| Sf. Gutt
TIL BAKA
Carra ánægður með sigurinn
Jamie Carragehr mætti á vaktina í vörn Liverpool í fyrsta sinn frá því í nóvember þegar hann lék gegn Chelsea. Ekki var að sjá að hann hefði verið svo lengi frá og kappinn stóð vaktina með miklum sóma. Liverpool vann frækinn sigur á Stamford Bridge og Jamie var auðvitað ánægður með sigurinn.
,,Þetta er með allra erfiðustu völlum að koma á. Þeir hafa frábæru liði á að skipa og eru ríkjandi meistarar. Þetta eru því frábær úrslit. Það var mikil umræða fyrir leikinn og allt blásið upp. Kannski var sigurinn sætari fyrir vikið. Við náðum stigunum þremur, erum á góðu skriði og við viljum halda áfram á sömu braut."
Að sjálfsögðu fjölluðu fjölmiðlar mikið um frumraun Fernando Torres fyrir leikinn. Sjálfur sagði hann að örlögin hefðu tekið í taumana og leitt Liverpool og Chelsea saman í fyrsta leik sínum með nýja félaginu. Jamie Carragher og félagar létu hina gríðarlegu umfjöllun ekki koma sér úr jafnvægi og Fernando komst ekki upp með neitt í leiknum. Hann fékk reyndar eitt færi en Jamie kom í veg fyrir mark með því að renna sér, á magnaðan hátt, fyrir skot hans.
„Góðir leikmenn koma og fara. Við höfum spilað á móti mörgum leikmönnum sem hafa verið áður hjá okkur og gott dæmi er það þegar við mættum Robbie Fowler þegar hann var hjá Leeds. Svona er ekkert auðvelt. Við vitum að Fernando er meðal bestu framherja í heimi og ég er viss um að hann á eftir að sýna það og sanna hjá Chelsea. Við verðum á hinn bóginn að einbeita okkur að okkar lið og gera það sem við þurfum að gera."
,,Þetta er með allra erfiðustu völlum að koma á. Þeir hafa frábæru liði á að skipa og eru ríkjandi meistarar. Þetta eru því frábær úrslit. Það var mikil umræða fyrir leikinn og allt blásið upp. Kannski var sigurinn sætari fyrir vikið. Við náðum stigunum þremur, erum á góðu skriði og við viljum halda áfram á sömu braut."
Að sjálfsögðu fjölluðu fjölmiðlar mikið um frumraun Fernando Torres fyrir leikinn. Sjálfur sagði hann að örlögin hefðu tekið í taumana og leitt Liverpool og Chelsea saman í fyrsta leik sínum með nýja félaginu. Jamie Carragher og félagar létu hina gríðarlegu umfjöllun ekki koma sér úr jafnvægi og Fernando komst ekki upp með neitt í leiknum. Hann fékk reyndar eitt færi en Jamie kom í veg fyrir mark með því að renna sér, á magnaðan hátt, fyrir skot hans.
„Góðir leikmenn koma og fara. Við höfum spilað á móti mörgum leikmönnum sem hafa verið áður hjá okkur og gott dæmi er það þegar við mættum Robbie Fowler þegar hann var hjá Leeds. Svona er ekkert auðvelt. Við vitum að Fernando er meðal bestu framherja í heimi og ég er viss um að hann á eftir að sýna það og sanna hjá Chelsea. Við verðum á hinn bóginn að einbeita okkur að okkar lið og gera það sem við þurfum að gera."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan