Jafntefli manni færri!
Liverpool gerði í dag 2:2 jafntefli við Fulham á Anfield Road. Lengst af lék Liverpool manni færri og því býsna vel af sér vikið að ná jöfnu.
Fátt kom á óvart í uppstillingu Liverpool. Darwin Núnez hefur gengið illa að skora síðustu vikurnar og hann datt út úr byrjunarliðinu. Luis Díaz leiddi sóknina í hans stað. Alexis Mac Allister var í leikbanni.
Leikurinn byrjaði með látum. Strax í byrjun lá Andrew Robertson á vellinum eftir atlögu Issa Diop sem var bókaður. Sumir töldu að Issa hefði átt að vera rekinn af velli. Fulham komst yfir úr sinni fyrstu sókn. Sending kom fyrir markið frá vinstri. Boltinn fór yfir á fjærstöng og þar náði Andreas Pereira að teygja sig í boltann og stýra honum að markinu. Boltinn fór í Andrew og af honum lyftist hann yfir Alisson Becker í markinu.
Ekki lagaðist það á 17. mínútu þegar Andrew var rekinn af velli eftir að hafa fellt Harry Wilson fyrrum félaga sinn sem stefndi á markið. Það var lítið við rauða spjaldinu að segja.
Liverpool marki og manni undir og langt til leiksloka. Ekki gott útlit. Fulham spilaði mjög vel og átti góðar sóknir. Liverpool gekk ekki vel að ná upp spili. Eina góða færi liðsins kom þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Þá átti Luis Díaz skalla yfir úr góðu færi. Liverpool undir í hálfleik.
Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik. Mohamed Salah fékk boltann út til vinstri. Hann leit upp og sá Cody Gakpo á fjærstöng. Mohamed sendi boltann beint á Cody sem henti sér fram og skallaði í markið. Glæsilega gert hjá Cody. Staðan jöfn og bara tvær mínútur liðnar af hálfleiknum.
Rétt á eftir lá Joe Gomez í vítateignum ef mikið samstuð. Leikmenn Liverpool vildu fá víti og höfðu mikið til síns máls. Joe komst ekki leiðar sinnar vegna árekstursins og því var tilkall til vítis. Liverpool tók nú völdin vel studdir af áhorfendum. Mörgum fannst að Liverpool væri líklegra að komast yfir en annað kom á daginn.
Á 76. mínútu kom sending frá vinstri fyrir markið. Í markteignum náði Rodrigo Muniz að pota í boltann sem endaði í markinu. Fulham yfir, manni fleiri og langt liðið á leikinn. Antonee Robinson hafði lagt upp bæði mörk gestanna.
Þrátt fyrir erfiða stöðu lögðu leikmenn Liverpool ekki árar í bát. Þegar 11 mínútur voru eftir komu Diogo Jota og Harvey Elliott inn. Harvey lét strax til sín taka og átti skot rétt framhjá eftir hraða sókn. Diogo lét svo til sín taka þegar fjórar mínútur voru eftir. Varamaðurinn Darwin Núnez sendi boltann fram að vítateignum á Diogo sem lék framhjá varnarmanni og inn í vítateiginn. Þaðan skoraði hann af miklu öryggi. Frábærlega gert hjá Portúgalanum sem kom við sögu í fyrsta sinn frá því í október.
Á síðustu mínútunni gerði Liverpool harða hríð að marki Fulham. Það endaði með því að Diogo skaut yfir. Í viðbótartímanum verði Alisson frá varamanninum Adama Traore. Jafntefli varð niðurstaðan.
Úrsitin voru sanngjörn þegar allt er tekið. Liverpool átti lengst af á brattann að sækja. Manni færi frá 17. mínútu og lenti tvívegis undir. Liðið gafst aldrei upp og stuðningsmennirnir studdu liðið sitt með ráðum og dáð. Í raun vel af sér vikið og Liverpool hefði vel getað unnið sigur.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (47. mín.) og Diogo Jota (86. mín.).
Rautt spjald: Andrew Robertson.
Gul spjöld: Luis Díaz, Curtis Jones, Darwin Núnez og Arne Slot.
Mörk Fulham: Andreas Pereira (11. mín.) og Rodrigo Muniz (76. mín.).
Gul spjöld: Issa Diop, Andreas Pereira, Antonee Robinson og Sander Berge.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.333.
Maður leiksins: Ryan Gravenberch. Hollendingurinn er búinn að vera frábær á leiktíðinni. Nú spilaði hann ýmsar stöður og skilaði þeim öllum mjög vel.
Arne Slot: ,,Tilfinning mín eftir þennan leik er alveg öfug en var eftir leikinn við Gioona. Þá var ég ánægður með úrslitin en ekki hvernig við spiluðum. Núna er ég mjög ánægður með hvernig við spiluðum en ekki úrslitin."
Fróðleikur
- Cody Gakpo skoraði níunda mark sitt á leiktíðinni.
- Diogo Jota skoraði í fimmta sinn á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah lagði upp 100. mark sitt fyrir Liverpool.
- Andrew Robertson var vikið af velli og fer í eins leiks bann.
-
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin!