoe. Hann byrjaði strax á því að ógna og reyndi hann að skjóta að marki en Reina varði nokkuð auðveldlega. Skömmu síðar sendi svo Gareth Bale boltann fyrir markið og þar var Peter Crouch mættur en hann hitti ekki boltann. Hinumegin á vellinum skaut Maxi að marki, skotið var gott en Gomes markvörður varði skotið í horn.
Heimamenn hefðu svo átt að skora eftir um hálftíma leik þegar Modric komst upp að endamörkum hægra megin eftir langt innkast, hann sendi boltann fyrir markið þar sem Reina sló hann út í vítateiginn. Jermaine Defoe hafði allt markið nánast opið fyrir framan sig en meistari Jamie Carragher gerði frábærlega vel þegar hann komst fyrir skotið og hættunni var þar með bægt frá. Raul Meireles var næstur á mælendaskrá, hann skaut að marki af 30 metra færi og Gomes rétt náði að slá í boltann þannig að hann rúllaði framhjá, Brasilíumaðurinn í markinu mætti prísa sig sælan þar að hafa ekki varið boltann inní markið.
Á 42. mínútu brotnaði svo ísinn, brotið var á Ngog á miðjum vallarhelmingi Tottenham. Meireles tók spyrnuna og Martin Skrtel náði að skalla boltann, boltinn fór í bakið á David Ngog og datt niður í vítateiginn. Skrtel var fyrstu til að átta sig, náði skoti og boltinn lenti í netinu. Vel gert og markinu var vel fagnað. Skömmu síðar hefði Maxi Rodriguez átt að koma Liverpool í 2-0 er Torres sendi hann einan í gegn. Maxi var eitthvað að drolla með boltann í stað þess að skjóta strax og færið fór forgörðum. Tími var fyrir eitt færi í viðbót þegar Lucas sendi Torres upp völlinn vinstra megin, hann virtist vera að komast í gott skotfæri en Bassong í vörninni náði að senda boltann í horn.
Flautað var til hálfleiks og gestirnir gátu verið ánægðir með forystuna en hún hefði þó mátt vera stærri.
Síðari hálfleikurinn var ekki gamall þegar Torres komst aftur í svipað færi en aftur var það Bassong sem kom í veg fyrir að Spánverjinn næði skoti og boltinn barst til Gomes í markinu. Heimamenn sem eru þekktir fyrir það að skora mörg mörk á heimavelli og þá sérstaklega í síðari hálfleik vöknuðu við þetta og Raul Meireles gerði mjög vel þegar hann skallaði skot Bale af línunni. Eftir klukkutíma leik dæmdi slakur dómari leiksins aukaspyrnu á Jamie Carragher fyrir hindrun á Defoe. Augljóst var að Carragher var með augun á boltanum og var ekki að reyna að hindra Defoe í hlaupi sínu. Bale tók aukaspyrnuna og David Ngog lyfti upp höndum þegar hann hoppaði og boltinn fór í vinstri höndina. Dómarinn gat lítið annað en dæmt vítaspyrnu og Defoe fór á punktinn. Hann hélt áfram að vera mistækur upp við markið og þrumaði boltanum framhjá markinu. Gestirnir gátu þarna prísað sig sæla við að hafa ekki fengið á sig jöfnunarmarkið en það má segja að réttlætinu hafi verið fullnægt.
Á 65. mínútu náðu svo heimamenn að jafna leikinn. Boltinn barst fram til Modric og hann bókstaflega stakk þá Glen Johnson og Jamie Carragher af í hlaupi sínu inn í teiginn. Hann sendi boltan fyrir markið og Martin Skrtel, sem reyndi að koma í veg fyrir að Peter Crouch næði til boltans, setti boltann því miður í eigið mark.
Leikmenn Liverpool brotnuðu ekki við þetta og reyndu hvað þeir gátu til að sækja áfram. Tuttugu mínútum fyrir leikslok hefði með réttu átt að dæma vítaspyrnu þegar Assou-Ekotto tæklaði Dirk Kuyt niður í vítateignum, augljóst brot en Martin Atkinson dæmdi ekki neitt !
Á 87. mínútu þurfti svo Jamie Carragher að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, hann hafði farið úr axlarlið og ljóst er að hann verður frá keppni í einhverjar vikur.
Bæði lið vildu ná sigrinum, Bale átti skot við nærstöng sem Reina gerði vel í að verja og Raul Meireles þrumaði að marki af löngu færi og boltinn smaug framhjá stönginni. Á 92. mínútu kom svo sigumarkið og því miður voru það heimamenn sem náðu því. Löng sending kom fram völlinn og Peter Crouch náði að flikka boltanum áfram, þar kom Aaron Lennon aðvífandi, komst einn gegn Reina og setti boltann í markið. Allt varð vitlaust hjá stuðningsmönnum Tottenham og ljóst var að sigurinn var tryggður.
Sárgrætilegt tap var staðreynd en ef litið er á björtu hliðarnar spilaði liðið ekki illa þegar á heildina er litið.
Tottenham: Gomes, Kaboul (Bassong, 36. mín.), Gallas, Assou-Ekotto, Hutton, Modric, Palacios, Van Der Vaart (Defoe, 12. mín., Sandro, 90. mín.), Bale, Lennon, Crouch. Ónotaðir varamenn: Cudicini, Corluka, Kranjcar og Pavlyuchenko.
Mörk Tottenham: Skrtel (65. mín), sjálfsmark, Lennon (90 + 2 mín.).
Liverpool: Reina, Skrtel, Carragher (Kyrgiakos 87. mín.), Konchesky, Johnson, Lucas, Meireles, Rodriguez, Kuyt, Ngog (Aurelio, 75. mín.), Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Shelvey, Jovanovic og Babel.
Mark Liverpool: Martin Skrtel (42. mín.).
Gul spjöld: Konchesky, Carragher, Skrtel, Johnson og Meireles.
Maður leiksins: Jamie Carragher stóð fyrir sínu í vörn Liverpool og menn spyrja sig að því hvort hann hefði jafnvel náð að koma í veg fyrir sigurmark heimamanna í lokin. Þetta var leikur númer 450 hjá Carra í Úrvalsdeildinni.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög vonsvikinn því mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Þetta var sérstaklega svekkjandi því markið kom á þeim tíma þegar við þurftum að endurskipuleggja vörnina okkar eftir að Carragher fór útaf meiddur. Það er virkilega sárt að hafa ekki fengið neitt útúr þessum leik og jafnframt að hafa misst okkar helsta varnarmann í meiðsli."
Fróðleikur:
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Þetta var aðeins hans annað mark fyrir félagið.
- Þriðja árið í röð tapaði Liverpool á White Hart Lane 2-1.
- Jamie Carragher spilaði sinn 450. leik fyrir félagið í Úrvalsdeildinni.
- Pepe Reina spilaði sinn 280. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Liverpool sitja nú í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Manchester City sem sitja í fjórða sæti.
- Aðeins einn sigur hefur unnist á útivelli á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan