| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool ferðast til höfuðborgarinnar á morgun til að keppa við Fulham á Craven Cottage. Mikilvægt er að fylgja eftir góðum leik gegn Arsenal á laugardaginn.
Ég trúi því hins vegar og treysti að Brendan Rodgers þurfi ekki að fórna höndum á morgun. Hann og leikmenn liðsins gera sér auðvitað fyllilega grein fyrir því að liðið má ekki falla í sama fúla pyttinn og eftir Everton leikinn, þegar liðið tapaði tveimur stigum gegn WBA. En það er ekki nóg að vita, það verður líka að gera og ég ætla svo sannarlega að vona að menn mæti fullir einbeitingar í leikinn á morgun þannig að maður þurfi ekki sitja í sárum annað kvöld.
Brendan Rodgers er að gera virkilega góða hluti með þetta lið og eins og staðan er í dag er liðið í bullandi sjéns að endurheimta sæti í Meistaradeildinni, sem er auðvitað lykilatriði upp á framhaldið. En til þess að sá draumur megi rætast þá verður liðið að mæta af fullum krafti í alla leiki. Ég ætlast ekki til þess að fá sama hlaðborðið og á laugardaginn, en ég geri einfaldlega kröfu um sigur annað kvöld.
Mín spá er 3-0 fyrir Liverpool og ekkert déskotans múður!
YNWA!
Oft hefur verið talað um að stöðugleika hafi skort hjá Liverpool. Það sannaðist til að mynda í leiknum gegn WBA um daginn þar sem tvö stig töpuðust fyrir andleysi og ótrúlegan klaufagang, eftir að liðið hafði gjörsigrað Everton í leiknum á undan. Við stuðningsmenn liðsins erum alvanir þessum sveiflum. Því miður.
Liverpool gjörsigraði topplið deildarinnar á laugardaginn, í leik sem stuðningsmenn liðsins munu seint gleyma. Á morgun, fjórum dögum eftir þann frábæra leik, ferðast liðið til Lundúnaborgar og mætir Fulham. Liði sem Liverpool á að vinna á eðlilegum degi. Nú ríður á að halda haus og fylgja sigrinum gegn Arsenal eftir, því eins og Steven Gerrard benti réttilega á í gær þá mun Arsenal leikurinn engu skipta í vor, ef við náum ekki topp 4.
Liverpool hefur gengið ágætlega með Fulham í síðustu leikjum. Leikur liðanna á Anfield í haust endaði 4-0 fyrir Liverpool, sem eru sömu lokatölur og í leik liðanna á Anfield á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð vann Liverpool leikina tvo samanlagt 7-1, sem var veruleg bæting frá leiktíðinni 2011-2012 þegar Fulham sigraði samanlagt 2-0. Þegar allt er talið hefur Liverpool unnið 15 af 25 leikjum liðanna í Úrvalsdeild.
Í leik liðanna á Craven Cottage á síðustu leiktíð fór Liverpool með öruggan sigur af hólmi. Lokatölur urðu 1-3 og Daniel Sturridge skoraði öll mörk okkar manna. Þetta var jafnframt fyrsta þrenna Sturridge í Úrvalsdeild. Það væri ekki leiðinlegt ef Daniel endurtæki þann leik á morgun.
Af okkar mönnum er það annars að frétta að það er aðeins að rofa til í meiðslamálum, því líklega verða bæði Daniel Agger og Glen Johnson í hópnum á morgun. Enginn bættist á meiðslalistann eftir leikinn gegn Arsenal, ekki einu sinni Jordan Henderson sem þó brákaðist á úlnlið, þannig að nú eru aðeins Enrique, Lucas og Sakho á listanum. Að vísu er Coates líka meiddur en hann telst ekki með þessa dagana. Þær góðu fréttir bárust svo af Lucas í dag, að hann yrði væntanlega klár í slaginn fyrr en ætlað var. Hann hefur verið frá í 3 vikur vegna hnémeiðsla og búist var við því að hann yrði frá í a.m.k. 6 vikur, en hann er byrjaður á léttu skokki þannig að hans bati er vel á undan áætlun.
Það hefur talsvert mikið gengið á í herbúðum Fulham á þessari leiktíð. Liðinu hefur gengið afleitlega og situr eins og er á botni deildarinnar með 20 stig. Hollendingurinn Martin Jol var látinn fara um mánaðamótin nóvember-desember og við starfi hans tók landi hans René Meulensteen. René hefur hringlað heilmikið með hópinn að undanförnu og til marks um það sat einn dáðasti leikmaður liðsins, Norðmaðurinn Brede Hangeland, á bekknum í jafnteflinu gegn Manchester United á sunnudaginn.
Fulham keypti gríska framherjann Kostas Mitroglou í janúarglugganum og þar að auki komu John Heitinga, Clint Dempsey, Lewis Holtby og William Kvist allir til liðsins á lánssamningum. Þrátt fyrir þessa liðsstyrkingu og stjóraskiptin hefur gengi liðsins ekki batnað að neinu marki. Fulham hefur ekki unnið leik í deildinni síðan á nýársdag og liðið hefur fengið á sig flest mörk allra í Úrvalsdeild, eða 55 mörk í 25 leikjum. Sem verður að teljast ágætt afrek.
Liverpool hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni í vetur og þess vegna er eðlilegt að gera þá kröfu á okkar menn að þeir komi boltanum í netið annað kvöld, gegn verstu vörn deildarinnar. Því miður er þó lítið að treysta á okkar menn eftir stórleiki, þannig að það er allt eins líklegt að andleysi og áhugaleysi verði ríkjandi á morgun og liðið nái ekki að landa þremur stigum.
Liverpool gjörsigraði topplið deildarinnar á laugardaginn, í leik sem stuðningsmenn liðsins munu seint gleyma. Á morgun, fjórum dögum eftir þann frábæra leik, ferðast liðið til Lundúnaborgar og mætir Fulham. Liði sem Liverpool á að vinna á eðlilegum degi. Nú ríður á að halda haus og fylgja sigrinum gegn Arsenal eftir, því eins og Steven Gerrard benti réttilega á í gær þá mun Arsenal leikurinn engu skipta í vor, ef við náum ekki topp 4.
Liverpool hefur gengið ágætlega með Fulham í síðustu leikjum. Leikur liðanna á Anfield í haust endaði 4-0 fyrir Liverpool, sem eru sömu lokatölur og í leik liðanna á Anfield á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð vann Liverpool leikina tvo samanlagt 7-1, sem var veruleg bæting frá leiktíðinni 2011-2012 þegar Fulham sigraði samanlagt 2-0. Þegar allt er talið hefur Liverpool unnið 15 af 25 leikjum liðanna í Úrvalsdeild.
Í leik liðanna á Craven Cottage á síðustu leiktíð fór Liverpool með öruggan sigur af hólmi. Lokatölur urðu 1-3 og Daniel Sturridge skoraði öll mörk okkar manna. Þetta var jafnframt fyrsta þrenna Sturridge í Úrvalsdeild. Það væri ekki leiðinlegt ef Daniel endurtæki þann leik á morgun.
Af okkar mönnum er það annars að frétta að það er aðeins að rofa til í meiðslamálum, því líklega verða bæði Daniel Agger og Glen Johnson í hópnum á morgun. Enginn bættist á meiðslalistann eftir leikinn gegn Arsenal, ekki einu sinni Jordan Henderson sem þó brákaðist á úlnlið, þannig að nú eru aðeins Enrique, Lucas og Sakho á listanum. Að vísu er Coates líka meiddur en hann telst ekki með þessa dagana. Þær góðu fréttir bárust svo af Lucas í dag, að hann yrði væntanlega klár í slaginn fyrr en ætlað var. Hann hefur verið frá í 3 vikur vegna hnémeiðsla og búist var við því að hann yrði frá í a.m.k. 6 vikur, en hann er byrjaður á léttu skokki þannig að hans bati er vel á undan áætlun.
Fulham keypti gríska framherjann Kostas Mitroglou í janúarglugganum og þar að auki komu John Heitinga, Clint Dempsey, Lewis Holtby og William Kvist allir til liðsins á lánssamningum. Þrátt fyrir þessa liðsstyrkingu og stjóraskiptin hefur gengi liðsins ekki batnað að neinu marki. Fulham hefur ekki unnið leik í deildinni síðan á nýársdag og liðið hefur fengið á sig flest mörk allra í Úrvalsdeild, eða 55 mörk í 25 leikjum. Sem verður að teljast ágætt afrek.
Liverpool hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni í vetur og þess vegna er eðlilegt að gera þá kröfu á okkar menn að þeir komi boltanum í netið annað kvöld, gegn verstu vörn deildarinnar. Því miður er þó lítið að treysta á okkar menn eftir stórleiki, þannig að það er allt eins líklegt að andleysi og áhugaleysi verði ríkjandi á morgun og liðið nái ekki að landa þremur stigum.
Ég trúi því hins vegar og treysti að Brendan Rodgers þurfi ekki að fórna höndum á morgun. Hann og leikmenn liðsins gera sér auðvitað fyllilega grein fyrir því að liðið má ekki falla í sama fúla pyttinn og eftir Everton leikinn, þegar liðið tapaði tveimur stigum gegn WBA. En það er ekki nóg að vita, það verður líka að gera og ég ætla svo sannarlega að vona að menn mæti fullir einbeitingar í leikinn á morgun þannig að maður þurfi ekki sitja í sárum annað kvöld.
Brendan Rodgers er að gera virkilega góða hluti með þetta lið og eins og staðan er í dag er liðið í bullandi sjéns að endurheimta sæti í Meistaradeildinni, sem er auðvitað lykilatriði upp á framhaldið. En til þess að sá draumur megi rætast þá verður liðið að mæta af fullum krafti í alla leiki. Ég ætlast ekki til þess að fá sama hlaðborðið og á laugardaginn, en ég geri einfaldlega kröfu um sigur annað kvöld.
Mín spá er 3-0 fyrir Liverpool og ekkert déskotans múður!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan