| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fyrir tuttugu árum!
Einn afdrifaríkasti atburður í sögu Liverpool Football Club gerðist fyrir nákvæmlega tuttugu árum. Þann dag, 22. febrúar 1991, sagði Kenny Dalglish af sér sem framkvæmdastjóri Liverpool. Tilkynnt var um afsögnina á blaðamannafundi á Anfield. Kenny sagði af sér niðurbrotinn og uppgefinn eftir hið gríðarlega álag, sem fylgdi því að vera framkævmdastjóri Liverpool, hafði bugað hann. Harmleikurinn á Hillsborough hafði einnig gríðarlega mikil áhrif á Kenny og hann fór til næstum því hverrar einustu jarðarfarar þeirra sem fórust. Kenny varð að taka sér hvíld og það gerði hann af nauðsyn sjálfum sér til hjálpar og til að bjarga heilsu sinni.
Nokkrum vikum eftir að Kenny sagði af sér var hann búinn að safna kröftum og tilbúinn í slaginn. En þá var búið að ráða Graeme Souness! Nú tuttugu árum seinna hefur allt snúist við. Tæplega tveimur mánuðum áður en tuttugu ár voru liðin frá því hann yfirgaf Liverpool kom símtalið sem Kenny var búinn að bíða eftir í tuttugu ár eða svo. John Henry, eigandi Liverpool, hringdi í hann og spurði hvort hann væri tilbúinn að stjórna Liverpool út þetta keppnistímabil! Kenny þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og þann 8. janúar 2011 var hann orðinn framkvæmdastjóri Liverpool á nýjan leik!
Það verður aldrei úr því skorið hversu mikil áhrif það hafði á sögu Liverpool að Kenny Dalglish þurfti að segja af sér störfum í febrúar 1991. Þá var Liverpool ríkjandi Englandsmeistari og efst í deildinni. Núna tuttugu árum seinna hefur Liverpool ekki bætt Englandsmeistaratitli í safnið og mörg erfið ár eru að baki. En King Kenny er kominn aftur og það eitt er virkilegt gleðiefni. Hver veit nema að endurkoma hans eigi eftir að hafa meiri áhrif en margir telja!
Nokkrum vikum eftir að Kenny sagði af sér var hann búinn að safna kröftum og tilbúinn í slaginn. En þá var búið að ráða Graeme Souness! Nú tuttugu árum seinna hefur allt snúist við. Tæplega tveimur mánuðum áður en tuttugu ár voru liðin frá því hann yfirgaf Liverpool kom símtalið sem Kenny var búinn að bíða eftir í tuttugu ár eða svo. John Henry, eigandi Liverpool, hringdi í hann og spurði hvort hann væri tilbúinn að stjórna Liverpool út þetta keppnistímabil! Kenny þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og þann 8. janúar 2011 var hann orðinn framkvæmdastjóri Liverpool á nýjan leik!
Það verður aldrei úr því skorið hversu mikil áhrif það hafði á sögu Liverpool að Kenny Dalglish þurfti að segja af sér störfum í febrúar 1991. Þá var Liverpool ríkjandi Englandsmeistari og efst í deildinni. Núna tuttugu árum seinna hefur Liverpool ekki bætt Englandsmeistaratitli í safnið og mörg erfið ár eru að baki. En King Kenny er kominn aftur og það eitt er virkilegt gleðiefni. Hver veit nema að endurkoma hans eigi eftir að hafa meiri áhrif en margir telja!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir
Fréttageymslan