| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Töpuð stig gegn meisturunum
Liverpool missti unninn leik gegn Manchester City niður í svekkjandi jafntefli á sunnudaginn. Einbeitingarleysi hefur nú kostað okkar menn fjögur dýrmæt stig gegn Englandsmeisturunum á leiktíðinni.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liðinu frá jafnteflisleiknum gegn Arsenal á miðvikudagskvöld. André Wisdom settist á bekkinn og í hans stað kom José Enrique inn í liðið á nýjan leik, sem þýddi að Glen Johnson fékk að spila réttu megin á vellinum að þessu sinni.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og strax á fyrstu mínútu skapaðist hætta við mark Liverpool, en þá átti David Silva hörkuskot á markið sem Reina gerði vel í að verja í horn. Ekkert kom út úr horninu og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fyrsta færi gestanna frá Liverpool leit dagsins ljós á 14. mínútu en þá skaut Daniel Sturridge í löppina á Zabaleta og framhjá eftir smávægilegt klúður Joe Hart. Liverpool fékk í kjölfarið tvær hornspyrnur en þær reyndust hættulitlar.
Á 20. og 21. mínútu fékk Luis Suarez tvö færi í röð má segja, en skotin fóru bæði framhjá. Hið fyrra reyndar langt framhjá.
Á 23. mínútu kom síðan fyrsta markið í leiknum, en það gerði Dzeko eftir góðan undirbúning Milner og fremur slakan varnarleik okkar manna. Staðan 1-0 fyrir heimamenn á Etihad Stadium.
Á 29. mínútu jafnaði Daniel Sturridge leikinn með stórglæsilegu þrumuskoti af rúmlega 20 metra færi. Aðdragandi marksins var umdeildur, en sóknin hófst á því að Daniel Agger vann boltann af Edin Dzeko rétt fyrir framan vítateig Liverpool. Agger virtist brjóta á Dseko, en dómarinn dæmdi ekkert, þrátt fyrir hávær mótmæli Dzeko og liðsfélaga hans.
Bosníumaðurinn glaðbeitti tók þá til þess ráðs að liggja kylliflatur í grasinu og virðast skyndilega stórslasaður. Það látbragð hans varð til þess að leikmenn og stuningsmenn City kölluðu ákaft eftir því að leikmenn Liverpool spörkuðu boltanum út af til þess hægt væri að huga að meintum meiðslum framherjans. Það gerðu leikmenn Liverpool að sjálfsögðu ekki, enda fullkomlega ljóst að ekkert amaði að Dzeko. Eftir að boltinn hafði gengið manna á millum í nokkurn tíma barst hann til Sturridge, sem þrumaði honum í netið - óverjandi fyrir Joe Hart. Staðan 1-1 og allt vitlaust á pöllunum og inni á vellinum.
Edin Dzeko, sem stóð á fætur strax eftir markið - algjörlega óskaddaður, bar upp kröftug mótmæli við dómara leiksins og uppskar gult spjald fyrir vikið. Það var ekki til að kæta geð kappans.
Á 44. mínútu munaði minnstu að Zabaleta renndi boltanum í eigið mark þegar meinleysislegur bolti kom rúllandi inn í teig City. Zabaleta pikkaði boltanum framhjá Joe Hart sem var kominn til að hirða hann, en því miður rúllaði boltinn nokkra sentimetra framhjá stönginni. Leikmenn héldu því til búningsherbergja í hálfleik með jafna stöðu.
Seinni hálfleikur var rétt eins fjörugur og sá fyrri. Manchester City var sterkara liðið framan af, en smátt og smátt náði Liverpool yfirhöndinni. Greinilegt að Englandsmeistararnir söknuðu Yaya Toure á miðjunni þar sem Lucas, Henderson og Gerrard réðu ríkjum. Á 73. mínútu skoraði Steven Gerrard síðan algjört gullmark þegar hann þrumaði boltanum neðst í hornið, algjörlega óverjandi fyrir Joe Hart. Staðan orðin 2-1 fyrir gestina og útlitið býsna gott á Etihad.
En rétt eins og í fyrri leik liðanna í deildinni köstuðu okkar menn sigrinum frá sér með undarlegu einbeitingarleysi. Á 78. mínútu sendi Gareth Barry langa sendingu upp í hornið á Aguero og af einhverjum ástæðum hætti Martin Skrtel, sem hafði nýlega komið inn á fyrir Enrique, við að elta hann og Pepe Reina tók við. Markvörðurinn mistæki elti Argentínumanninn út fyrir teiginn þar sem Aguero sneri sér við og náði ótrúlegu skoti í fjærhornið á tómu marki Liverpool.
Martin Skrtel og Jamie Carragher stóðu eins og þvörur inni í miðjum teig og horfðu á. Grátlega klaufalegt mark, en engu að síður vel að verki staðið hjá Aguero. Staðan orðin 2-2 og Liverpool að missa unninn leik gegn City í jafntefli í annað sinn á leiktíðinni.
Á 90. mínútu var besti maður Liverpool í leiknum, Daniel Sturridge reyndar nálægt því að gera út um leikinn, en gott táarskot hans var vel varið af Joe Hart. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik. Hugsanlega besta frammistaða Liverpool á leiktíðinni og afar svekkjandi að uppskeran skyldi einungis vera eitt stig.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Lescott, Nastasic (Kolarov á 56. mín., Clichy, Garcia, Barry (Nasri á 88. mín.), Silva (Maicon á 74. mín.), Milner, Dzeko og Aguero. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Tevez, Rodwell og Sinclair.
Mörk City: Edin Dzeko á 23. mínútu og Sergio Aguero á 78. mínútu.
Gul spjöld: Garcia og Dzeko.
Liverpool: Reina, Enrique (Skrtel á 76. mín.), Carragher, Agger, Johnson, Lucas, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez, Sturridge (Allen á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Sterling, Shelvey og Borini.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge á 29. mín og Steven Gerrard á 73. mínútu.
Gul spjöld: Steven Gerrard, Jamie Carragher, Daniel Sturridge og Jordan Henderson.
Dómari leiksins: Anthony Taylor.
Áhorfendur á Etihad Stadium: 47.301
Maður leiksins: Daniel Sturridge verður fyrir valinu að þessu sinni. Hann var griðarlega hættulegur og skapaði mikinn usla með góðum skotum og eitruðum töktum. Það er óhætt að segja að hann lofi mjög góðu.
Brendan Rodgers: „Við spiluðum vel í leiknum og áttum skilið að vinna. Þótt Aguero hafi gert mjög vel þegar hann skoraði markið þá er gríðarlega svekkjandi að hann skyldi yfirhöfuð komast í þá stöðu að geta skotið. Þetta þurfum við að laga."
Fróðleikur
- Þessi lið hafa yfirráð yfir þremur titlum. Liverpool er Deildarbikarmeistari en Manchester City Englandsmeistari og Skjaldarhafi.
- Daniel Sturridge skoraði fjórða mark sitt fyrir Liverpool.
- Steven Gerrard skoraði í sjöunda sinn á leiktíðinni.
- Líkt og í fyrri leik liðanna í Liverpool skildu liðin jöfn 2:2.
- Liðin hafa nú gert þrjú 2:2 jafntefli í röð því þau urðu úrslitin þegar liðin mættust í seinni leik liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins á Anfield á síðustu leiktíð. Liverpool vann fyrri leikinn 0:1 í Manchester.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu á liðinu frá jafnteflisleiknum gegn Arsenal á miðvikudagskvöld. André Wisdom settist á bekkinn og í hans stað kom José Enrique inn í liðið á nýjan leik, sem þýddi að Glen Johnson fékk að spila réttu megin á vellinum að þessu sinni.
Leikurinn byrjaði með miklum látum og strax á fyrstu mínútu skapaðist hætta við mark Liverpool, en þá átti David Silva hörkuskot á markið sem Reina gerði vel í að verja í horn. Ekkert kom út úr horninu og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fyrsta færi gestanna frá Liverpool leit dagsins ljós á 14. mínútu en þá skaut Daniel Sturridge í löppina á Zabaleta og framhjá eftir smávægilegt klúður Joe Hart. Liverpool fékk í kjölfarið tvær hornspyrnur en þær reyndust hættulitlar.
Á 20. og 21. mínútu fékk Luis Suarez tvö færi í röð má segja, en skotin fóru bæði framhjá. Hið fyrra reyndar langt framhjá.
Á 23. mínútu kom síðan fyrsta markið í leiknum, en það gerði Dzeko eftir góðan undirbúning Milner og fremur slakan varnarleik okkar manna. Staðan 1-0 fyrir heimamenn á Etihad Stadium.
Á 29. mínútu jafnaði Daniel Sturridge leikinn með stórglæsilegu þrumuskoti af rúmlega 20 metra færi. Aðdragandi marksins var umdeildur, en sóknin hófst á því að Daniel Agger vann boltann af Edin Dzeko rétt fyrir framan vítateig Liverpool. Agger virtist brjóta á Dseko, en dómarinn dæmdi ekkert, þrátt fyrir hávær mótmæli Dzeko og liðsfélaga hans.
Bosníumaðurinn glaðbeitti tók þá til þess ráðs að liggja kylliflatur í grasinu og virðast skyndilega stórslasaður. Það látbragð hans varð til þess að leikmenn og stuningsmenn City kölluðu ákaft eftir því að leikmenn Liverpool spörkuðu boltanum út af til þess hægt væri að huga að meintum meiðslum framherjans. Það gerðu leikmenn Liverpool að sjálfsögðu ekki, enda fullkomlega ljóst að ekkert amaði að Dzeko. Eftir að boltinn hafði gengið manna á millum í nokkurn tíma barst hann til Sturridge, sem þrumaði honum í netið - óverjandi fyrir Joe Hart. Staðan 1-1 og allt vitlaust á pöllunum og inni á vellinum.
Edin Dzeko, sem stóð á fætur strax eftir markið - algjörlega óskaddaður, bar upp kröftug mótmæli við dómara leiksins og uppskar gult spjald fyrir vikið. Það var ekki til að kæta geð kappans.
Á 44. mínútu munaði minnstu að Zabaleta renndi boltanum í eigið mark þegar meinleysislegur bolti kom rúllandi inn í teig City. Zabaleta pikkaði boltanum framhjá Joe Hart sem var kominn til að hirða hann, en því miður rúllaði boltinn nokkra sentimetra framhjá stönginni. Leikmenn héldu því til búningsherbergja í hálfleik með jafna stöðu.
Seinni hálfleikur var rétt eins fjörugur og sá fyrri. Manchester City var sterkara liðið framan af, en smátt og smátt náði Liverpool yfirhöndinni. Greinilegt að Englandsmeistararnir söknuðu Yaya Toure á miðjunni þar sem Lucas, Henderson og Gerrard réðu ríkjum. Á 73. mínútu skoraði Steven Gerrard síðan algjört gullmark þegar hann þrumaði boltanum neðst í hornið, algjörlega óverjandi fyrir Joe Hart. Staðan orðin 2-1 fyrir gestina og útlitið býsna gott á Etihad.
En rétt eins og í fyrri leik liðanna í deildinni köstuðu okkar menn sigrinum frá sér með undarlegu einbeitingarleysi. Á 78. mínútu sendi Gareth Barry langa sendingu upp í hornið á Aguero og af einhverjum ástæðum hætti Martin Skrtel, sem hafði nýlega komið inn á fyrir Enrique, við að elta hann og Pepe Reina tók við. Markvörðurinn mistæki elti Argentínumanninn út fyrir teiginn þar sem Aguero sneri sér við og náði ótrúlegu skoti í fjærhornið á tómu marki Liverpool.
Martin Skrtel og Jamie Carragher stóðu eins og þvörur inni í miðjum teig og horfðu á. Grátlega klaufalegt mark, en engu að síður vel að verki staðið hjá Aguero. Staðan orðin 2-2 og Liverpool að missa unninn leik gegn City í jafntefli í annað sinn á leiktíðinni.
Á 90. mínútu var besti maður Liverpool í leiknum, Daniel Sturridge reyndar nálægt því að gera út um leikinn, en gott táarskot hans var vel varið af Joe Hart. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik. Hugsanlega besta frammistaða Liverpool á leiktíðinni og afar svekkjandi að uppskeran skyldi einungis vera eitt stig.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Lescott, Nastasic (Kolarov á 56. mín., Clichy, Garcia, Barry (Nasri á 88. mín.), Silva (Maicon á 74. mín.), Milner, Dzeko og Aguero. Ónotaðir varamenn: Pantilimon, Tevez, Rodwell og Sinclair.
Mörk City: Edin Dzeko á 23. mínútu og Sergio Aguero á 78. mínútu.
Gul spjöld: Garcia og Dzeko.
Liverpool: Reina, Enrique (Skrtel á 76. mín.), Carragher, Agger, Johnson, Lucas, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez, Sturridge (Allen á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Sterling, Shelvey og Borini.
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge á 29. mín og Steven Gerrard á 73. mínútu.
Gul spjöld: Steven Gerrard, Jamie Carragher, Daniel Sturridge og Jordan Henderson.
Dómari leiksins: Anthony Taylor.
Áhorfendur á Etihad Stadium: 47.301
Maður leiksins: Daniel Sturridge verður fyrir valinu að þessu sinni. Hann var griðarlega hættulegur og skapaði mikinn usla með góðum skotum og eitruðum töktum. Það er óhætt að segja að hann lofi mjög góðu.
Brendan Rodgers: „Við spiluðum vel í leiknum og áttum skilið að vinna. Þótt Aguero hafi gert mjög vel þegar hann skoraði markið þá er gríðarlega svekkjandi að hann skyldi yfirhöfuð komast í þá stöðu að geta skotið. Þetta þurfum við að laga."
Fróðleikur
- Þessi lið hafa yfirráð yfir þremur titlum. Liverpool er Deildarbikarmeistari en Manchester City Englandsmeistari og Skjaldarhafi.
- Daniel Sturridge skoraði fjórða mark sitt fyrir Liverpool.
- Steven Gerrard skoraði í sjöunda sinn á leiktíðinni.
- Líkt og í fyrri leik liðanna í Liverpool skildu liðin jöfn 2:2.
- Liðin hafa nú gert þrjú 2:2 jafntefli í röð því þau urðu úrslitin þegar liðin mættust í seinni leik liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins á Anfield á síðustu leiktíð. Liverpool vann fyrri leikinn 0:1 í Manchester.
Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers af opinberri heimasíðu Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan