| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Blackpool leikurinn í hættu
Miðað við veðurhorfur næstu daga á Englandi eru ekki taldar miklar líkur á því að leikur Blackpool og Liverpool geti farið fram á annan jóladag.
Vetrarhörkurnar á Englandi settu mikinn svip á Úrvalsdeildina um síðustu helgi og fóru okkar menn ekki varhluta af því. Sky Sports News greinir frá því að forráðamenn Úrvalsdeildarinnar séu nú þegar svartsýnir á að leikur Blackpool og Liverpool á 2. í jólum geti farið fram.
Heimavöllur Blackpool, Bloomfield Road, er ekki útbúinn með hitalögn, eins og aðrir vellir í deildinni og því er erfiðara að halda honum í leikhæfu ástandi en öðrum völlum. Miklar frosthörkur og snjókoma í norðurhluta Englands gera það að verkum að litlar líkur eru nú taldar á að leikurinn geti farið fram.
Síðustu tveimur heimaleikjum Blackpool, gegn Manchester United og Tottenham, var frestað vegna ástands vallarins og Blackpool á nú þegar í viðræðum við forráðamenn Úrvalsdeildarinnar um ráðstafanir til að meta ástand vallarins fyrir leikinn á sunnudaginn.
,,Við getum nær örugglega tryggt að völlurinn verði leikfær í byrjun leiks, en það er erfiðara fyrir okkur að tryggja að hann haldist leikfær út leikinn", segir Karl Oyston formaður Blackpool í viðtali við Sky Sports.
,,Við erum með yfirbreiðslu á vellinum sem heldur honum heitum en við getum ekki vitað með vissu hversu lengi yfirborð vallarins helst leikfært, eftir að dúkurinn hefur verið tekinn af. Það væri verra ef völlurinn væri orðinn klakastykki í síðari hálfleik."
,,Við eigum í viðræðum við forráðamenn Úrvalsdeildarinnar um það hvaða ráðum er hægt að beita til að meta ástand vallarins. Ef hægt er að tryggja að völlurinn haldist leikfær í 90 mínútur þá getur leikurinn farið fram, annars ekki. Við sjáum hvað setur."
Vetrarhörkurnar á Englandi settu mikinn svip á Úrvalsdeildina um síðustu helgi og fóru okkar menn ekki varhluta af því. Sky Sports News greinir frá því að forráðamenn Úrvalsdeildarinnar séu nú þegar svartsýnir á að leikur Blackpool og Liverpool á 2. í jólum geti farið fram.
Heimavöllur Blackpool, Bloomfield Road, er ekki útbúinn með hitalögn, eins og aðrir vellir í deildinni og því er erfiðara að halda honum í leikhæfu ástandi en öðrum völlum. Miklar frosthörkur og snjókoma í norðurhluta Englands gera það að verkum að litlar líkur eru nú taldar á að leikurinn geti farið fram.
Síðustu tveimur heimaleikjum Blackpool, gegn Manchester United og Tottenham, var frestað vegna ástands vallarins og Blackpool á nú þegar í viðræðum við forráðamenn Úrvalsdeildarinnar um ráðstafanir til að meta ástand vallarins fyrir leikinn á sunnudaginn.
,,Við getum nær örugglega tryggt að völlurinn verði leikfær í byrjun leiks, en það er erfiðara fyrir okkur að tryggja að hann haldist leikfær út leikinn", segir Karl Oyston formaður Blackpool í viðtali við Sky Sports.
,,Við erum með yfirbreiðslu á vellinum sem heldur honum heitum en við getum ekki vitað með vissu hversu lengi yfirborð vallarins helst leikfært, eftir að dúkurinn hefur verið tekinn af. Það væri verra ef völlurinn væri orðinn klakastykki í síðari hálfleik."
,,Við eigum í viðræðum við forráðamenn Úrvalsdeildarinnar um það hvaða ráðum er hægt að beita til að meta ástand vallarins. Ef hægt er að tryggja að völlurinn haldist leikfær í 90 mínútur þá getur leikurinn farið fram, annars ekki. Við sjáum hvað setur."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan