Fleiri medalíur og minningar!
Steven Gerrard er þakklátur fyrir hversu vel honum hefur vegnað á ferli sínum hjá Liverpool. Hann vill þó bæta við titlum áður en hann hættir að spila knattspyrnu. Steven segist aldrei hafa ímyndað sér, þegar hann var að byrja að æfa, að hann ætti eftir að spila með aðalliðinu hvað þá annað! Steven Gerrard hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í tilefni af ágóðaleik hans.
,,Mér datt aldrei í hug að ég myndi ná að leika með aðalliðinu. Það var ekki fyrr en þegar ég var orðinn svona 16 eða 17 ára að mér kom í hug að ég ætti kannski einhverja smá möguleika. Það er eiginlega alveg út í hött að ég sitji hér nú sem fyrirliði, eftir alla leikina sem ég hef spilað, öll mörkin sem ég hef skorað og allt það sem ég hef upplifað. Mig langar til að halda áfram að njóta alls þessa næstu árin og vil ekki að þetta taki enda. Fólk hefur rætt um hollustu mína við félagið en ég kann líka sannarlega að meta hollustuna sem félagið hefur sýnt mér. Að það skyldi bjóða mér ágóðaleik sýnir vel tryggð þess við mig."
Fyrir utan öll afrekin, titlana og mörkin þá nær Steven enn einu afrekinu á komandi leiktíð. Hann verður þá búinn að vera fyrirliði Liverpool í áratug og slær met goðsagnarinnar Alex Raisbeck sem lék með Liverpool í upphafi síðustu aldar. Sem sagt nýtt félagsmet og nýju afreki hægt að bæta á afrekalistann.
,,Ég er mjög lánsamur og ég er virkilega heppinn að vera fyrirliði Liverpool Football Club. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þess hversu lánsamur ég er. Þess vegna reyni ég að leggja mig allan fram hvern einasta dag sem ég fer í vinnuna til að æfa og hvert skipti sem ég klæði mig í búninginn. Ég á nokkur ár eftir og vonandi næ ég að ná þeim markmiðum sem ég set mér og hef gert alla tíð á ferlinum mínum. Ég nýt hvers einasta dags."
,,Ég er nýorðinn 33. ára og ég geri mér grein fyrir því að það er farið að styttast í ferlinum. Ég einset mér að njóta alls þess sem ég á eftir að upplifa og vonandi á ég eftir að upplifa eitthvað ánægjulegt áður en yfir lýkur. Mig langar að vinna nokkra fleiri bikara áður en ég hætti og spila í Meistaradeildinni á nýjan leik. Það er því ennþá nóg eftir af markmiðum sem mig langar til að ná."
Hér eru myndir frá ferli Steven Gerrard af Liverpoolfc.com.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!