Dietmar Hamann
- Fæðingardagur:
- 27. ágúst 1973
- Fæðingarstaður:
- Waldasson, Þýskalandi
- Fyrri félög:
- Bayern Munchen, Newcastle
- Kaupverð:
- £ 7500000
- Byrjaði / keyptur:
- 22. júlí 1999
- Upplýsingar á LFChistory.net
- Skoða
Didi ólst upp í Bæjaralandi og kom því ekki á óvart að Bayern Munchen næði honum í sínar raðir þegar hann var 16 ára gamall. Hann vann þýska meistaratitilinn tvisvar og Evrópukeppni félagsliða með Bayern og lék alls 106 leiki og skoraði 6 mörk áður en hann ákvað að halda til Englands sumarið 1998. Fyrr um sumarið hafði hann leikið í öllum leikjum Þjóðverja í úrslitakeppni HM í Frakklandi.
Houllier var sannfærður um að Hamann geti fetað í fótspor Steve McMahon og Graeme Souness: "Hann getur allt; skotið jafnt með hægri og vinstri, á góðar sendingar, sterkur varnarlega séð jafnt sem sóknarlega og alltaf reiðubúinn að taka við boltanum og skapa hættu."
Allir sem á Dietmar Hamann horfa verða að fylgjast sérstaklega vel með því þegar hann fer með boltann út úr vörninni og upp völlinn. Það er ekki einn einasti möguleiki á að vinna boltann af honum. Didi mjakar sér framhjá andstæðingnum og eina úrræði þeirra virðist vera að brjóta á honum til þess að stöðva hann. Skottækni hans er nokkuð ábótavant en sú gríðarlega vinna sem hann leggur að baki milli varnar og sóknar er hans sterkasta hlið.
Tölfræðin fyrir Dietmar Hamann
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
1999/2000 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 |
1999/2000 | 28 - 1 | 2 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 0 - 0 | 30 - 1 |
2000/2001 | 30 - 2 | 5 - 1 | 5 - 0 | 13 - 0 | 0 - 0 | 53 - 3 |
2001/2002 | 31 - 1 | 2 - 0 | 1 - 0 | 12 - 0 | 2 - 0 | 48 - 1 |
2002/2003 | 30 - 2 | 1 - 0 | 1 - 0 | 9 - 0 | 1 - 0 | 42 - 2 |
2003/2004 | 25 - 2 | 4 - 0 | 1 - 0 | 5 - 1 | 0 - 0 | 35 - 3 |
2004/2005 | 30 - 0 | 0 - 0 | 3 - 0 | 10 - 1 | 0 - 0 | 43 - 1 |
2005/2006 | 17 - 0 | 2 - 0 | 1 - 0 | 10 - 0 | 2 - 0 | 32 - 0 |
Samtals | 191 - 8 | 16 - 1 | 12 - 0 | 59 - 2 | 5 - 0 | 283 - 11 |
Fréttir, greinar og annað um Dietmar Hamann
Fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hamann hælir Klopp -
| Sf. Gutt
Allt það helsta um Dietmar Hamann -
| Grétar Magnússon
Styttist í Keisarann -
| Grétar Magnússon
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Heimir Eyvindarson
Magnaður heiðursgestur! -
| Arnar Magnús Róbertsson
Dietmar Hamann í viðtali -
| Sf. Gutt
Fylgst með úr fjarlægð -
| AB
UPPFÆRT: Dietmar Hamann fór til Bolton og síðan til Man City -
| AB
Hamann stendur frammi fyrir erfiðu vali -
| AB
Hamann á leið til Bolton -
| Sf. Gutt
Landsliðsferli Dietmar Hamann er lokið -
| Sf. Gutt
Mikilvægi Keisarans -
| Sf. Gutt
Dietmar tryggði varaliðinu sigur með stórfenglegu marki -
| HI
Dietmar Hamann ekki með gegn Boro -
| HI
Hamann tæpur fyrir helgina -
| Sf. Gutt
Dietmar slapp vel