| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Enn ein niðurlægingin!
Liverpool mátti þola enn eitt tapið undir stjórn Roy Hodgson í kvöld. Að þessu sinni var það vængbrotið lið Blackburn Rovers sem valtaði yfir okkar menn.
Liðsuppstilling Roy Hodgson kom kannski ekki á óvart, en margir stuðningsmenn Liverpool urðu samt sem áður fyrir vonbrigðum þegar þeir sáu að hvorki Daniel Agger né Fabio Aurelio, sem áttu báðir ágætan leik gegn Bolton á Nýársdag, hlutu náð fyrir augum Hodgson að þessu sinni. Þess í stað setti stjórinn traust sitt á Sotirios Kyrgiakos og Paul Konchesky, sem virðist í sérstöku uppáhaldi hjá gamla manninum. Steven Gerrard kom inn í liðið á nýjan leik, eins og við var að búast, og þá kom Joe Cole inn í liðið fyrir Dirk Kuyt.
Liverpool byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og heimamenn, sem voru án nokkurra lykilmanna í gærkvöldi, áttu í vök að verjast fyrst 5-10 mínútur leiksins.
Strax á fjórðu mínútu átti Fernando Torres hættulegt skot eftir góðan undirbúning Glen Johnson, en boltinn endaði í hliðarnetinu. Tveimur mínútum síðar var Torres aftur á ferðinni, en skallaði framhjá undir mikilli pressu frá Cristopher Samba. Torres og Samba áttust aftur við tveimur mínútum síðar og þá hafði Samba betur og skallaði boltann frá.
Fjörleg byrjun Liverpool virtist koma heimamönnum í opna skjöldu, en þeir rönkuðu þó smám saman við sér og eftir rúmlega 10 mínútna leik voru þeir vaknaðir.
Á 13. mínútu fékk Benjani ágætt færi eftir að Svíinn Martin Olsson hafði farið illa með Kyrgiakos, sem átti líklega sinn versta leik í Liverpool treyjunni í gær, en tókst ekki að nýta sér það. Tveimur mínútum síðar átti David Dunn bylmingsskot fyrir utan teig, eftir að Lucas skallaði frá. Sem betur fer fór boltinn yfir markið og upp í stúku.
Á 17. mínútu fékk Senegalinn Mame Biram Diouf, sem Blackburn hefur í láni frá Manchester United, sannkallað dauðafæri þegar boltinn barst til hans eftir að Olsson hafði enn og aftur farið illa með varnarlínu Liverpool. Til allrar lukku var Senegalinn svo vingjarnlegur að setja boltann beint í fangið á Pepe Reina af fimm metra færi þannig að okkar menn sluppu með skrekkinn.
Þegar hér var komið sögu voru heimamenn komnir með yfirhöndina í leiknum, eftir kröftuga byrjun Liverpool. Okkar menn tóku þó aðeins við sér aftur og ákveðið jafnvægi var í leiknum næstu mínúturnar, eða allt þar til að Blackburn skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu.
Mínútu áður hafði Liverpool fengið hornspyrnu eftir ágæta marktilraun Joe Cole, en ekkert varð úr horninu og heimamenn geystust í sókn. Lucas Leiva og Martin Skrtel fóru klaufalega í sömu tæklinguna og Mame Diouf fékk allan tímann í heiminum til að renna boltanum á Svíann Martin Olsson sem labbaði óaáreittur inn í teig fram hjá kolringluðum Glen Johnson og skoraði! Staðan orðin 1-0. Þess má geta að þetta var fyrsta mark Svíans í 45 leikjum fyrir Blackburn.
Sex mínútum síðar létu heimamenn síðan kné fylgja kviði. Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen lyfti boltanum inn á Benjani sem stóð inni í vítateig okkar manna og sneri bakinu í markið. Benjani sneri sér í rólegheitunum meðan Kyrgiakos var að velta því fyrir sér hvað hann ætti að gera til að stöðva hann og þrumaði boltanum í netið, óverjandi fyrir Reina.
Eftir ágæta byrjun okkar manna var staðan skyndilega orðin 2-0 fyrir heimamenn. Hodgson stóð á hliðarlínunni og klóraði sér ákaft í kinninni og stuðningsmennirnir sungu "You're getting sacked in the morning."
Leikmenn Liverpool voru sem lamaðir það sem eftir lifði hálfleiksins, enda útlitið allt annað en bjart. Undir lok hálfleiksins fékk Martin Skrtel reyndar upplagt færi eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard, en Slóvakinn þrumaði boltanum himinhátt yfir.
Staðan 2-0 í leikhléi og þungt yfir gestunum frá Liverpool, sem voru komnir með bakið upp við vegg eftir frísklega byrjun. Stuðningsmenn Liverpool sem voru mættir á Ewood Park áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum og púuðu duglega þegar leikmenn héldu til búningsherbergjanna.
Seinni hálfleikur fór ekki af stað með sömu látum og hinn fyrri. Á 50. mínútu átti Steven Gerrard þó ágætis færi, en Mark Bunn sá við honum. Tveimur mínútum síðar ráku stuðningsmenn Liverpool upp stór augu, þegar Roy Hodgson ákvað að gera fyrstu skiptingu leiksins, en hann hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera snemma á ferðinni með skiptingar sínar. Daniel Agger kom þá inn fyrir Grikkjann Kyrgiakos, sem hafði átt afleitan dag í vörninni rétt eins og aðrir varnarmenn Liverpool.
Mínútu síðar komst Joe Cole í skotfæri, en skotið var máttlaust og Bunn í marki Blackburn átti ekki í nokkrum vandræðum með að verjast því.
Á 57. mínútu gerðu heimamenn síðan endanlega út um leikinn. Kanadamaðurinn David Hoilett sólaði Martin Skrtel þá algjörlega upp úr skónum úti við hornfána og brunaði eftir endalínunni alla leið inn í teig, með Glen Johnson ráfandi stefnulausan í kringum sig. Hoilett renndi boltanum á Benjani sem rúllaði boltanum í nærhornið. Staðan orðin 3-0!
Stuðningsmenn Blackburn voru vitanlega himinlifandi og sungu og trölluðu á pöllunum. Stuðningsmenn Liverpool létu ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og "You'll be sacked in the morning", tók aftur að hljóma, í bland við "We Love you, Liverpool!". Skilaboðin skýr: Við elskum félagið, en við viljum ekki sjá Roy Hodgson.
Dirk Kuyt kom inn á fyrir Maxi Rodriguez, sem hafði lítið sést í leiknum, í sama mund og Blackburn skoraði þriðja markið en það breytti engu fyrir leikinn. Leikmenn Liverpool voru að því er virtist búnir að játa sig sigraða og enn og aftur lítið sem ekkert að gerast í sóknarleik liðsins.
Á 77. mínútu leit fyrsta gula spjald leiksins dagsins ljós. Það var Lucas Leiva sem fékk að líta það eftir óþarfa tæklingu, en um þetta leyti leiksins voru leikmenn Liverpool orðnir ansi pirraðir og vonsviknir. Á 78. mínútu gerði Hodgson sína síðustu skiptingu þegar Ryan Babel kom inn á fyrir David NGog. Aðeins mínútu eftir að Babel kom inn á fékk hann ágætis færi eftir góðan undirbúning Glen Johnson, en Hollendingnum tókst ekki að nýta sér það.
Stuðningsmenn Liverpool á pöllunum voru nú farnir að syngja "Dalglish - Dalglish" í bland við "You´ll never walk alone."
9 mínútum fyrir leikslok kom örlítil vonarglæta þegar fyrirliðinn Steven Gerrard minnkaði muninn í 3-1 með góðu skoti. Dirk Kuyt lyfti boltanum inn í teig og Fernando Torres reyndi markskot, sem Ryan Nelson tókst að bægja frá. Boltinn barst til Gerrard sem skilaði honum í netið. Staðan 3-1.
Hafi Gerrard kveikt vonarglætu með markinu varð hún enn stærri fjórum mínútum síðar þegar fyrirliðinn var felldur inn í teig og vítaspyrna var dæmd. Skyndilega var möguleiki á að fá eitthvað út úr þessum hræðilega leik. En eins og til að kóróna ástandið í herbúðum Liverpool þessa dagana brenndi Gerrard, sem alla jafna er öruggur á vítapunktinum, illilega af. Hann klíndi boltanum yfir markið og heimamenn sluppu með skrekkinn.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts, en náði ekki að skapa sér nein merkileg færi. Lokatölur leiksins 3-1 fyrir Blackburn. Mikið reiðarslag fyrir Roy Hodgson og liðið allt.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Kyrgiakos (Agger 52. mín.), Konchesky, Leiva, Gerrard, Rodriguez (Kuyt 57. mín.), Cole, Torres og Ngog (Babel 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Jovanovic, Poulsen og Kelly.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (81. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Blackburn Rovers: Bunn, Salgado, Samba, Nielsen, Givet, Hoilett, Dunn, Pedersen, Olsson, Benjani og M. Diouf.
Mörk Bolton: Martin Olsson (32.mín.) Benjani (38. og 57. mín.).
Gult spjald: Michel Salgado (85. mín.).
Áhorfendur á Ewood Park: 24,522.
Maður leiksins: Eins og svo oft áður í vetur er erfitt að velja mann leiksins í liði Liverpool. Liðið spilaði illa í gær, ef undan eru skildar fyrstu 10 mínútur leiksins. Sérstaklega var varnarlínan slæm, en frammistaða Kyrgiakos og Skrtel hefur vonandi orðið til þess að Liverpool íhugar ekki að selja Daniel Agger í bráð. Þá sýndi Glen Johnson enn og aftur að hann er miklu frekar kantmaður en bakvörður. Steven Gerrard, Lucas Leiva og Joe Cole voru einu mennirnir sem eitthvað reyndu í leiknum og líklega skástu menn liðsins að þessu sinni. Til að velja einhvern veljum við Joe Cole.
Roy Hodgson: Við gerðum okkur seka um hrikaleg varnarmistök í öllum mörkunum. Það er erfitt að vera skyndilega 2-0 undir eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum. Þegar þriðja mark þeirra kom þá var þetta búið. Ég verð samt að hrósa leikmönnunum fyrir að rísa upp í lok leiksins. Það dugði því miður ekki til.
Fróðleikur
- Roy Hodgson á ekki góðar minningar frá Ewood Park. Í nóvember 1998 hafði honum tekist að koma liðinu, sem Kenny Dalglish gerði að Englandsmeisturum þremur árum áður, í neðsta sæti deildarinnar. Eftir 2-0 tapleik gegn Southampton fékk Hodgson sparkið sem stuðningsmenn Liverpool vona margir að hann fái á næstu dögum frá eigendum Liverpool.
- Liverpool gengur illa að svara fyrir sig ef liðið lendir undir. 17 af síðustu 19 leikjum þar sem liðið er fyrra til að fá á sig mark hafa nú tapast.
- Ekki hjálpar útivallarformið liðinu heldur. Síðan Roy Hodgson tók við hefur liðið einungis náð í 5 stig af 30 mögulegum á útivöllum.
- Liverpool hefur yfirleitt gengið vel með Blackburn. Tapið í gær var aðeins annað tap Liverpool í 25 viðureignum liðanna.
- Steven Gerrard lék sinn 550. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 140 mörk í þeim leikjum.
- Mark hans í þessum leik er það áttunda sem hann skorar á þessari leiktíð.
Liðsuppstilling Roy Hodgson kom kannski ekki á óvart, en margir stuðningsmenn Liverpool urðu samt sem áður fyrir vonbrigðum þegar þeir sáu að hvorki Daniel Agger né Fabio Aurelio, sem áttu báðir ágætan leik gegn Bolton á Nýársdag, hlutu náð fyrir augum Hodgson að þessu sinni. Þess í stað setti stjórinn traust sitt á Sotirios Kyrgiakos og Paul Konchesky, sem virðist í sérstöku uppáhaldi hjá gamla manninum. Steven Gerrard kom inn í liðið á nýjan leik, eins og við var að búast, og þá kom Joe Cole inn í liðið fyrir Dirk Kuyt.
Liverpool byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og heimamenn, sem voru án nokkurra lykilmanna í gærkvöldi, áttu í vök að verjast fyrst 5-10 mínútur leiksins.
Strax á fjórðu mínútu átti Fernando Torres hættulegt skot eftir góðan undirbúning Glen Johnson, en boltinn endaði í hliðarnetinu. Tveimur mínútum síðar var Torres aftur á ferðinni, en skallaði framhjá undir mikilli pressu frá Cristopher Samba. Torres og Samba áttust aftur við tveimur mínútum síðar og þá hafði Samba betur og skallaði boltann frá.
Fjörleg byrjun Liverpool virtist koma heimamönnum í opna skjöldu, en þeir rönkuðu þó smám saman við sér og eftir rúmlega 10 mínútna leik voru þeir vaknaðir.
Á 13. mínútu fékk Benjani ágætt færi eftir að Svíinn Martin Olsson hafði farið illa með Kyrgiakos, sem átti líklega sinn versta leik í Liverpool treyjunni í gær, en tókst ekki að nýta sér það. Tveimur mínútum síðar átti David Dunn bylmingsskot fyrir utan teig, eftir að Lucas skallaði frá. Sem betur fer fór boltinn yfir markið og upp í stúku.
Á 17. mínútu fékk Senegalinn Mame Biram Diouf, sem Blackburn hefur í láni frá Manchester United, sannkallað dauðafæri þegar boltinn barst til hans eftir að Olsson hafði enn og aftur farið illa með varnarlínu Liverpool. Til allrar lukku var Senegalinn svo vingjarnlegur að setja boltann beint í fangið á Pepe Reina af fimm metra færi þannig að okkar menn sluppu með skrekkinn.
Þegar hér var komið sögu voru heimamenn komnir með yfirhöndina í leiknum, eftir kröftuga byrjun Liverpool. Okkar menn tóku þó aðeins við sér aftur og ákveðið jafnvægi var í leiknum næstu mínúturnar, eða allt þar til að Blackburn skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu.
Mínútu áður hafði Liverpool fengið hornspyrnu eftir ágæta marktilraun Joe Cole, en ekkert varð úr horninu og heimamenn geystust í sókn. Lucas Leiva og Martin Skrtel fóru klaufalega í sömu tæklinguna og Mame Diouf fékk allan tímann í heiminum til að renna boltanum á Svíann Martin Olsson sem labbaði óaáreittur inn í teig fram hjá kolringluðum Glen Johnson og skoraði! Staðan orðin 1-0. Þess má geta að þetta var fyrsta mark Svíans í 45 leikjum fyrir Blackburn.
Sex mínútum síðar létu heimamenn síðan kné fylgja kviði. Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen lyfti boltanum inn á Benjani sem stóð inni í vítateig okkar manna og sneri bakinu í markið. Benjani sneri sér í rólegheitunum meðan Kyrgiakos var að velta því fyrir sér hvað hann ætti að gera til að stöðva hann og þrumaði boltanum í netið, óverjandi fyrir Reina.
Eftir ágæta byrjun okkar manna var staðan skyndilega orðin 2-0 fyrir heimamenn. Hodgson stóð á hliðarlínunni og klóraði sér ákaft í kinninni og stuðningsmennirnir sungu "You're getting sacked in the morning."
Leikmenn Liverpool voru sem lamaðir það sem eftir lifði hálfleiksins, enda útlitið allt annað en bjart. Undir lok hálfleiksins fékk Martin Skrtel reyndar upplagt færi eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard, en Slóvakinn þrumaði boltanum himinhátt yfir.
Staðan 2-0 í leikhléi og þungt yfir gestunum frá Liverpool, sem voru komnir með bakið upp við vegg eftir frísklega byrjun. Stuðningsmenn Liverpool sem voru mættir á Ewood Park áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum og púuðu duglega þegar leikmenn héldu til búningsherbergjanna.
Seinni hálfleikur fór ekki af stað með sömu látum og hinn fyrri. Á 50. mínútu átti Steven Gerrard þó ágætis færi, en Mark Bunn sá við honum. Tveimur mínútum síðar ráku stuðningsmenn Liverpool upp stór augu, þegar Roy Hodgson ákvað að gera fyrstu skiptingu leiksins, en hann hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera snemma á ferðinni með skiptingar sínar. Daniel Agger kom þá inn fyrir Grikkjann Kyrgiakos, sem hafði átt afleitan dag í vörninni rétt eins og aðrir varnarmenn Liverpool.
Mínútu síðar komst Joe Cole í skotfæri, en skotið var máttlaust og Bunn í marki Blackburn átti ekki í nokkrum vandræðum með að verjast því.
Á 57. mínútu gerðu heimamenn síðan endanlega út um leikinn. Kanadamaðurinn David Hoilett sólaði Martin Skrtel þá algjörlega upp úr skónum úti við hornfána og brunaði eftir endalínunni alla leið inn í teig, með Glen Johnson ráfandi stefnulausan í kringum sig. Hoilett renndi boltanum á Benjani sem rúllaði boltanum í nærhornið. Staðan orðin 3-0!
Stuðningsmenn Blackburn voru vitanlega himinlifandi og sungu og trölluðu á pöllunum. Stuðningsmenn Liverpool létu ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og "You'll be sacked in the morning", tók aftur að hljóma, í bland við "We Love you, Liverpool!". Skilaboðin skýr: Við elskum félagið, en við viljum ekki sjá Roy Hodgson.
Dirk Kuyt kom inn á fyrir Maxi Rodriguez, sem hafði lítið sést í leiknum, í sama mund og Blackburn skoraði þriðja markið en það breytti engu fyrir leikinn. Leikmenn Liverpool voru að því er virtist búnir að játa sig sigraða og enn og aftur lítið sem ekkert að gerast í sóknarleik liðsins.
Á 77. mínútu leit fyrsta gula spjald leiksins dagsins ljós. Það var Lucas Leiva sem fékk að líta það eftir óþarfa tæklingu, en um þetta leyti leiksins voru leikmenn Liverpool orðnir ansi pirraðir og vonsviknir. Á 78. mínútu gerði Hodgson sína síðustu skiptingu þegar Ryan Babel kom inn á fyrir David NGog. Aðeins mínútu eftir að Babel kom inn á fékk hann ágætis færi eftir góðan undirbúning Glen Johnson, en Hollendingnum tókst ekki að nýta sér það.
Stuðningsmenn Liverpool á pöllunum voru nú farnir að syngja "Dalglish - Dalglish" í bland við "You´ll never walk alone."
9 mínútum fyrir leikslok kom örlítil vonarglæta þegar fyrirliðinn Steven Gerrard minnkaði muninn í 3-1 með góðu skoti. Dirk Kuyt lyfti boltanum inn í teig og Fernando Torres reyndi markskot, sem Ryan Nelson tókst að bægja frá. Boltinn barst til Gerrard sem skilaði honum í netið. Staðan 3-1.
Hafi Gerrard kveikt vonarglætu með markinu varð hún enn stærri fjórum mínútum síðar þegar fyrirliðinn var felldur inn í teig og vítaspyrna var dæmd. Skyndilega var möguleiki á að fá eitthvað út úr þessum hræðilega leik. En eins og til að kóróna ástandið í herbúðum Liverpool þessa dagana brenndi Gerrard, sem alla jafna er öruggur á vítapunktinum, illilega af. Hann klíndi boltanum yfir markið og heimamenn sluppu með skrekkinn.
Það sem eftir lifði leiks sótti Liverpool án afláts, en náði ekki að skapa sér nein merkileg færi. Lokatölur leiksins 3-1 fyrir Blackburn. Mikið reiðarslag fyrir Roy Hodgson og liðið allt.
Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Kyrgiakos (Agger 52. mín.), Konchesky, Leiva, Gerrard, Rodriguez (Kuyt 57. mín.), Cole, Torres og Ngog (Babel 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Jovanovic, Poulsen og Kelly.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (81. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Blackburn Rovers: Bunn, Salgado, Samba, Nielsen, Givet, Hoilett, Dunn, Pedersen, Olsson, Benjani og M. Diouf.
Mörk Bolton: Martin Olsson (32.mín.) Benjani (38. og 57. mín.).
Gult spjald: Michel Salgado (85. mín.).
Áhorfendur á Ewood Park: 24,522.
Maður leiksins: Eins og svo oft áður í vetur er erfitt að velja mann leiksins í liði Liverpool. Liðið spilaði illa í gær, ef undan eru skildar fyrstu 10 mínútur leiksins. Sérstaklega var varnarlínan slæm, en frammistaða Kyrgiakos og Skrtel hefur vonandi orðið til þess að Liverpool íhugar ekki að selja Daniel Agger í bráð. Þá sýndi Glen Johnson enn og aftur að hann er miklu frekar kantmaður en bakvörður. Steven Gerrard, Lucas Leiva og Joe Cole voru einu mennirnir sem eitthvað reyndu í leiknum og líklega skástu menn liðsins að þessu sinni. Til að velja einhvern veljum við Joe Cole.
Roy Hodgson: Við gerðum okkur seka um hrikaleg varnarmistök í öllum mörkunum. Það er erfitt að vera skyndilega 2-0 undir eftir að hafa verið betri aðilinn í leiknum. Þegar þriðja mark þeirra kom þá var þetta búið. Ég verð samt að hrósa leikmönnunum fyrir að rísa upp í lok leiksins. Það dugði því miður ekki til.
Fróðleikur
- Roy Hodgson á ekki góðar minningar frá Ewood Park. Í nóvember 1998 hafði honum tekist að koma liðinu, sem Kenny Dalglish gerði að Englandsmeisturum þremur árum áður, í neðsta sæti deildarinnar. Eftir 2-0 tapleik gegn Southampton fékk Hodgson sparkið sem stuðningsmenn Liverpool vona margir að hann fái á næstu dögum frá eigendum Liverpool.
- Liverpool gengur illa að svara fyrir sig ef liðið lendir undir. 17 af síðustu 19 leikjum þar sem liðið er fyrra til að fá á sig mark hafa nú tapast.
- Ekki hjálpar útivallarformið liðinu heldur. Síðan Roy Hodgson tók við hefur liðið einungis náð í 5 stig af 30 mögulegum á útivöllum.
- Liverpool hefur yfirleitt gengið vel með Blackburn. Tapið í gær var aðeins annað tap Liverpool í 25 viðureignum liðanna.
- Steven Gerrard lék sinn 550. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 140 mörk í þeim leikjum.
- Mark hans í þessum leik er það áttunda sem hann skorar á þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan