Bajcetic til Las Palmas
Stefan Bajcetic sem hefur verið á láni hjá RB Salzburg í vetur er á leiðinni til Las Palmas, þar sem hann verður á láni út tímabilið, samkvæmt Fabrizio Romano.
Bajcetic var ein bjartasta vonin í leikmannahópi Liverpool tímabilið 2022-2023, en meiddist í mars ’23 og lék aðeins einn leik á síðustu leiktíð. Hann var lánaður til RB Salzburg í sumar og spilaði slatta framan af, meðan Pep Lijnders var við stjórnvölinn hjá austurríska liðinu. Eftir að Pep fékk sparkið hefur Bajcetic spilað minna og hann mun hafa óskað eftir því sjálfur að komast burt frá Salzburg.
Miklar vonir voru bundnar við veru Bajcetic hjá Salzburg. Arne Slot sagði í sumar að það væri lykilatriði fyrir hann að fá spilatíma til að koma sér í form, eftir 15 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Síðan Pep var látinn fara hefur Bajcetic aðeins byrjað inná einu sinni, þannig að það er trúlega eina vitið að koma sér eitthvað annað.
Bajcetic er fæddur og uppalinn í Vigo á norð-vesturströnd Spánar, þannig að tungumálið mun allavega ekki vefjast fyrir honum á Kanarí. Las Palmas er í 15. sæti í La Liga og ætti að geta notað Bajcetic eitthvað.
YNWA
-
| Heimir Eyvindarson
Gapko ekki með á æfingu í dag -
| Heimir Eyvindarson
Virgil Van Dijk vill að leikmenn fari ekki fram úr sér. Nú sé að duga eða drepast -
| Sf. Gutt
Erum staðfastir í baráttunni -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Arne Slot fær tveggja leikja bann -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið!