Mark spáir í spilin
Nú munu veðbankar líklega hefja nýja herferð. Hún mun örugglega snúast um hver verði næsti framkvæmdastjóri til að verða atvinnulaus. Roy Hodgson hefur styrkst í starfi síðustu vikurnar en hann og aðrir sem sinna þessu ótrygga starfi vita að það er stutt á milli gæfu og ógæfu!
Newcastle United v Liverpool
Megi Alan Pardew vegna vel. Það er ekki honum að kenna að hann hafi verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Newcastle. Það eru þeir sem réðu hann sem líta illa út eftir að hafa rekið Chris Hughton. Stuðningsmenn Skjóranna eru ekki kátir. Það er svo sem ekkert nýtt að ógleði hafi sótt á þá á valdatíma eigandans Mike Ashley en þeir ættu samt að styðja við bakið á Alan. Hans vandi er sá að hann þarf að hefja sigurgöngu á stundinni til að vinna ósátta stuðningsmenn á sitt band.
Núna mæta þeir liði Liverpool sem hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið. Maður þorir varla að segja það en í fjarveru þeirra Fernando Torres, Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa sumir í liðinu stigið fram og tekið á sig aukna ábyrgð. Stuðningsmenn Liverpool ættu ekki að eyða miklum tíma í að skoða útivallarárangur þeirra Rauðu. Hann er sérlega slakur en ég held að þeir eigi eftir að krækja í stig í þetta sinn.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.
- David Ngog hefur skorað átta mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.
- Hann hefur verið markahæsti leikmaður Liverpool frá fyrsta leik leiktíðar í júlí.
- Newcastle United vann næst efstu deild á síðasta keppnistímabili.
- Alan Pardew stjórnar Newcastle í fyrsta sinn.
Síðast!
Liðin mættust ekki á síðasta keppnistímabili því þau léku ekki í sömu deild. En á þar síðasta tímabili vann Liverpool stórsigur 5:1 á St James Park. Steven Gerrard skoraði tvívegis og þeir Sami Hyypia, Ryan Babel og Xabi Alonso með víti komust líka á blað. Liverpool fór á toppinn og Steven Gerrard fór að skemmta sér um kvöldið!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!