| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Hverjir gætu komið?
Á síðustu tólf mánuðum eða svo hefur mikið gerst hjá Liverpool. Rafael Benítez var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir síðustu leiktíð og Roy Hodgson var ráðinn sem eftirmaður hans. Undir stjórn Roy Hodgson, sem verður seint sakaður um góðan árangur á leikmannamarkaðnum með Liverpool, var liðið í fallsæti þegar nokkuð var liðið á tímabilið og virtist lið og leikmenn vera aðeins skuggin af sjálfum sér. Til að bæta gráu ofan á svart þá var Liverpool næstum dæmt gjaldþrota vegna hárra skulda vegna lána sem gömlu eigendur félagsins tóku til að hafa efni á félaginu.
Allt var þó ekki eins slæmt og sást loksins ljós við enda gangnana þegar félagið og stjórnarmenn þess náðu að vinna sigur í réttarsal gegn gömlu eigendum félagsins og kaup John W. Henry og félaga í FSG náðu að kaupa félagið og borga niður skuldirnar sem voru að draga félagið niður í svaðið. Nýjir eigendur sáu að breytinga var þörf enda Liverpool langt frá þeim stalli sem það vill vera á, því var Roy Hodgson látin fara og nýr maður, Damien Comolli, var ráðinn inn til að sjá um leikmannakaup. Kenny Dalglish var svo gerður sem tímabundin stjóri liðsins og átti að vera þar út tímabilið hið minnsta.
Metnaður nýrra eigenda hefur verið áberandi og sást það vel í félagsskiptaglgganum í janúar. Þar voru þrjú félagsskipti sem stóðu upp úr í fótboltaheiminum og var Liverpool með fingur í þeim öllum, allt var þetta einhvers konar met þegar kom að kaupverðum. Fernando Torres, helsta stórstjarna félagsins í nokkur ár, fór fram á sölu og fór til Chelsea á 50 milljónir punda á lokadegi félagsskiptagluggans og Liverpool fékk tvo framherja í staðinn. Fyrst kom Luis Suarez á tæplega 23 milljónir punda og var þá dýrasti leikmaður í sögu Liverpool en aðeins nokkrum tímum seinna var Andy Carroll keyptur á 35 milljónir punda og var þá dýrasti leikmaðurinn í sögur Liverpool og dýrasti Bretinn í fótboltanum. Einnig reyndi Liverpool við nokkra aðra leikmenn sem ekki tókst að fá á þeim tíma.
Það fer því ekki á milli mála að metnaður eigendana til að koma Liverpool aftur á toppinn er mikill. Peningarnir eru til staðar, Kenny Dalglish hefur verið ráðinn sem framtíðarstjóri félagsins og vilji allra tengda félaginu er að gera Liverpool aftur að stærsta og besta liði Evrópu aftur.
Til að Liverpool þarf að styrkja sig til að missa ekki úr lestinni við önnur lið deildarinnar og til að geta náð langþráðum Englandsmeistaratitli til sín. Stefnan verður sett á Englandsmeistaratitilinn á næstu leiktíð ef marka má orð eigenda félagsins og verðr það markmið númer eitt, það gerir þennan félagsskiptaglugga mjög mikilvægan og spennandi fyrir félagið og stuðningsmenn þess.
Damien Comolli, Kenny Dalglish og njósnarar þeirra hafa verið reglulegir gestir í áhorfendastúkum hjá liðum í Englandi og víðsvegar í Evrópu þar sem allir vinna hörðum höndum að því að finna réttu leikmennina til að koma Liverpool á hærra plan.
Búast má við miklum breytingum á leikmannahópi Liverpool í sumar. Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, og eigendurnir hafa komið fram og sagt að lið Liverpool er of gamalt og of margir leikmenn liðsins með lítið hlutverk í liðinu séu á of háum launum. Planið mun því vera að taka all nokkra leikmenn af launaskrá hjá félaginu en það verður ekki til þess að lækka launakostnaðinn. Samkvæmt Tom Werner, stjórnarformanni Liverpool, þá mun launakostnaðurinn hækka en núna verða þá leikmenn sem vinna fyrir launum sínum sem munu fá útborgað. Sömuleiðis hefur Comolli komið fram og sagt að yngja muni upp í leikmannahópnum og fengnir verði leikmenn inn til að auka hraðan í liðinu.
Talið er að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í allt að tólf leikmenn eða fleiri og þeir sem eru taldir líklegir til að verða fyrir sópum þeirra Comolli og Dalglish eru meðal annars David N'Gog, Christian Poulsen, Paul Konchesky, Nabil El Zhar, Stephen Darby, Daniel Ayala, Milan Jovanovic, Joe Cole, Sotirios Kyrgiakos, Alberto Aquilani, Philip Degen, Emiliano Insua, Daniel Agger og Maxi Rodriquez.
Þær stöður sem Liverpool er talið líklegast til að leita að mönnum í er vinstri bakvörður, miðvörður, kantmenn, varnartengiliður, miðjumaður, sóknartengiliður og framherji. Vitað er að þeir leikmenn sem Liverpool leitar eftir búa líklega yfir hraða og mun félagið reyna að forðast það að kaupa leikmenn sem eru reglulega meiddir. Hér má lesa um svokallaða "soccernomics" stefnu sem Damien Comolli og eigendurnir hrífast mikið af, mögulegt er að kaup félagsins í sumar gætu fallið undir einhverjar þessara lýsinga.
Hér á eftir, líkt og hefur tíðkast í nokkrum af síðustu félagsskiptagluggum, verður fjallað um nokkra af þeim leikmönnum sem Liverpool hefur verið að fylgjast með eða talið er að það hafi áhuga á að fá í sínar raðir. Miðað við þau nöfn sem hafa heyrst hvað hæst og þau bjartsýnisorð sem hafa komið frá Kenny Dalglish, eigendunum og Comolli um sumarið og framtíðina þá má vel búast við mjög góðu og skemmtilegu sumri á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool.
Juan Mata: Þessi 23 ára kantmaður Valencia er einn þeirra sem talinn er mjög ofarlega á óskalista Liverpool og nokkura annara liða í Úrvalsdeildinni. Mikið tal hefur verið um á nokkrum vefsíðum að Liverpool eigi reglulega útsendara á leikjum Valencia til að sjá hvernig mál ganga hjá Mata.
Hann ólst upp hjá Real Madrid og lék fyrir B-lið þeirra þar til ársins 2007 þegar hann var fenginn til Valencia. Á síðastliðnum árum hefur hann fallið töluvert í skugga David Silva og David Villa sem voru á sínum tíma í Valencia. Báðir leikmennirnir fóru til annara liða síðastliðið sumar en Mata varð um kyrrt, hann hefur heldur betur stigið upp og hefur verið einn allra mikilvægasti hlekkurinn í liðinu, sem situr í 3.sæti spænsku deildarinnar. Hann hefur skorað átta mörk og með tólf stoðsendingar í 31 deildarleik á þessari leiktíð.
Það sem hann hefur upp á að bjóða í sínum leik er gífurlega mikil boltatækni, gabbhreyfingar, yfirsýn og hann er að öllu jafna mikil ógn í sóknarleiknum. Hans helsta staða er sem vinstri kantmaður en hann getur leyst af hægri kantinn, miðjuna og getur jafnvel spilað sem framherji. Það fer því ekki á milli mála að hann hefur upp á miklu að bjóða.
Vegna mikils áhuga margra liða á honum er alls ekki ólíklegt að kaupverðið á honum, ef Valencia hyggst taka tilboðum í hann, gæti verið rúmlega 20 milljónir punda.
Eden Hazard: Þetta er án vafa einn allra heitasti bitinn á markaðnum í dag. Þessi tvítugi sóknartengiliður bikar- og mögulegra deildarmeistara Lille í Frakklandi er undir smásjá margra stórliða í Evrópu og er Liverpool með mikinn áhuga á þessum efnilega strák.
Hazard getur spilað sem sóknartengiliður og vinstri kantmaður. Hann er mjög skapandi leikmaður með mikinn hraða og tækni. Hann er líka mjög hugrakkur og hræðist ekki stærri og sterkari varnarmenn andstæðingana. Hann er ekki hár í loftinu eða mjög líkamlega sterkur en hann bætir það heldur betur upp með gífurlega miklum fótboltahæfileikum. Hann er algjör martröð fyrir varnarmenn að eiga við enda getur hann komið allri varnarlínu mótherjana í uppnám með einni stefnubreytingu eða hraðaaukning. Tvo galla er hægt að finna í hans leik, hann er ekki mjög vinnusamur á vellinum og hann virðist frekar leita eftir því að koma boltanum til samherja sinna í stað þess að skjóta sjálfur þegar hann er í tækifæri til þess.
Þrátt fyrir ungan aldur þá er hann kominn með 106 leiki fyrir Lille í frönsku úrvalsdeildinni og 19 landsleiki fyrir Belga. Í vetur hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp átta í 34 leikjum fyrir Lille.
Áhugi Liverpool á leikmanninum er ekkert leyndarmál. Njósnarar félagsins virðast eiga bókuð sæti á leikjum Lille og hafa þeir Damien Comolli og Kenny Dalglish báðir látið sjá sig á nokkrum leikjum Lille upp á síðkastið. Það er því ljóst að Liverpool hefur mikinn áhuga á leikmanni eða leikmönnum hjá Lille og er Hazard að öllum líkindum einn þeirra. Ef Liverpool ætlar að næla sér í þennan bráðefnilega leikmann þá þarf félagið að hafa betur í baráttunni við lið eins og Real Madrid og Arsenal en kaupverð hans gæti náð allt að 20 milljónum punda. Núna herma fréttir og orðrómar að Liverpool hafi lagt fram tilboð í leikmanninn sem hljómar upp á 20 milljónir evra og vonist til að fá það samþykkt til að reyna að sannfæra leikmanninn um að Liverpool sé rétti staðurinn fyrir hann, hvort það sé eitthvað varið í þann orðróm verður bara að koma í ljós.
Hann ólst upp hjá Real Madrid og lék fyrir B-lið þeirra þar til ársins 2007 þegar hann var fenginn til Valencia. Á síðastliðnum árum hefur hann fallið töluvert í skugga David Silva og David Villa sem voru á sínum tíma í Valencia. Báðir leikmennirnir fóru til annara liða síðastliðið sumar en Mata varð um kyrrt, hann hefur heldur betur stigið upp og hefur verið einn allra mikilvægasti hlekkurinn í liðinu, sem situr í 3.sæti spænsku deildarinnar. Hann hefur skorað átta mörk og með tólf stoðsendingar í 31 deildarleik á þessari leiktíð.
Það sem hann hefur upp á að bjóða í sínum leik er gífurlega mikil boltatækni, gabbhreyfingar, yfirsýn og hann er að öllu jafna mikil ógn í sóknarleiknum. Hans helsta staða er sem vinstri kantmaður en hann getur leyst af hægri kantinn, miðjuna og getur jafnvel spilað sem framherji. Það fer því ekki á milli mála að hann hefur upp á miklu að bjóða.
Vegna mikils áhuga margra liða á honum er alls ekki ólíklegt að kaupverðið á honum, ef Valencia hyggst taka tilboðum í hann, gæti verið rúmlega 20 milljónir punda.
Eden Hazard: Þetta er án vafa einn allra heitasti bitinn á markaðnum í dag. Þessi tvítugi sóknartengiliður bikar- og mögulegra deildarmeistara Lille í Frakklandi er undir smásjá margra stórliða í Evrópu og er Liverpool með mikinn áhuga á þessum efnilega strák.
Hazard getur spilað sem sóknartengiliður og vinstri kantmaður. Hann er mjög skapandi leikmaður með mikinn hraða og tækni. Hann er líka mjög hugrakkur og hræðist ekki stærri og sterkari varnarmenn andstæðingana. Hann er ekki hár í loftinu eða mjög líkamlega sterkur en hann bætir það heldur betur upp með gífurlega miklum fótboltahæfileikum. Hann er algjör martröð fyrir varnarmenn að eiga við enda getur hann komið allri varnarlínu mótherjana í uppnám með einni stefnubreytingu eða hraðaaukning. Tvo galla er hægt að finna í hans leik, hann er ekki mjög vinnusamur á vellinum og hann virðist frekar leita eftir því að koma boltanum til samherja sinna í stað þess að skjóta sjálfur þegar hann er í tækifæri til þess.
Þrátt fyrir ungan aldur þá er hann kominn með 106 leiki fyrir Lille í frönsku úrvalsdeildinni og 19 landsleiki fyrir Belga. Í vetur hefur hann skorað sjö mörk og lagt upp átta í 34 leikjum fyrir Lille.
Áhugi Liverpool á leikmanninum er ekkert leyndarmál. Njósnarar félagsins virðast eiga bókuð sæti á leikjum Lille og hafa þeir Damien Comolli og Kenny Dalglish báðir látið sjá sig á nokkrum leikjum Lille upp á síðkastið. Það er því ljóst að Liverpool hefur mikinn áhuga á leikmanni eða leikmönnum hjá Lille og er Hazard að öllum líkindum einn þeirra. Ef Liverpool ætlar að næla sér í þennan bráðefnilega leikmann þá þarf félagið að hafa betur í baráttunni við lið eins og Real Madrid og Arsenal en kaupverð hans gæti náð allt að 20 milljónum punda. Núna herma fréttir og orðrómar að Liverpool hafi lagt fram tilboð í leikmanninn sem hljómar upp á 20 milljónir evra og vonist til að fá það samþykkt til að reyna að sannfæra leikmanninn um að Liverpool sé rétti staðurinn fyrir hann, hvort það sé eitthvað varið í þann orðróm verður bara að koma í ljós.
Comolli tjáði sig um Hazard og samherja hans Gervinho í janúar þegar hann var spurður um áhuga Liverpool á leikmönnunum á franskri sjónvarpstöð. Þetta hafði hann að segja um áhugan: ,,Gervinho og Hazard er frábærir leikmenn en ég þekki stjórn Lille vel og þeir munu ekki selja í janúar."
Ashley Young: Þennan 25 ára leikmann Aston Villa ættu allir aðdáendur ensku Úrvalsdeildarinnar að kannast við. Hann ólst upp hjá Watford en fór til Aston Villa árið 2007 fyrir rúmlega átta milljónir punda og hefur fest sig í sessi sem einn allra mikilvægasti leikmaður Aston Villa á þeim tíma sem hann hefur verið þar, hann er einnig reglulega með fyrirliðabandið hjá liði sínu. Hann er með meira en 150 leiki fyrir Aston Villa í efstu deild og 14 landsleiki fyrir England.
Ashley Young hefur strítt öllum helstu liðum Úrvalsdeildarinnar í gegnum feril sinn með hraða sínum, tækni, góðum fyrirgjöfum og góðum víta-, horn- og aukaspyrnum. Hann er réttfættur en spilar þó helst sem vinstri kantmaður, hann getur þó einnig spilað sem hægri kantmaður eða sóknartengiliður. Hann er ekki mjög líkamlega sterkur og ekki góður skallamaður en hann reynir að komast framhjá þeim hlutum í leikjum, hann kýs frekar að stinga varnarmenn á en að reyna að nota líkamsstyrk til að koma sér í stöður.
Liverpool reyndi að fá Young til sín áður en hann fór til Aston Villa en ekkert varð af því og hefur Liverpool enn mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Tilboð barst frá Liverpool í janúar en Aston Villa fannst það ekki nógu hátt og ekki náðu félögin að komast að málamiðlun fyrir lokun félagsskiptagluggans. Það er talið óhjákvæmilegt að Liverpool muni ekki reyna aftur við Young í sumar enda fæst hann líklega ódýrara í sumar en áður þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Aston Villa og vill hann líklega ekki framlengja við félagið.
Damien Comolli, Kenny Dalglish og njósnarar félagsins hafa sést reglulega á leikjum Aston Villa síðan í janúar og því ljóst að Liverpool hefur mikinn áhuga á leikmanninum og er hann talinn vilja helst færa sig til Liverpool ef hann fer frá Aston Villa í sumar. Áhugi á Young er mikill, enda mjög góður leikmaður, en ásamt Liverpool þá hafa lið eins og Manchester United, Tottenham og Real Madrid áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Kaupverðið á honum gæti verið í kringum 15 milljónir punda.
Ashley Young: Þennan 25 ára leikmann Aston Villa ættu allir aðdáendur ensku Úrvalsdeildarinnar að kannast við. Hann ólst upp hjá Watford en fór til Aston Villa árið 2007 fyrir rúmlega átta milljónir punda og hefur fest sig í sessi sem einn allra mikilvægasti leikmaður Aston Villa á þeim tíma sem hann hefur verið þar, hann er einnig reglulega með fyrirliðabandið hjá liði sínu. Hann er með meira en 150 leiki fyrir Aston Villa í efstu deild og 14 landsleiki fyrir England.
Ashley Young hefur strítt öllum helstu liðum Úrvalsdeildarinnar í gegnum feril sinn með hraða sínum, tækni, góðum fyrirgjöfum og góðum víta-, horn- og aukaspyrnum. Hann er réttfættur en spilar þó helst sem vinstri kantmaður, hann getur þó einnig spilað sem hægri kantmaður eða sóknartengiliður. Hann er ekki mjög líkamlega sterkur og ekki góður skallamaður en hann reynir að komast framhjá þeim hlutum í leikjum, hann kýs frekar að stinga varnarmenn á en að reyna að nota líkamsstyrk til að koma sér í stöður.
Liverpool reyndi að fá Young til sín áður en hann fór til Aston Villa en ekkert varð af því og hefur Liverpool enn mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Tilboð barst frá Liverpool í janúar en Aston Villa fannst það ekki nógu hátt og ekki náðu félögin að komast að málamiðlun fyrir lokun félagsskiptagluggans. Það er talið óhjákvæmilegt að Liverpool muni ekki reyna aftur við Young í sumar enda fæst hann líklega ódýrara í sumar en áður þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Aston Villa og vill hann líklega ekki framlengja við félagið.
Damien Comolli, Kenny Dalglish og njósnarar félagsins hafa sést reglulega á leikjum Aston Villa síðan í janúar og því ljóst að Liverpool hefur mikinn áhuga á leikmanninum og er hann talinn vilja helst færa sig til Liverpool ef hann fer frá Aston Villa í sumar. Áhugi á Young er mikill, enda mjög góður leikmaður, en ásamt Liverpool þá hafa lið eins og Manchester United, Tottenham og Real Madrid áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Kaupverðið á honum gæti verið í kringum 15 milljónir punda.
Áður en Liverpool gekk frá kaupunum á Luis Suarez í janúar þá greindi Comolli frá því í viðtali að Liverpool hefði áhuga á að fá Suarez og Young í sínar raðir. Þetta sagði hann: ,,Við erum helst að leita að sóknarmanni því liðið skortir hraða. hvað Suarez varðar þá höfum við ekki rætt við Ajax enn þá en hann er einn leikmannana sem við höfum mikinn áhuga á. Verður hann á lausu í janúar? Það er önnur spurning. Hvað Young varðar, ef hann er möguleiki þá höfum við áhuga á honum. Ég held að það verði þó ekki málið."
Blaise Matuidi: Þessi kraftmikli varnartengiliður frá Frakklandi er í mjög miklum metum hjá Damien Comolli. Þeir voru fyrr í vetur báðir í röðum St.Etienne í Frakklandi en þá gengdi Comolli stóðu yfirmanns knattspyrnumála hjá því félagi. Talið er að Comolli sé það hrifinn af leikmanninum að hann vilji fá hann með sér yfir Ermasundið og til Liverpool.
Matuidi er 24 ára gamall og spilar sem varnartengiliður eða djúpur leikstjórnandi. Hann er mjög grimmur tæklari og mikill nagli. Hann er ekki hár í loftinu en bætir það upp með miklum líkamsstyrk. Ef það er laus bolti á vallarhelmingi hans þá er hann oftar en ekki fyrsti maðurinn á svæðið. Hann er sömuleiðis fínasti spilari, hann er örfættur og er snjall í að stjórna spilinu.
Hann hefur verið mjög mikilvægur í liði St.Etienne á síðustu árum og hefur leikið 120 leiki síðan árið 2007 fyrir félagið og er kominn með tvo leiki fyrir fransa landsliðið. Kaupverð hans er talið geta verið allt að átta til tólf milljónir punda. Samkvæmt orðrómum og fréttum frá Frakklandi þá á Liverpool að hafa sett sig í samband við St.Etienne og gert þeim tvö tilboð í leikmanninn en ekki hefur þeim tekist að komast að niðurstöðum í þeim viðræðum.
Damien Comolli tjáði sig einnig um hann í fjölmiðlum um daginn. Hann greindi ekki frá áhuga Liverpool á honum með beinum orðum en notkun á nafni hans í útskýringu á þeirri aðferð sem hann notar við að finna réttu leikmennina þykir senda skilaboð þess efnis að leikmaðurinn er undir smásjá Liverpool. Þetta sagði Comolli: ,,Í Frakklandi þá segja allar tölur að sá leikmaður sem vinnur flesta bolta af andstæðingum sínum er Blaise Matuidi. Það er mjög sterkur hlutur. Þegar liðið spilar ofarlega þá gæti þetta þýtt marktækifæri.”
Matuidi er 24 ára gamall og spilar sem varnartengiliður eða djúpur leikstjórnandi. Hann er mjög grimmur tæklari og mikill nagli. Hann er ekki hár í loftinu en bætir það upp með miklum líkamsstyrk. Ef það er laus bolti á vallarhelmingi hans þá er hann oftar en ekki fyrsti maðurinn á svæðið. Hann er sömuleiðis fínasti spilari, hann er örfættur og er snjall í að stjórna spilinu.
Hann hefur verið mjög mikilvægur í liði St.Etienne á síðustu árum og hefur leikið 120 leiki síðan árið 2007 fyrir félagið og er kominn með tvo leiki fyrir fransa landsliðið. Kaupverð hans er talið geta verið allt að átta til tólf milljónir punda. Samkvæmt orðrómum og fréttum frá Frakklandi þá á Liverpool að hafa sett sig í samband við St.Etienne og gert þeim tvö tilboð í leikmanninn en ekki hefur þeim tekist að komast að niðurstöðum í þeim viðræðum.
Damien Comolli tjáði sig einnig um hann í fjölmiðlum um daginn. Hann greindi ekki frá áhuga Liverpool á honum með beinum orðum en notkun á nafni hans í útskýringu á þeirri aðferð sem hann notar við að finna réttu leikmennina þykir senda skilaboð þess efnis að leikmaðurinn er undir smásjá Liverpool. Þetta sagði Comolli: ,,Í Frakklandi þá segja allar tölur að sá leikmaður sem vinnur flesta bolta af andstæðingum sínum er Blaise Matuidi. Það er mjög sterkur hlutur. Þegar liðið spilar ofarlega þá gæti þetta þýtt marktækifæri.”
James McCarthy: Þessi tvítugi strákur var á óskalista Liverpool fyrir nokkrum árum síðan þegar hann lék með Hamilton í Skotlandi. Hamilton voru ekki á þeim buxunum að leyfa honum að fara strax og virtist honum ekkert liggja á að komast frá félaginu svo ekkert varð af félagsskiptum hans til Liverpool á þeim tíma.
Hann gekk hins vegar í raðir Wigan árið 2009 og hefur spilað 41 leik fyrir félagið síðan þá og skorað fjögur mörk, hann er einnig kominn með þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íra. Hann hefur verið að vekja mikla athygli undanfarið með góðum frammistöðum í liði Wigan.
McCarthy er miðjumaður sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki á miðjunni. Hann getur spilað aftarlega, á miðri miðjunni, sem sóknartengiliður og jafnvel sem hægri kantmaður. Hann getur því boðið upp á mikið fyrir lið sitt.
Hann er fínasti tæklari, gefur boltan vel frá sér og er mjög útsjónarsamur og klókur í leik sínum. Þetta ku hafa vakið mikla athygli Damien Comolli, Kenny Dalglish og njósnara félagasins, sem gætu talið þarna vera framtíðar lykilmann Liverpool í framtíðinni.
Kaupverðið á honum gæti verið í kringum sex milljónir punda en jafnvel lækkað ef Wigan fellur úr Úrvalsdeildinni.
Hann gekk hins vegar í raðir Wigan árið 2009 og hefur spilað 41 leik fyrir félagið síðan þá og skorað fjögur mörk, hann er einnig kominn með þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íra. Hann hefur verið að vekja mikla athygli undanfarið með góðum frammistöðum í liði Wigan.
McCarthy er miðjumaður sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki á miðjunni. Hann getur spilað aftarlega, á miðri miðjunni, sem sóknartengiliður og jafnvel sem hægri kantmaður. Hann getur því boðið upp á mikið fyrir lið sitt.
Hann er fínasti tæklari, gefur boltan vel frá sér og er mjög útsjónarsamur og klókur í leik sínum. Þetta ku hafa vakið mikla athygli Damien Comolli, Kenny Dalglish og njósnara félagasins, sem gætu talið þarna vera framtíðar lykilmann Liverpool í framtíðinni.
Kaupverðið á honum gæti verið í kringum sex milljónir punda en jafnvel lækkað ef Wigan fellur úr Úrvalsdeildinni.
Charlie Adam: Þessi 25 ára gamli Skoti hefur skotið sér nokkuð óvænt upp á stjörnuhimininn í ensku Úrvalsdeildinni með liði sínu Blackpool. Hann hefur farið mikinn og fyrir áramót var hann enn af betri miðjumönnum deildarinnar. Liverpool hafði mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir í janúar og sömuleiðis Manchester United og Tottenham Hotspurs.
Charlie Adam er leikstjórnandi sem stjórnar flest öllu spili liðs síns af miðjunni með góðum löngum og klókum sendingum. Hann er einnig frábær í föstum leikatriðum og góðum skotmaður. Hans helsta gagnrýni er sú að hann er ekki ýkja hraður og ekki sá sterkasti í varnarleiknum en hann bætir það upp með að vera mikilvægur hluti af sóknarleiknum í liði sínu. Hann hefur skorað 11 mmörk og lagt upp átta í 33 leikjum í Úrvalsdeildinni í vetur.
Blackpool gæti verið á leið úr Úrvalsdeildinni og Charlie Adam á ár eftir af samningi sínum svo erfitt gæti reynst fyrir Blackpool að halda leikmanninum í sínum röðum, sérstaklega í ljósi þess að í janúar þá vildi hann fá að fara til Liverpool. Félagið var þa´tilbúið að bjóða allt að sjö milljónir punda fyrir leikmanninn en Blackpool vildi fá tíu til fimmtán milljónir fyrir hann, Liverpool var ekki tilbúið að greiða það fyrir leikmanninn á þeim tíma en gæti mögulega snúið aftur með svipað tilboð til Blackpool sem gæti þá reynst of erfitt fyrir félagið að hafna.
Charlie Adam er leikstjórnandi sem stjórnar flest öllu spili liðs síns af miðjunni með góðum löngum og klókum sendingum. Hann er einnig frábær í föstum leikatriðum og góðum skotmaður. Hans helsta gagnrýni er sú að hann er ekki ýkja hraður og ekki sá sterkasti í varnarleiknum en hann bætir það upp með að vera mikilvægur hluti af sóknarleiknum í liði sínu. Hann hefur skorað 11 mmörk og lagt upp átta í 33 leikjum í Úrvalsdeildinni í vetur.
Blackpool gæti verið á leið úr Úrvalsdeildinni og Charlie Adam á ár eftir af samningi sínum svo erfitt gæti reynst fyrir Blackpool að halda leikmanninum í sínum röðum, sérstaklega í ljósi þess að í janúar þá vildi hann fá að fara til Liverpool. Félagið var þa´tilbúið að bjóða allt að sjö milljónir punda fyrir leikmanninn en Blackpool vildi fá tíu til fimmtán milljónir fyrir hann, Liverpool var ekki tilbúið að greiða það fyrir leikmanninn á þeim tíma en gæti mögulega snúið aftur með svipað tilboð til Blackpool sem gæti þá reynst of erfitt fyrir félagið að hafna.
Sergio Aguero: Þessi argentíski framherji er einn sá allra hæfileikaríkasti í boltanum í dag og því ekki skrítið að hann sé á óskalista allra stærstu liða Evrópu, þar á meðal Liverpool og Chelsea.
Leikmaðurinn er á mála hjá Atletico Madrid og er fastamaður í argentíska landsliðshópnum og þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með rúmlega 170 leiki fyrir Atletico Madrid, 50 leiki fyrir Independiente og 25 leiki fyrir A-landslið Argentínu. Frammistaða hans hefur komið honum á lista meðal allra efnilegustu leikmanna í heiminum og sem einn skæðasti framherjinn í bransanum.
Á leiktíðinni hefur hann skorað 17 mörk og lagt upp tvö í 31 leik á tímabilinu. Hans helstu styrkleikar eru boltatækni hans og krafturinn í honum, hann er sömuleiðis góður klárari og getur skapað hættu upp úr engu. Hann á enn mikið eftir ólært og getur stundum gert sig sekan um að vera of eigingjarn með boltann svo að eitthvað sé nefnt. Hann er ekki hávaxinn en er mjög líkamlega sterkur og lætur ekki varnarmenn ekki tuska sig til. Hann getur spilað sem fremsti maður, sem utan á liggjandi framherji og í holunni fyrir aftan framherjan.
Kaupverðið á þessum frábæra leikmanni gæti orðið dálítið hár og gæti numið allt að 30-40 milljónum punda. Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn til liðsins og gæti því verið tilbúið að borga uppsett verð fyrir hann. Aguero hefur lýst aðdáun sinni á Liverpool og hefur greint sig sem stuðningsmaður félagsins, það gæti mögulega hjálpað til í baráttunni um leikmanninn.
Leikmaðurinn er á mála hjá Atletico Madrid og er fastamaður í argentíska landsliðshópnum og þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með rúmlega 170 leiki fyrir Atletico Madrid, 50 leiki fyrir Independiente og 25 leiki fyrir A-landslið Argentínu. Frammistaða hans hefur komið honum á lista meðal allra efnilegustu leikmanna í heiminum og sem einn skæðasti framherjinn í bransanum.
Á leiktíðinni hefur hann skorað 17 mörk og lagt upp tvö í 31 leik á tímabilinu. Hans helstu styrkleikar eru boltatækni hans og krafturinn í honum, hann er sömuleiðis góður klárari og getur skapað hættu upp úr engu. Hann á enn mikið eftir ólært og getur stundum gert sig sekan um að vera of eigingjarn með boltann svo að eitthvað sé nefnt. Hann er ekki hávaxinn en er mjög líkamlega sterkur og lætur ekki varnarmenn ekki tuska sig til. Hann getur spilað sem fremsti maður, sem utan á liggjandi framherji og í holunni fyrir aftan framherjan.
Kaupverðið á þessum frábæra leikmanni gæti orðið dálítið hár og gæti numið allt að 30-40 milljónum punda. Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá leikmanninn til liðsins og gæti því verið tilbúið að borga uppsett verð fyrir hann. Aguero hefur lýst aðdáun sinni á Liverpool og hefur greint sig sem stuðningsmaður félagsins, það gæti mögulega hjálpað til í baráttunni um leikmanninn.
Aly Cissokho: Þessi franski 23ja ára vinstri bakvörður er á mála hjá franska liðinu Olympique Lyon. Hann hefur allan sinn ferill verið í liðum í Frakklandi fyrir utan árs stopp í Porto þar sem hann stóð sig frábærlega og var næstum genginn í raðir AC Milan en ekkert varð úr þeim félagsskiptum vegna einhverra vandræða með tennurnar í honum! Hann gekk svo í raðir Lyon árið 2009 fyrir fimmtán milljónir evra og hefur síðan þá eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna þar og er kominn með 51 leik og eitt mark fyrir félagið.
Cissokho er mjög kraftmikill, hraður og leikinn, sóknarsinnaður bakvörður. Líkt og virðist gjarnan hrjá sóknarsinnaða bakverði þá er varnarleikurinn stundum ekki þeirra sterkasta hlið en það er ekki málið hjá Cissokho sem er líka mjög sterkur í varnarleiknum.
Liverpool hefur mjög mikið fylgst með leikjum Lyon í vetur og hafa Damien Comolli og Kenny Dalglish báðir látið sjá sig reglulega á leikjum þeirra. Það er því ljóst að einhver leikmaður Lyon vekur áhuga þeirra og er sterklega talið að Cissokho sé einn af þremur eða fjórum leikmönnum liðsins sem Liverpool hefur fylgst náið með í vetur.
Hann fengist líklega ekki ódýrt en kaupverðið gæti örugglega numið allt að fimmtán til tuttugu milljónum evra, hvort að Liverpool sé tilbúið að borga slíka fjárhæð fyrir vinstri bakvörð er stærsta spurningin en þetta hefur verið vandræðastaða hjá félaginu í nokkuð mörg ár.
Gary Cahill: Gary Cahill er 25 ára enskur varnarmaður og er í Bolton Wanderers sem og í enska landsliðinu. Hann ólst upp hjá Aston Villa en náði ekki að festa sig í sessi þar og var lánaður í neðri deildirnar áður en hann var keyptur til Bolton þar sem hann hefur blómstað. Hann á að baki sér einhverja 110 leiki fyrir Bolton og er með ellefu mörk.
Hann er stór og stæðilegur miðvörður, góður tæklari, les leikinn vel, er mjög sterkur í loftinu og mjög hraður fyrir varnarmann að vera. Sögur segja að hann sé einn sá, ef ekki bara sá allra hraðasti í Bolton liðinu samkvæmt einhverri rannsókn á vegum fyrirtækisins EA Sports, hvað sé svo sem til í því er óljóst. Það er mikill stíll yfir leik hans, hann notar líkamsstyrk sinn mikið, er mikill leiðtogi á vellinum og yrði frábær eftirmaður Jamie Carraghers á því sviði þegar hann leggur skóna á hilluna.
Cahill hefur reglulega verið orðaður við Liverpool og flest öll önnur stórlið í ensku Úrvalsdeildinni, þar sem leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum þá þykir það vera afar líklegt að hann muni flytja sig um set í sumar og er sagt að Liverpool hafi gífurlega mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Mikið hefur sést til útsendara á vegum Liverpool á leikjum Bolton undanfarið og þykir ekki ólíklegt að Liverpool freisti þess að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Kaupverðið á honum gæti þó verið einhverjar tíu til fimmtán milljónir punda.
Cissokho er mjög kraftmikill, hraður og leikinn, sóknarsinnaður bakvörður. Líkt og virðist gjarnan hrjá sóknarsinnaða bakverði þá er varnarleikurinn stundum ekki þeirra sterkasta hlið en það er ekki málið hjá Cissokho sem er líka mjög sterkur í varnarleiknum.
Liverpool hefur mjög mikið fylgst með leikjum Lyon í vetur og hafa Damien Comolli og Kenny Dalglish báðir látið sjá sig reglulega á leikjum þeirra. Það er því ljóst að einhver leikmaður Lyon vekur áhuga þeirra og er sterklega talið að Cissokho sé einn af þremur eða fjórum leikmönnum liðsins sem Liverpool hefur fylgst náið með í vetur.
Hann fengist líklega ekki ódýrt en kaupverðið gæti örugglega numið allt að fimmtán til tuttugu milljónum evra, hvort að Liverpool sé tilbúið að borga slíka fjárhæð fyrir vinstri bakvörð er stærsta spurningin en þetta hefur verið vandræðastaða hjá félaginu í nokkuð mörg ár.
Gary Cahill: Gary Cahill er 25 ára enskur varnarmaður og er í Bolton Wanderers sem og í enska landsliðinu. Hann ólst upp hjá Aston Villa en náði ekki að festa sig í sessi þar og var lánaður í neðri deildirnar áður en hann var keyptur til Bolton þar sem hann hefur blómstað. Hann á að baki sér einhverja 110 leiki fyrir Bolton og er með ellefu mörk.
Hann er stór og stæðilegur miðvörður, góður tæklari, les leikinn vel, er mjög sterkur í loftinu og mjög hraður fyrir varnarmann að vera. Sögur segja að hann sé einn sá, ef ekki bara sá allra hraðasti í Bolton liðinu samkvæmt einhverri rannsókn á vegum fyrirtækisins EA Sports, hvað sé svo sem til í því er óljóst. Það er mikill stíll yfir leik hans, hann notar líkamsstyrk sinn mikið, er mikill leiðtogi á vellinum og yrði frábær eftirmaður Jamie Carraghers á því sviði þegar hann leggur skóna á hilluna.
Cahill hefur reglulega verið orðaður við Liverpool og flest öll önnur stórlið í ensku Úrvalsdeildinni, þar sem leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum þá þykir það vera afar líklegt að hann muni flytja sig um set í sumar og er sagt að Liverpool hafi gífurlega mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Mikið hefur sést til útsendara á vegum Liverpool á leikjum Bolton undanfarið og þykir ekki ólíklegt að Liverpool freisti þess að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Kaupverðið á honum gæti þó verið einhverjar tíu til fimmtán milljónir punda.
Phil Jones: Þessi nítján ári gamli miðvörður Blackburn hefur vakið mikla athygli síðan hann komst í aðalliðshóp Blackburn á síðustu leiktíð og hefur hann leikið mjög vel í hjarta varnar liðsins og er kominn með 34 leiki á ferilskrá sína hjá félaginu.
Það er ekki að sjá á stráknum að hann sé eingöngu nítján ára gamall en hann er mjög sterklega byggður, traustur og mjög þroskaður leikmaður miðað við aldur. Hann er fljótur að átta sig á hlutunum, er sterkur í loftinu og svipar svolítið til John Terry hvað leikstíl varðar.
Þetta er framtíðarmiðvörður Englands og þar sem Blackburn eiga ekki öruggt sæti í deildinni og því óvíst með þátttöku þeirra í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þá þykir ekki ólíklegt að lið eins og Liverpool og Arsenal, sem hafa lengi fylgst með framförum þessa efnilega leikmanns, láti til skarar skríða í sumar og reyni að fá leikmanninn í sínar raðir. Kaupverðið á honum gæti verið einhverjar tíu milljónir punda en mögulega meira ef fleiri lið fara að keppast um þjónustu hans.
Jose Enrique: Þessi 25 ára gamli vinstri bakvörður Newcastle hefur heldur betur náð að blása lífi í feril sinn í ensku knattspyrnunni á síðustu tveimur eða þremur árum. Hann kom til Newcastle frá Villareal árið 2007 og virtist að litlu sem engu leyti ná að aðlagast ensku deildinni. Svo kom að því að Newcastle féll úr efstu deild fyrir tveimur árum síðan og eftir það hefur allt annar Enrique verið á boðstólnum.
Hann hefur vaxið gífurlega í sjálfstrausti, er orðinn sterkari og betri leikmaður en hann var þegar hann kom fyrst til Englands. Hann er mjög traustur bakvörður, sterkur varnarlega og mjög frambærilegur sóknarlega. Hans helstu styrkleikar er snerpa hans, varnarleikurinn og hæfileikar hans til að taka þátt í spilinu í sókninni. Hann er hins vegar ekki leikmaður sem þú býst við að muni eiga stjörnuleik í hverri viku en hann skilar þó alltaf sínu með sóma, hann er líka ekki iðnasti bakvörður deildarinnar þegar kemur að stoðsendingum og mörkum en hann kann nú alveg að koma boltanum fyrir markið.
Hann á ár eftir af samningi sínum við Newcastle og er Liverpool, ásamt mörgum öðrum liðum í Evrópu, með mikinn áhuga á leikmanninn og gæti freistast til að reyna að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Kaup verð hans gæti náð allt að átta til fimmtán milljónum punda en ef marka hefði mátt orð Phil Thompson, goðsögn í sögu Liverpool, þá væri Enrique pottþétt leikmaður Liverpool á næstu leiktíð en hann lét hafa eftir sér í norskri sjónvarpstöð að Liverpool hefði komist að samkomulagi við leikmanninn um að ganga til liðs við félagið.
Það er ekki að sjá á stráknum að hann sé eingöngu nítján ára gamall en hann er mjög sterklega byggður, traustur og mjög þroskaður leikmaður miðað við aldur. Hann er fljótur að átta sig á hlutunum, er sterkur í loftinu og svipar svolítið til John Terry hvað leikstíl varðar.
Þetta er framtíðarmiðvörður Englands og þar sem Blackburn eiga ekki öruggt sæti í deildinni og því óvíst með þátttöku þeirra í Úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þá þykir ekki ólíklegt að lið eins og Liverpool og Arsenal, sem hafa lengi fylgst með framförum þessa efnilega leikmanns, láti til skarar skríða í sumar og reyni að fá leikmanninn í sínar raðir. Kaupverðið á honum gæti verið einhverjar tíu milljónir punda en mögulega meira ef fleiri lið fara að keppast um þjónustu hans.
Jose Enrique: Þessi 25 ára gamli vinstri bakvörður Newcastle hefur heldur betur náð að blása lífi í feril sinn í ensku knattspyrnunni á síðustu tveimur eða þremur árum. Hann kom til Newcastle frá Villareal árið 2007 og virtist að litlu sem engu leyti ná að aðlagast ensku deildinni. Svo kom að því að Newcastle féll úr efstu deild fyrir tveimur árum síðan og eftir það hefur allt annar Enrique verið á boðstólnum.
Hann hefur vaxið gífurlega í sjálfstrausti, er orðinn sterkari og betri leikmaður en hann var þegar hann kom fyrst til Englands. Hann er mjög traustur bakvörður, sterkur varnarlega og mjög frambærilegur sóknarlega. Hans helstu styrkleikar er snerpa hans, varnarleikurinn og hæfileikar hans til að taka þátt í spilinu í sókninni. Hann er hins vegar ekki leikmaður sem þú býst við að muni eiga stjörnuleik í hverri viku en hann skilar þó alltaf sínu með sóma, hann er líka ekki iðnasti bakvörður deildarinnar þegar kemur að stoðsendingum og mörkum en hann kann nú alveg að koma boltanum fyrir markið.
Hann á ár eftir af samningi sínum við Newcastle og er Liverpool, ásamt mörgum öðrum liðum í Evrópu, með mikinn áhuga á leikmanninn og gæti freistast til að reyna að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Kaup verð hans gæti náð allt að átta til fimmtán milljónum punda en ef marka hefði mátt orð Phil Thompson, goðsögn í sögu Liverpool, þá væri Enrique pottþétt leikmaður Liverpool á næstu leiktíð en hann lét hafa eftir sér í norskri sjónvarpstöð að Liverpool hefði komist að samkomulagi við leikmanninn um að ganga til liðs við félagið.
Ásamt þessum leikmönnum hafa fullt af nöfnum verið bendluð við félagið og munu eflaust enn fleiri vera nefnd til sögunnar þegar líða tekur á sumarið en við munum reyna að fylgjast með framvindu mála og ef mikið líf og fjör verður á markaðnum þá má alveg búast við að það komi framhald af þessum lið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan