| Sf. Gutt
TIL BAKA
Silfurmaðurinn kom Liverpool áfram!
Dirk Kuyt kom Liverpool áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar með síðbúnu marki gegn Sparta Prag. Liverpool vann 1:0 á Anfield Road og Evrópudraumurinn lifir!
Líkt og í fyrri leik liðanna í síðustu viku þá naut krafta Steven Gerrard ekki við en það var stemmning í loftinu fyrir það enda Kenny Dalglish að stjórna sínum fyrsta Evrópuleik á Anfield. Það mátti glögglega finna að áhorfendur ætluðu að gera sitt svo að þau tímamót yrðu gleðileg fyrir Kónginn.
Eftir fimm mínútur var meira búið að gerast en í Prag. Eftir tvær mínútur vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar boltinn fór í hendina á leikmanni Sparta eftir að Raul Meireles sendi aukaspyrnu fyrir frá hægri. Tveimur mínútum seinna skapaðist hætta við mark Liverpool eftir innkast en hættunni var bægt frá.
Fjörið hélt áfram og á 13. mínútu átti Vaclav Kadlec skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en Jose var vel vakandi og varði. Um fjórum mínútum seinna fékk Liverpool horn frá hægri. Eftir það átti Sotirios Kyrgiakos skalla og Jaromir Blazek mátti hafa sig allan við að verja í horn. Það var orðið greinilegt að tékkneska liðið ætlaði ekki að gefa sinn hlut barið áfram af harðjaxlinum Tomas Repka.
Eftir rúmlega tuttugu mínútur var skammt stórra högga á milli. Fyrst fékk Sparta horn eftir að Jose hafði misst boltann en horninu var bjargað og Liverpool rauk upp í skyndisókn. Martin Kelly góða fyrirgjöf á Raul en hann skaut yfir fyrir miðju marki. Frábært færi en nú brást Portúgalanum bogalistinn. Á 25. mínútu náði Joe Cole að koma sér í skotstöðu eftir góða sókn en Jaromir náði að verja en numlega þó.
Á 35. mínútu gekk mikið á. Vaclav braust þá inn í vítateig Liverpool en Daniel Agger elti hann uppi og náði boltanum af honum. Hann lék svo fram og sendi stórkostlega langa sendingu út til hægri á Dirk Kuyt sem lék upp og sendi fyrir markið á David Ngog en hann hitti boltann illa. Ekki var þó allt búið. Boltinn barst þvert fyrir markið en þar var Joe ekki nógu hugrakkur og Jaromir bjargaði með miklum látum. Liðin skiptust á að sækja til leikhlés og hálfleikurinn endaði með því að Lucas Leiva átti fast langskot sem fór rétt framhjá. Ekkert kom þó markið en leikurinn var skemmtilegur.
Jamie Carrager mætti til leiks eftir leikhlé vegna meiðsla Martin Kelly og setti um leið Englandsmet í Evrópuleikjum. Eftir sex mínútur lagði Dirk boltann vel fyrir David við vítateiginn en hann, líkt og í fyrri hálfleik, kiksaði í góðu skotfæri. Allt sjálfstraust vantar í Frakkann um þessar mundir. Eftir þetta var lengi vel tíðindallítið svo ekki sér meira sagt. Liverpool hafði undirtökin en Tékkarnir gáfu ekkert eftir.
Þegar stundarfjórðungur var eftir sendi Raul inn á David en skot hans var varið í horn. Rétt á eftir endaði góð sókn Liverpool með því að Dirk fékk boltann í miðjum vítateignum en hann náði ekki föstu skoti og markvörður Sparta varði. Liverpool var þarna manni færri því Sotirios fékk skurð á augabrún og þurfti að fara af velli til að láta gera að skurðinum. Harðjaxlinn var rétt kominn inn á aftur þegar Daniel varð að fara út af vegna meiðsla. Það á ekki af Dananum að ganga.
Mörgum var farið að koma til hugar að framlengja þyrfti leikinn en það slapp sem betur fer til. Danny Wilson vann horn vinstra megin þegar fjórar mínútur voru eftir. Hornspyrnan rataði beint á höfuðið á Dirk Kuyt og skalli hans fór í markið. Vel gert hjá silfurmanninum sem lék sinn besta leik í langan tíma og fögnuður hans sagði sína sögu! Ekki var fögnuður Steven Gerrard minni uppi í stúku!
Tékkarnir lögðu ekki árar í bát frekar en fyrri daginn en Liverpool hefði átt að bæta við á lokamínútunni. Fyrst endaði góður samleikur með því að Joe komst í gott færi í vítateignum en þegar hann var í þann mund að skjóta kom David á vettvang og skaut. Ekkert varð úr en Joe var mun betur staðfestur. Rétt á eftir sótti Sparta en sóknin var brotin á bak aftur. Jay Spearing braust fram og sendi svo fram á Joe sem lék upp að vítateig en hann var orðinn uppgefinn og mislukkað skot hans fór framhjá. Þetta kom ekki að sök og það var vel fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Langri Evrópuvegferð Liverpool er ekki lokið og hver veit nema hún nái alla leið til Dublin!
Liverpool: Reina, Kelly (Carragher 46. mín.), Kyrgiakos, Agger (Skrtel 85. mín.), Wilson, Poulsen (Spearing 65. mín.), Leiva, Kuyt, Meireles, Cole og Ngog. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Jovanovic og Rodriguez.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (86. mín.).
Gul spjöld: Martin Kelly, Christian Poulsen, Jamie Carragher og Lucas Leiva.
Sparta Prag: Blazek, Kusnir, Repka, Brabec, Pamic (Keric 90. mín.), Vacek, Sionko (Podany 73. mín.), Matejovsky, Abena (Pekhart 78. mín.), Kadlec og Kweuke. Ónotaðir varamenn: Zitka, Kladrubsky, Zeman og Husek.
Gul spjöld: Pamic, Matejovsky og Kweuke.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.949.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Silfurmaðurinn frá Hollandi kom Liverpool áfram með gullvægu marki. Fyrir utan markið lék hann sinn besta leik í langan tíma.
Kenny Dalglish: Mér finnst að strákarnir eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir stóðu sig. Þeir voru ákveðnir, duglegir og ætluðu sér að ná þeim úrslitum sem til þurfti. Þeir voru stórgóðir og stoltið, sem býr í þeim fyrir sjálfa sig og félagið, færði þeim markið í lokin.
Fróðleikur.
- Dirk Kuyt skoraði sitt sjötta mark á keppnistímabilinu.
- Þetta var fimmtánda Evrópumark hans fyrir Liverpool.
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn á Anfield í Evrópuleik.
- Jamie Carragher setti Englandsmet með því að leika 137. Evrópuleik sinn.
- Liverpool hefur nú leikið átta leiki í röð án taps.
- Leikurinn hófst klukkan sex að staðartíma og mun Liverpool ekki áður hafa hafið leik á þeim tíma dags.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má hlusta á viðtal við Kenny Dalglish eftir leikinn.
Líkt og í fyrri leik liðanna í síðustu viku þá naut krafta Steven Gerrard ekki við en það var stemmning í loftinu fyrir það enda Kenny Dalglish að stjórna sínum fyrsta Evrópuleik á Anfield. Það mátti glögglega finna að áhorfendur ætluðu að gera sitt svo að þau tímamót yrðu gleðileg fyrir Kónginn.
Eftir fimm mínútur var meira búið að gerast en í Prag. Eftir tvær mínútur vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar boltinn fór í hendina á leikmanni Sparta eftir að Raul Meireles sendi aukaspyrnu fyrir frá hægri. Tveimur mínútum seinna skapaðist hætta við mark Liverpool eftir innkast en hættunni var bægt frá.
Fjörið hélt áfram og á 13. mínútu átti Vaclav Kadlec skalla eftir fyrirgjöf frá hægri en Jose var vel vakandi og varði. Um fjórum mínútum seinna fékk Liverpool horn frá hægri. Eftir það átti Sotirios Kyrgiakos skalla og Jaromir Blazek mátti hafa sig allan við að verja í horn. Það var orðið greinilegt að tékkneska liðið ætlaði ekki að gefa sinn hlut barið áfram af harðjaxlinum Tomas Repka.
Eftir rúmlega tuttugu mínútur var skammt stórra högga á milli. Fyrst fékk Sparta horn eftir að Jose hafði misst boltann en horninu var bjargað og Liverpool rauk upp í skyndisókn. Martin Kelly góða fyrirgjöf á Raul en hann skaut yfir fyrir miðju marki. Frábært færi en nú brást Portúgalanum bogalistinn. Á 25. mínútu náði Joe Cole að koma sér í skotstöðu eftir góða sókn en Jaromir náði að verja en numlega þó.
Á 35. mínútu gekk mikið á. Vaclav braust þá inn í vítateig Liverpool en Daniel Agger elti hann uppi og náði boltanum af honum. Hann lék svo fram og sendi stórkostlega langa sendingu út til hægri á Dirk Kuyt sem lék upp og sendi fyrir markið á David Ngog en hann hitti boltann illa. Ekki var þó allt búið. Boltinn barst þvert fyrir markið en þar var Joe ekki nógu hugrakkur og Jaromir bjargaði með miklum látum. Liðin skiptust á að sækja til leikhlés og hálfleikurinn endaði með því að Lucas Leiva átti fast langskot sem fór rétt framhjá. Ekkert kom þó markið en leikurinn var skemmtilegur.
Jamie Carrager mætti til leiks eftir leikhlé vegna meiðsla Martin Kelly og setti um leið Englandsmet í Evrópuleikjum. Eftir sex mínútur lagði Dirk boltann vel fyrir David við vítateiginn en hann, líkt og í fyrri hálfleik, kiksaði í góðu skotfæri. Allt sjálfstraust vantar í Frakkann um þessar mundir. Eftir þetta var lengi vel tíðindallítið svo ekki sér meira sagt. Liverpool hafði undirtökin en Tékkarnir gáfu ekkert eftir.
Þegar stundarfjórðungur var eftir sendi Raul inn á David en skot hans var varið í horn. Rétt á eftir endaði góð sókn Liverpool með því að Dirk fékk boltann í miðjum vítateignum en hann náði ekki föstu skoti og markvörður Sparta varði. Liverpool var þarna manni færri því Sotirios fékk skurð á augabrún og þurfti að fara af velli til að láta gera að skurðinum. Harðjaxlinn var rétt kominn inn á aftur þegar Daniel varð að fara út af vegna meiðsla. Það á ekki af Dananum að ganga.
Mörgum var farið að koma til hugar að framlengja þyrfti leikinn en það slapp sem betur fer til. Danny Wilson vann horn vinstra megin þegar fjórar mínútur voru eftir. Hornspyrnan rataði beint á höfuðið á Dirk Kuyt og skalli hans fór í markið. Vel gert hjá silfurmanninum sem lék sinn besta leik í langan tíma og fögnuður hans sagði sína sögu! Ekki var fögnuður Steven Gerrard minni uppi í stúku!
Tékkarnir lögðu ekki árar í bát frekar en fyrri daginn en Liverpool hefði átt að bæta við á lokamínútunni. Fyrst endaði góður samleikur með því að Joe komst í gott færi í vítateignum en þegar hann var í þann mund að skjóta kom David á vettvang og skaut. Ekkert varð úr en Joe var mun betur staðfestur. Rétt á eftir sótti Sparta en sóknin var brotin á bak aftur. Jay Spearing braust fram og sendi svo fram á Joe sem lék upp að vítateig en hann var orðinn uppgefinn og mislukkað skot hans fór framhjá. Þetta kom ekki að sök og það var vel fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Langri Evrópuvegferð Liverpool er ekki lokið og hver veit nema hún nái alla leið til Dublin!
Liverpool: Reina, Kelly (Carragher 46. mín.), Kyrgiakos, Agger (Skrtel 85. mín.), Wilson, Poulsen (Spearing 65. mín.), Leiva, Kuyt, Meireles, Cole og Ngog. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Jovanovic og Rodriguez.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (86. mín.).
Gul spjöld: Martin Kelly, Christian Poulsen, Jamie Carragher og Lucas Leiva.
Sparta Prag: Blazek, Kusnir, Repka, Brabec, Pamic (Keric 90. mín.), Vacek, Sionko (Podany 73. mín.), Matejovsky, Abena (Pekhart 78. mín.), Kadlec og Kweuke. Ónotaðir varamenn: Zitka, Kladrubsky, Zeman og Husek.
Gul spjöld: Pamic, Matejovsky og Kweuke.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.949.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Silfurmaðurinn frá Hollandi kom Liverpool áfram með gullvægu marki. Fyrir utan markið lék hann sinn besta leik í langan tíma.
Kenny Dalglish: Mér finnst að strákarnir eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir stóðu sig. Þeir voru ákveðnir, duglegir og ætluðu sér að ná þeim úrslitum sem til þurfti. Þeir voru stórgóðir og stoltið, sem býr í þeim fyrir sjálfa sig og félagið, færði þeim markið í lokin.
Fróðleikur.
- Dirk Kuyt skoraði sitt sjötta mark á keppnistímabilinu.
- Þetta var fimmtánda Evrópumark hans fyrir Liverpool.
- Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í fyrsta sinn á Anfield í Evrópuleik.
- Jamie Carragher setti Englandsmet með því að leika 137. Evrópuleik sinn.
- Liverpool hefur nú leikið átta leiki í röð án taps.
- Leikurinn hófst klukkan sex að staðartíma og mun Liverpool ekki áður hafa hafið leik á þeim tíma dags.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má hlusta á viðtal við Kenny Dalglish eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan