| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stewart Downing er á förum
Allt útlit er á því að Stewart Downing yfirgefi Liverpool hvern næsta dag. Hermt er að búið sé að semja um að hann fari til West Ham United. Um daginn var hann orðaður við Newcastle United en Alan Pardew framkvæmdastjóri þeirra sagði það ekki standa til.
En nú greina áreiðanlegir fjölmilar frá því að forráðamenn Liverpool og West Ham séu búnir að ná samkomulagi um verð á leikmanninum. Hann á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör. Fari svo sem horfir þá verður Stewart þriðji leikmaðurinn sem fer þessa sömu leið á árinu en Joe Cole og Andy Carroll ruddu brautina.
Liverpool keypti Stewart frá Aston Villa sumarið 2011. Kaupverð er sagt hafa verið 20 milljónir sterlingspunda en einhverjir fjölmiðar segja Liverpool fá um sex milljónir fyrir enska landsliðsmanninn. Kenny Dalglish keypti Stewart til að leggja upp mörk fyrir Andy og nú er Sam Allardyce greinilega með sömu hugmyndafræði. Stewart lagði lítið upp fyrir Andy hjá Liverpool en það er spurning hvernig gengur hjá Hömrunum ef af vistaskiptum verður.
Stewart Downing náði sér ágætilega á strik á síðustu leiktíð og hefur leikið þokkalega í æfingaleikjunum í sumar. Síðast lék hann gegn Celtic á laugardaginn. Það er þó allt útlit á því að Brendan Rodgers sé búinn að ákveða að best sé að selja útherjann sem aldrei stóð undir væntingum hjá Liverpool.
En nú greina áreiðanlegir fjölmilar frá því að forráðamenn Liverpool og West Ham séu búnir að ná samkomulagi um verð á leikmanninum. Hann á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör. Fari svo sem horfir þá verður Stewart þriðji leikmaðurinn sem fer þessa sömu leið á árinu en Joe Cole og Andy Carroll ruddu brautina.
Liverpool keypti Stewart frá Aston Villa sumarið 2011. Kaupverð er sagt hafa verið 20 milljónir sterlingspunda en einhverjir fjölmiðar segja Liverpool fá um sex milljónir fyrir enska landsliðsmanninn. Kenny Dalglish keypti Stewart til að leggja upp mörk fyrir Andy og nú er Sam Allardyce greinilega með sömu hugmyndafræði. Stewart lagði lítið upp fyrir Andy hjá Liverpool en það er spurning hvernig gengur hjá Hömrunum ef af vistaskiptum verður.
Stewart Downing náði sér ágætilega á strik á síðustu leiktíð og hefur leikið þokkalega í æfingaleikjunum í sumar. Síðast lék hann gegn Celtic á laugardaginn. Það er þó allt útlit á því að Brendan Rodgers sé búinn að ákveða að best sé að selja útherjann sem aldrei stóð undir væntingum hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan