| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allt það helsta um Dietmar Hamann
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi fyrir árið 2013 fer fram á laugardagskvöldið. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Dietmar Hamann. Hér er allt það helsta um hann.
Nafn: Dietmar Hamann.
Fæðingardagur: 27. ágúst 1973.
Fæðingarstaður: Waldasson í Þýskalandi.
Félög: Bayern München (1989 til 1998), Newcastle United (1998 til 1999), Liverpool (1999 til 2006), Bolton Wanderers (2006), Manchester City (2006-2009) og Milton Keynes Dons (2010 til 2011).
Leikir með Liverpool: 283.
Mörk með Liverpool: 11.
Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari 2001 og 2006. Deildarbikarmeistari: 2001 og 2003. Skjaldarhafi: 2001. Evrópumeistari: 2005. Evrópumeistari félagsliða: 2001. Stórbikar Evrópu: 2001 og 2005.
Landsleikir með Þýskalandi: 59.
Landsliðsmörk: 5.
Undir 23. árs landsleikir: 6.
Fróðleikur...
- Dietmar byrjaði feril sinn hjá smáliðinu FC Wacker München áður en hann gekk til liðs við stórlið Bayern Munchen 1989.
- Honum vegnaði vel hjá Bayern og varð þýskur meistari 1994 og 1997. Hann varð svo bikarmeistari 1998 og Deildarbikarmeistari 1997. Didi var í sigurliði Bayern í Evrópukeppni félagsliða árið 1996.
- Á þeim tíma sem hann spilaði með Bayern lék hann með tveimur leikmönnum sem áttu seinna eftir að leika með honum hjá Liverpool. Þetta voru þeir Markus Babbel og Christian Ziege.
- Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Newcastle þegar Dietmar var keyptur þangað.
- Dietmar skoraði í vítaspyrnukeppninni þegar Liverpool vann Evrópubikarinn eftir sigur á AC Milan í Istanbúl. Hann var með brotið bein í fæti þegar hann tók spyrnuna!
- Didi skoraði með síðustu spyrnu sinni í búningi Liverpool. Þetta var vítaspyrnukeppninni í úrslitaleik F.A. bikarins 2006 þegar Liverpool vann West Ham United. Didi skoraði úr spyrnu sinni en lék aldrei aftur með Liverpool.
- Haustið 2000 skoraði Dietmar síðasta markið á gamla Wembley. Hann skoraði þá eina mark leiksins þegar Þjóðverjar unnu Englendinga.
- Dietmar var í silfurliði Þjóðverja á HM 2002. Þjóðverjar töpuðu 2:0 í úrslitaleik við Brasilíumenn. Ronaldo skoraði bæði mörkin.
- Ditmar hefur verið að mennta sig í þjálfun og er búinn að reyna sig sem framkvæmdastjóri. Hann var framkvæmdastjóri Stockport County frá sumari 2011 og fram í nóvember. Hann sagði þá af sér.
- Um þessar mundir er helst von í að sjá Didi í fjölmiðlum. Hann hefur verið að vinna við sjónvarpslýsingar og það má af og til sjá hann á sjónvarpsstöð Liverpool.
Með eigin orðum þegar hann yfirgaf Liverpool...
,,Ég myndi hafa viljað vinna Úrvalsdeildina en ég er ánægður með þá titla sem við unnum. Við vorum reyndar nokkuð heppnir í í sumum úrslitaleikjanna. En ég er bara þakklátur fyrir að hafa spilað fyrir jafn magnað félag og Liverpool."
Nafn: Dietmar Hamann.
Fæðingardagur: 27. ágúst 1973.
Fæðingarstaður: Waldasson í Þýskalandi.
Félög: Bayern München (1989 til 1998), Newcastle United (1998 til 1999), Liverpool (1999 til 2006), Bolton Wanderers (2006), Manchester City (2006-2009) og Milton Keynes Dons (2010 til 2011).
Leikir með Liverpool: 283.
Mörk með Liverpool: 11.
Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari 2001 og 2006. Deildarbikarmeistari: 2001 og 2003. Skjaldarhafi: 2001. Evrópumeistari: 2005. Evrópumeistari félagsliða: 2001. Stórbikar Evrópu: 2001 og 2005.
Landsleikir með Þýskalandi: 59.
Landsliðsmörk: 5.
Undir 23. árs landsleikir: 6.
Fróðleikur...
- Dietmar byrjaði feril sinn hjá smáliðinu FC Wacker München áður en hann gekk til liðs við stórlið Bayern Munchen 1989.
- Honum vegnaði vel hjá Bayern og varð þýskur meistari 1994 og 1997. Hann varð svo bikarmeistari 1998 og Deildarbikarmeistari 1997. Didi var í sigurliði Bayern í Evrópukeppni félagsliða árið 1996.
- Á þeim tíma sem hann spilaði með Bayern lék hann með tveimur leikmönnum sem áttu seinna eftir að leika með honum hjá Liverpool. Þetta voru þeir Markus Babbel og Christian Ziege.
- Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Newcastle þegar Dietmar var keyptur þangað.
- Dietmar skoraði í vítaspyrnukeppninni þegar Liverpool vann Evrópubikarinn eftir sigur á AC Milan í Istanbúl. Hann var með brotið bein í fæti þegar hann tók spyrnuna!
- Didi skoraði með síðustu spyrnu sinni í búningi Liverpool. Þetta var vítaspyrnukeppninni í úrslitaleik F.A. bikarins 2006 þegar Liverpool vann West Ham United. Didi skoraði úr spyrnu sinni en lék aldrei aftur með Liverpool.
- Haustið 2000 skoraði Dietmar síðasta markið á gamla Wembley. Hann skoraði þá eina mark leiksins þegar Þjóðverjar unnu Englendinga.
- Dietmar var í silfurliði Þjóðverja á HM 2002. Þjóðverjar töpuðu 2:0 í úrslitaleik við Brasilíumenn. Ronaldo skoraði bæði mörkin.
- Ditmar hefur verið að mennta sig í þjálfun og er búinn að reyna sig sem framkvæmdastjóri. Hann var framkvæmdastjóri Stockport County frá sumari 2011 og fram í nóvember. Hann sagði þá af sér.
- Um þessar mundir er helst von í að sjá Didi í fjölmiðlum. Hann hefur verið að vinna við sjónvarpslýsingar og það má af og til sjá hann á sjónvarpsstöð Liverpool.
Með eigin orðum þegar hann yfirgaf Liverpool...
,,Ég myndi hafa viljað vinna Úrvalsdeildina en ég er ánægður með þá titla sem við unnum. Við vorum reyndar nokkuð heppnir í í sumum úrslitaleikjanna. En ég er bara þakklátur fyrir að hafa spilað fyrir jafn magnað félag og Liverpool."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan