| Sf. Gutt

Gary segir nóg eftir í Steven!

Leikmenn fá ágóðaleik þegar þeir hætta eða þá að farið er að styttast í ferli þeirra. Steven Gerrard fær sinn ágóðaleik á laugardaginn þegar Liverpool mætir gríska liðinu Olympiakos. Gary McAllister, fyrrum leikmaður Liverpool, segir nóg eftir í Steven þó svo að komið sé að ágóðaleik hans. Skotinn telur að Steven geti haldið áfram svo lengi sem hann vilji sjálfur spila knattspyrnu.

,,Það er bara undir honum sjálfum komið. Ég sá talsvert af leikjum Liverpool á síðasta ári og fyrir utan Luis Suarez, sem átti framúrskarandi leiktíð, þá var Stevie alveg jafn góður og hann var á gullaldarárum sínum. Hann getur auðveldlega spilað í tvær eða þrjár leiktíðir í viðbót."

Sem fyrr segir fer ágóðaleikur Steven fram á laugardaginn og þá munu margir af fyrrum félögum hans örugglega mæta til leiks. En verður Gary Mc í liðinu með Stevie?

,,Ég er opinn fyrir tilboðum! Ég lék í ágóðaleiknum hans Carra. Ef hann þarf sköllóttan, gamlan Skota í tíu mínútur þá verð ég reiðubúinn!"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan