| Sf. Gutt
TIL BAKA
Steven mætir til leiks
Steven Gerrard mætir til leiks í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Wolves á Anfield Road. Fyrirliðinn hefur ekki leikið frá því hann tognaði aftan í læri í nóvember í landsleik Englands og Frakklands. Steven var reyndar leikfær fyrir leik Liverpool og Fulham sem átti að fara fram núna fyrir jólin en þeim leik var frestað. Leik Liverpool í Blackpool á öðrum degi jóla var líka frestað og því hefur Steven fengið enn betri hvíld sem ætti að vera til bóta.
Annars verða allir bestu leikmenn Liverpool, utan Jamie Carragher og Jay Spearing, til taks í kvöld. Daniel Agger er meira að segja tilbúinn í slaginn en hann hefur ekki leikið vegna meiðsla á kálfa frá því í lok september.
Liverpool hefur ekki leikið einn einasta leik frá því 15. desember þegar liðið mætti Utrecht í Evrópudeildinni. Í þeim leik voru margir lykilmenn liðsins hvíldir og þeir hafa því ekki spilað frá því 11. desember þegar liðið mátti lúta í gras fyrir Newcastle á St James Park. Hvíldin ætti að hafa verið mönnum góð og ekki hefur spillt fyrir að menn gátu verið meira með fjölskyldum sínum á jólunum en venjulega.
Krafa okkar stuðningsmanna Liverpool er sú að liðið okkar endi þetta erfiða ár með tilþrifum og vinni stórsigur. Við eigum skilið að fá svolitla upplyftingu núna í lok ársins.
Þess má geta að tveggja fyrrum leikmanna Liverpool, Avi Cohen og Bill Jones, verður minnst fyrir leikinn í kvöld með lófataki. Avi lést í gær en Bill á öðrum degi jóla.
Annars verða allir bestu leikmenn Liverpool, utan Jamie Carragher og Jay Spearing, til taks í kvöld. Daniel Agger er meira að segja tilbúinn í slaginn en hann hefur ekki leikið vegna meiðsla á kálfa frá því í lok september.
Liverpool hefur ekki leikið einn einasta leik frá því 15. desember þegar liðið mætti Utrecht í Evrópudeildinni. Í þeim leik voru margir lykilmenn liðsins hvíldir og þeir hafa því ekki spilað frá því 11. desember þegar liðið mátti lúta í gras fyrir Newcastle á St James Park. Hvíldin ætti að hafa verið mönnum góð og ekki hefur spillt fyrir að menn gátu verið meira með fjölskyldum sínum á jólunum en venjulega.
Krafa okkar stuðningsmanna Liverpool er sú að liðið okkar endi þetta erfiða ár með tilþrifum og vinni stórsigur. Við eigum skilið að fá svolitla upplyftingu núna í lok ársins.
Þess má geta að tveggja fyrrum leikmanna Liverpool, Avi Cohen og Bill Jones, verður minnst fyrir leikinn í kvöld með lófataki. Avi lést í gær en Bill á öðrum degi jóla.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan