| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á suðurströndinni
Liverpool komust áfram í fjórðu umferð enska Deildarbikarsins þegar sigur vannst á Brighton Hove & Albion í kvöld. Kenny Dalglish stillti upp sterku liði enda er ljóst að hann tekur keppnina alvarlega í ár.
Craig Bellamy og Sebastian Coates voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og Steven Gerrard sat á varamannabekknum en hann var síðast í leikmannahóp í mars á þessu ári. Að öðru leyti gerði Dalglish þær breytingar að Martin Kelly og Jack Robinson komu inn í bakvarðastöðurnar í stað Martin Skrtel og Jose Enrique og þeir Maxi Rodriguez, Jay Spearing og Dirk Kuyt komu inn í stað þeirra Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam.
Gestirnir byrjuðu betur og Spearing átti skot yfir markið strax á fjórðu mínútu og skömmu síðar náðu heimamenn að bægja hættunni frá á síðustu stundu er Maxi gerði sig líklegan inní vítateig. Á sjöundu mínútu dró til tíðinda er leikmenn Liverpool náðu upp ágætu spili sem endaði með því að Suarez fékk boltann út við vinstra vítateigshornið, hann lék aðeins áfram og sendi svo boltann innfyrir á Bellamy sem kom á ferðinni. Bellamy gerði vel og náði skoti á markið sem fór í stöngina og inn. Vel að verki staðið þar og Bellamy með sitt fyrsta mark fyrir félagið síðan hann kom aftur.
Áfram héldu leikmenn Liverpool að gera sig líklega og Dirk Kuyt reyndi skot að marki sem varnarmaður Brighton komst í veg fyrir. Kuyt var svo aftur á ferðinni skömmu síðar er han náði skoti að marki eftir hornspyrnu en heimamenn björguðu á línu.
Á 26. mínútu hefði annað mark Liverpool átt að líta dagsins ljós er Suarez komst í úrvals færi en hann skaut rétt framhjá marki Caspers Ankergren. Skömmu síðar var Suarez aftur á ferðinni og í þetta sinn hitti hann markrammann með skalla eftir aukaspyrnu Bellamy en boltinn hafnaði í stönginni. Bellamy sjálfur þrumaði svo í þverslá með skoti beint úr aukaspyrnu af um 30 metra færi.
Jay Spearing gerði sig svo líklegan með góðu skoti af nokkuð löngu færi en Ankergren í markinu varði mjög vel skot hans. Heimamenn, sem höfðu haft sig lítið í frammi í fyrri hálfleik voru svo ansi nálægt því að jafna úr nánast sinni fyrstu sókn í leiknum, rétt fyrir hálfleik. Pepe Reina varði fast skot innan úr vítateig og boltinn barst inná markteig en þar bjargaði Martin Kelly glæsilega með tæklingu á síðustu stundu.
Heimamenn mættu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og Craig Noone var næstum því búinn að nýta sér slæma sendingu Coates úr vörninni er hann lét vaða á markið og boltinn hafnaði í þverslánni. Matthew Sparrow náði svo góðu skoti úr teignum skömmu síðar en í þetta sinn hélt Reina boltanum.
16 mínútum fyrir leikslok kom svo Steven Gerrard inná fyrir Luis Suarez og var kærkomið að sjá fyrirliðann koma til leiks að nýju eftir langvinn meiðsli. Fimm mínútum síðar eða svo var svo Dirk Kuyt búinn að skora annað mark liðsins eftir snarpa sókn. Gerrard hreinsaði boltann útúr vítateignum út til vinstri til Bellamy, hann lék áfram og sendi svo boltann inná miðju til Maxi, hann lék uppað vítateig, sendi svo út til hægri á Kuyt og Hollendingurinn var ekkert að tvínóna við hlutina, skaut að marki og boltinn hafnaði í netinu.
Mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn svo að minnka muninn eftir slæm mistök Spearing inni í vítateig. Spearing vann boltann vel og í staðinn fyrir að hreinsa boltann í innkast eða hornspyrnu stöðvaði hann boltann við endalínuna og missti jafnvægið. Leikmaður Brighton náði boltanum, sneri sér að marki en var svo felldur af Carragher. Dómarinn dæmdi umsvifalaust víti og úr því skoraði Ashley Barnes.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og fyrsta sigrinum í síðustu þrem leikjum var vel fagnað.
Brighton Hove & Albion: Ankergren, Greer, Cook, Calderon, Vindelot, Navarro (Barnes, 78. mín.), Sparrow (Lua Lua, 78. mín.), Bridcutt, Buckley (Vicente, 60. mín.), Noone, Mackail-Smith. Ónotaðir varamenn: Brezovan, Taricco, Dunk og Kasim.
Mark Brighton: Ashley Barnes, víti, (90. mín.).
Gul spjöld: Navarro, Sparrow og Vindelot.
Liverpool: Reina, Kelly (Flanagan, 86. mín.), Carragher, Coates, Robinson, Spearing, Leiva, Rodriguez, Kuyt, Suarez (Gerrard, 75. mín.) og Bellamy. Ónotaðir varamenn: Doni, Wilson, Downing, Shelvey og Carroll.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (7. mín.) og Dirk Kuyt (81. mín.).
Gult spjald: Jay Spearing.
Áhorfendur á Falmer Stadium: 22,734 sem er félagsmet.
Maður leiksins: Craig Bellamy verður fyrir valinu að þessu sinni en hann skoraði gott mark og nýtti tækifærið vel í fyrsta sinn sem hann var í byrjunarliðinu síðan hann kom að nýju til félagsins. Hann átti líka þátt í seinna markinu með góðri sendingu á Maxi. Ekki má svo gleyma þrumuskoti hans beint úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.
Kenny Dalglish: ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera stórkostlegur hjá leikmönnunum. Mér fannst leikmenn bregðast hárrétt við eftir vonbrigði sunnudagsins. Þeir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma með frammistöðu sinni. Sendingar og hreyfanleiki manna var glæsilegur. Það er ljóst að erfitt er að halda svo vel út í 90 mínútur."
- Liverpool komust áfram í fjórðu umferð Deildarbikarsins en þangað náði liðið ekki á síðasta tímabili.
- Craig Bellamy skoraði sitt 10. mark fyrir félagið.
- Craig skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði frá endurkomunni.
- Síðasta mark sem Craig skoraði fyrir félagið kom á Nou Camp í Barcelona, einmitt í 2-1 sigri.
- Dirk Kuyt skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Steven Gerrard lék að nýju en hann hafði verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun mars.
- Jay Spearing lék sinn 30. leik fyrir hönd Liverpool.
- Þeir Luis Suarez og Jose Reina eru einu leikmenn félagsins sem hafa komið við sögu í öllum leikjum þess til þessa.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Craig Bellamy og Sebastian Coates voru í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og Steven Gerrard sat á varamannabekknum en hann var síðast í leikmannahóp í mars á þessu ári. Að öðru leyti gerði Dalglish þær breytingar að Martin Kelly og Jack Robinson komu inn í bakvarðastöðurnar í stað Martin Skrtel og Jose Enrique og þeir Maxi Rodriguez, Jay Spearing og Dirk Kuyt komu inn í stað þeirra Stewart Downing, Jordan Henderson og Charlie Adam.
Gestirnir byrjuðu betur og Spearing átti skot yfir markið strax á fjórðu mínútu og skömmu síðar náðu heimamenn að bægja hættunni frá á síðustu stundu er Maxi gerði sig líklegan inní vítateig. Á sjöundu mínútu dró til tíðinda er leikmenn Liverpool náðu upp ágætu spili sem endaði með því að Suarez fékk boltann út við vinstra vítateigshornið, hann lék aðeins áfram og sendi svo boltann innfyrir á Bellamy sem kom á ferðinni. Bellamy gerði vel og náði skoti á markið sem fór í stöngina og inn. Vel að verki staðið þar og Bellamy með sitt fyrsta mark fyrir félagið síðan hann kom aftur.
Áfram héldu leikmenn Liverpool að gera sig líklega og Dirk Kuyt reyndi skot að marki sem varnarmaður Brighton komst í veg fyrir. Kuyt var svo aftur á ferðinni skömmu síðar er han náði skoti að marki eftir hornspyrnu en heimamenn björguðu á línu.
Á 26. mínútu hefði annað mark Liverpool átt að líta dagsins ljós er Suarez komst í úrvals færi en hann skaut rétt framhjá marki Caspers Ankergren. Skömmu síðar var Suarez aftur á ferðinni og í þetta sinn hitti hann markrammann með skalla eftir aukaspyrnu Bellamy en boltinn hafnaði í stönginni. Bellamy sjálfur þrumaði svo í þverslá með skoti beint úr aukaspyrnu af um 30 metra færi.
Jay Spearing gerði sig svo líklegan með góðu skoti af nokkuð löngu færi en Ankergren í markinu varði mjög vel skot hans. Heimamenn, sem höfðu haft sig lítið í frammi í fyrri hálfleik voru svo ansi nálægt því að jafna úr nánast sinni fyrstu sókn í leiknum, rétt fyrir hálfleik. Pepe Reina varði fast skot innan úr vítateig og boltinn barst inná markteig en þar bjargaði Martin Kelly glæsilega með tæklingu á síðustu stundu.
Heimamenn mættu svo sterkir til leiks í síðari hálfleik og Craig Noone var næstum því búinn að nýta sér slæma sendingu Coates úr vörninni er hann lét vaða á markið og boltinn hafnaði í þverslánni. Matthew Sparrow náði svo góðu skoti úr teignum skömmu síðar en í þetta sinn hélt Reina boltanum.
16 mínútum fyrir leikslok kom svo Steven Gerrard inná fyrir Luis Suarez og var kærkomið að sjá fyrirliðann koma til leiks að nýju eftir langvinn meiðsli. Fimm mínútum síðar eða svo var svo Dirk Kuyt búinn að skora annað mark liðsins eftir snarpa sókn. Gerrard hreinsaði boltann útúr vítateignum út til vinstri til Bellamy, hann lék áfram og sendi svo boltann inná miðju til Maxi, hann lék uppað vítateig, sendi svo út til hægri á Kuyt og Hollendingurinn var ekkert að tvínóna við hlutina, skaut að marki og boltinn hafnaði í netinu.
Mínútu fyrir leikslok náðu heimamenn svo að minnka muninn eftir slæm mistök Spearing inni í vítateig. Spearing vann boltann vel og í staðinn fyrir að hreinsa boltann í innkast eða hornspyrnu stöðvaði hann boltann við endalínuna og missti jafnvægið. Leikmaður Brighton náði boltanum, sneri sér að marki en var svo felldur af Carragher. Dómarinn dæmdi umsvifalaust víti og úr því skoraði Ashley Barnes.
Eftir þetta fjaraði leikurinn út og fyrsta sigrinum í síðustu þrem leikjum var vel fagnað.
Brighton Hove & Albion: Ankergren, Greer, Cook, Calderon, Vindelot, Navarro (Barnes, 78. mín.), Sparrow (Lua Lua, 78. mín.), Bridcutt, Buckley (Vicente, 60. mín.), Noone, Mackail-Smith. Ónotaðir varamenn: Brezovan, Taricco, Dunk og Kasim.
Mark Brighton: Ashley Barnes, víti, (90. mín.).
Gul spjöld: Navarro, Sparrow og Vindelot.
Liverpool: Reina, Kelly (Flanagan, 86. mín.), Carragher, Coates, Robinson, Spearing, Leiva, Rodriguez, Kuyt, Suarez (Gerrard, 75. mín.) og Bellamy. Ónotaðir varamenn: Doni, Wilson, Downing, Shelvey og Carroll.
Mörk Liverpool: Craig Bellamy (7. mín.) og Dirk Kuyt (81. mín.).
Gult spjald: Jay Spearing.
Áhorfendur á Falmer Stadium: 22,734 sem er félagsmet.
Maður leiksins: Craig Bellamy verður fyrir valinu að þessu sinni en hann skoraði gott mark og nýtti tækifærið vel í fyrsta sinn sem hann var í byrjunarliðinu síðan hann kom að nýju til félagsins. Hann átti líka þátt í seinna markinu með góðri sendingu á Maxi. Ekki má svo gleyma þrumuskoti hans beint úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.
Kenny Dalglish: ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera stórkostlegur hjá leikmönnunum. Mér fannst leikmenn bregðast hárrétt við eftir vonbrigði sunnudagsins. Þeir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma með frammistöðu sinni. Sendingar og hreyfanleiki manna var glæsilegur. Það er ljóst að erfitt er að halda svo vel út í 90 mínútur."
Fróðleikur
- Liverpool komust áfram í fjórðu umferð Deildarbikarsins en þangað náði liðið ekki á síðasta tímabili.
- Craig Bellamy skoraði sitt 10. mark fyrir félagið.
- Craig skoraði í sínum fyrsta leik í byrjunarliði frá endurkomunni.
- Síðasta mark sem Craig skoraði fyrir félagið kom á Nou Camp í Barcelona, einmitt í 2-1 sigri.
- Dirk Kuyt skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Steven Gerrard lék að nýju en hann hafði verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun mars.
- Jay Spearing lék sinn 30. leik fyrir hönd Liverpool.
- Þeir Luis Suarez og Jose Reina eru einu leikmenn félagsins sem hafa komið við sögu í öllum leikjum þess til þessa.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan