| Sf. Gutt
TIL BAKA
Philipp Degen yfirgefur Liverpool
Í gærkvöldi var tilkynnt að Svisslendingurinn Philipp Degen hafi yfirgefið Liverpool. Hann fær frjálsa sölu og fær það sem hann átti eftir af samningi sínum við Liverpool borgað. Hann hefur ennþá sem komið er ekki samið við annað félag.
Philipp Degen kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund sumarið 2008. Hann lék aðeins þrettán leiki með Liverpool og var í láni hjá Stuttgart á síðasta keppnistímabili.
Það varð fljótlega ljóst eftir að Philipp kom til Liverpool að hann styrkti liðið ekkert og í raun hefði aldrei átt að fá hann til félagsins. Reyndar fóru meiðsli illa með hann og hann náði aðeins að spila tvo leiki á sinni fyrstu leiktíð en þá meiddist hann trekk í trekk.
Við óskum Philipp Degen góðs gengis hvert svo sem hann fer.
Philipp Degen kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund sumarið 2008. Hann lék aðeins þrettán leiki með Liverpool og var í láni hjá Stuttgart á síðasta keppnistímabili.
Það varð fljótlega ljóst eftir að Philipp kom til Liverpool að hann styrkti liðið ekkert og í raun hefði aldrei átt að fá hann til félagsins. Reyndar fóru meiðsli illa með hann og hann náði aðeins að spila tvo leiki á sinni fyrstu leiktíð en þá meiddist hann trekk í trekk.
Við óskum Philipp Degen góðs gengis hvert svo sem hann fer.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan