| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stephen og félagar fengu skell
Það voru Svanirnir frá Swansea sem unnu Deildarbikarinn en Stephen Darby og félagar hans í Bradford fengu skell. Swansea City fór á kostum og vann stórsigur 5:0 á Bradford City á Wembley í dag. Þetta er stærsti sigur í úrslitaleik keppninnar.
Swansea réði lögum og lofum gegn Bradford, sem leikur í fjórðu deild, frá upphafi til enda og hefði getað unnið enn stærri sigur. Nathan Dyer og Michu skoruðu í fyrri hálfleik. Nathan bætti sínu öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Jonathan de Guzman sem skoraði tvö síðustu mörkin, það fyrra úr víti. Þegar það var dæmt var Matt Duke markmaður Bradford rekinn af velli og liðið einum færri eftir það.
Stephen Darby var hægri bakvörður í dag líkt og venjulega. Hann átti erfitt uppdráttar líkt og félagar hans en þeir geta verið stoltir af því að hafa komist í úrslitaleikinn eftir að hafa slegið þrjú líð úr efstu deild úr leik á leiðinni. Swansea vann á hinn bóginn sinn fyrsta stórtitil og taka við af Liverpool sem Deildarbikarmeistarar. Það var kannski táknrænt í haust að Swansea skyldi slá Liverpool út úr keppnini þegar þeir unnu 1:3 á Anfield.
Víst er að þeir Brendan Rodgers og Joe Allen hafa glaðst í dag. Brendan sem fyrrum stjóri sem kom Swansea í efstu deild og Joe sem er uppalinn hjá félaginu frá barnæsku.
Knattspyrnan er óútreiknanleg en fyrir rúmum áratug var Swansea að berjast í bökkum í fjórðu deild en þá var Bradford í þeirri efstu! Þess má að lokum geta að lið frá Wales hefur ekki áður unnið Deildarbikarinn en Cardiff City vann F.A. bikarinn 1927.
Swansea réði lögum og lofum gegn Bradford, sem leikur í fjórðu deild, frá upphafi til enda og hefði getað unnið enn stærri sigur. Nathan Dyer og Michu skoruðu í fyrri hálfleik. Nathan bætti sínu öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Jonathan de Guzman sem skoraði tvö síðustu mörkin, það fyrra úr víti. Þegar það var dæmt var Matt Duke markmaður Bradford rekinn af velli og liðið einum færri eftir það.
Stephen Darby var hægri bakvörður í dag líkt og venjulega. Hann átti erfitt uppdráttar líkt og félagar hans en þeir geta verið stoltir af því að hafa komist í úrslitaleikinn eftir að hafa slegið þrjú líð úr efstu deild úr leik á leiðinni. Swansea vann á hinn bóginn sinn fyrsta stórtitil og taka við af Liverpool sem Deildarbikarmeistarar. Það var kannski táknrænt í haust að Swansea skyldi slá Liverpool út úr keppnini þegar þeir unnu 1:3 á Anfield.
Víst er að þeir Brendan Rodgers og Joe Allen hafa glaðst í dag. Brendan sem fyrrum stjóri sem kom Swansea í efstu deild og Joe sem er uppalinn hjá félaginu frá barnæsku.
Knattspyrnan er óútreiknanleg en fyrir rúmum áratug var Swansea að berjast í bökkum í fjórðu deild en þá var Bradford í þeirri efstu! Þess má að lokum geta að lið frá Wales hefur ekki áður unnið Deildarbikarinn en Cardiff City vann F.A. bikarinn 1927.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan