| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ömurlegur endir á erfiðu ári!
Hafi stuðningsmenn Liverpool haldið að liðið þeirra myndi gleðja þá í árslokin þá varð þeim ekki að ósk sinni. Þess í stað var boðið upp á lélgasta leikinn af öllum slökum á þessari leiktíð og Úlfarnir fóru kátir heim eftir 0:1 sigur á Anfield Road. Já, lengi getur vont versnað!
Stuðningsmenn Liverpool áttu nú kannski von á kraftmikilli byrjun sinna manna enda voru þeir úthvíldir eftir að síðustu tveimur leikjum hafði verið frestað. Svo var Steven Gerrard mættur! En allt kom fyrir ekki. Menn hreyfðust varla úr sporunum og það var eins og leikmennirnir væru að koma úr einhverri hroðalegri þrekraun. Úlfarnir sem léku fyrir tveimur dögum voru ljónsprækir og börðust eins og hundar!
Liverpool hefði átt að komast yfir eftir rúmar fimm mínútur. Fernando Torres var þá snöggur að taka aukaspyrnu. Hann sendi góða sendingu inn á vítateiginn þar sem Raul Meireles fékk boltann einn á auðum sjó gegn Wayne Hennessey markmanni Wolves. Skotið hjá Raul var algjörlega misheppnað og fór beint á Wayne. Þetta var í eina skiptið sem Liverpool ógnaði marki Wolves af einhverju viti í leiknum! Tíðindalaust var það sem eftir var af hálfleiknum.
Úlfarnir færðu sig upp á skaftið í upphafi síðari hálfleiks enda fengu þeir frið til að leika lausum hala. Þeir komust yfir á 56. mínútu. Sylvan Ebanks-Blake sendi á Stephen Ward sem slapp inn á vítateignn, eftir að miðverðir Liverpool höfðu þvælst fyrir hvor öðrum. Stephen renndi boltanum framhjá Jose Reina og það hafði gerst sem enginn reiknaði með eða hvað? Botnliðið hafði komist yfir og það verðskuldað. Það var nógur tími til leiksloka en leikmenn Liverpool sýndu ekki neitt. Varamenn voru sendir til leiks en það breytti engu. Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Martin Skrtel með skalla eftir aukaspyrnu en hann var dæmdur rangstæður. Andleysið var algjört og Úlfarnir vörðu sinn hlut alltof auðveldlega. Kóngurinn var ákallaður og Roy Hodgson fékk að heyra það. Ömurlegur endir á erfiðu ári varð staðreynd!
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky (Aurelio 73. mín.), Kyrgiakos, Skrtel, Meireles (Cole 73. mín.), Gerrard, Leiva, Torres, Kuyt og Ngog (Babel 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Rodriguez og Poulsen.
Gult spjald: Glen Johnson.
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Elokobi, Stearman, Ward (Fletcher 78. mín.), Berra, Zubar, Foley, Hunt, Jarvis (Edwards 89. mín.), Milijas og Ebanks-Blake. Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Batth, Jones, Mujangi Bia og Bent.
Mark Wolves: Stephen Ward (56. mín.).
Gult spjald: George Elokobi.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Grikkinn lék ekki vel og var illa á verði þegar Úlfarnir skoruðu og það hefði verið hægt að dæma víti á hann fyrir handalögmál í vítateignum. En honum til hróss þá var hann eini leikmaður Liverpool sem var með meðvitund í leiknum.
Roy Hodgson: Margir leikmanna okkar voru langt frá sínu besta og léku langt frá því eins vel og við viljum sjá þá leika. Liðið lék langt undir getu.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði öðrum leik sínum á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Wolves vann sinn fyrsta leik á útivelli í þessari leiktíð.
Stuðningsmenn Liverpool áttu nú kannski von á kraftmikilli byrjun sinna manna enda voru þeir úthvíldir eftir að síðustu tveimur leikjum hafði verið frestað. Svo var Steven Gerrard mættur! En allt kom fyrir ekki. Menn hreyfðust varla úr sporunum og það var eins og leikmennirnir væru að koma úr einhverri hroðalegri þrekraun. Úlfarnir sem léku fyrir tveimur dögum voru ljónsprækir og börðust eins og hundar!
Liverpool hefði átt að komast yfir eftir rúmar fimm mínútur. Fernando Torres var þá snöggur að taka aukaspyrnu. Hann sendi góða sendingu inn á vítateiginn þar sem Raul Meireles fékk boltann einn á auðum sjó gegn Wayne Hennessey markmanni Wolves. Skotið hjá Raul var algjörlega misheppnað og fór beint á Wayne. Þetta var í eina skiptið sem Liverpool ógnaði marki Wolves af einhverju viti í leiknum! Tíðindalaust var það sem eftir var af hálfleiknum.
Úlfarnir færðu sig upp á skaftið í upphafi síðari hálfleiks enda fengu þeir frið til að leika lausum hala. Þeir komust yfir á 56. mínútu. Sylvan Ebanks-Blake sendi á Stephen Ward sem slapp inn á vítateignn, eftir að miðverðir Liverpool höfðu þvælst fyrir hvor öðrum. Stephen renndi boltanum framhjá Jose Reina og það hafði gerst sem enginn reiknaði með eða hvað? Botnliðið hafði komist yfir og það verðskuldað. Það var nógur tími til leiksloka en leikmenn Liverpool sýndu ekki neitt. Varamenn voru sendir til leiks en það breytti engu. Tveimur mínútum fyrir leikslok skoraði Martin Skrtel með skalla eftir aukaspyrnu en hann var dæmdur rangstæður. Andleysið var algjört og Úlfarnir vörðu sinn hlut alltof auðveldlega. Kóngurinn var ákallaður og Roy Hodgson fékk að heyra það. Ömurlegur endir á erfiðu ári varð staðreynd!
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky (Aurelio 73. mín.), Kyrgiakos, Skrtel, Meireles (Cole 73. mín.), Gerrard, Leiva, Torres, Kuyt og Ngog (Babel 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Agger, Rodriguez og Poulsen.
Gult spjald: Glen Johnson.
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Elokobi, Stearman, Ward (Fletcher 78. mín.), Berra, Zubar, Foley, Hunt, Jarvis (Edwards 89. mín.), Milijas og Ebanks-Blake. Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Batth, Jones, Mujangi Bia og Bent.
Mark Wolves: Stephen Ward (56. mín.).
Gult spjald: George Elokobi.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Grikkinn lék ekki vel og var illa á verði þegar Úlfarnir skoruðu og það hefði verið hægt að dæma víti á hann fyrir handalögmál í vítateignum. En honum til hróss þá var hann eini leikmaður Liverpool sem var með meðvitund í leiknum.
Roy Hodgson: Margir leikmanna okkar voru langt frá sínu besta og léku langt frá því eins vel og við viljum sjá þá leika. Liðið lék langt undir getu.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði öðrum leik sínum á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Wolves vann sinn fyrsta leik á útivelli í þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!
Fréttageymslan