| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Upplýsingar um árshátíð og Farley vikunnar
Hér má lesa nánari upplýsingar um árshátíðina sem haldin verður í mars, já og Farley vikunnar.
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin laugardaginn 22. mars næstkomandi. Um leið og við fögnum 20 ára starfsafmæli klúbbsins gerum við okkur glaðan dag með stórstjörnum frá Englandi. Veislustjóri og ræðumaður kvöldins eru heldur ekki af verri endanum.
Þennan dag leika okkar menn útileik við Cardiff City en eins og menn vita hefur Robbie Fowler sterk tengsl til beggja félaga þó tengslin séu auðvitað langsterkust við okkar ástkæra félag. Það verður líklega margt um manninn á Spot þennan dag.
Forsala hefst í næstu viku og verða allar nánari upplýsingar sendar til klúbbfélaga á næstu dögum sem og birtar hér á vefnum líka.
Miðaverð í ár er kr. 9.900 fyrir félaga í Liverpoolklúbbnum á Íslandi. Nánari tímasetningar auglýstar síðar.
Hér eru svo nánari upplýsingar um árshátíðina sjálfa:
Dagsetning: 22. mars 2014.
Staður: Spot í Kópavogi, heimavöllur okkar.
Heiðursgestir: Robbie Fowler og Darren Farley.
Veislustjóri: Gunnar á Völlum.
Ræðumaður kvöldsins: Stefán Pálsson.
Matseðill: Forréttur - Steikarhlaðborð.
Þetta er viðburður sem hreinlega er ekki hægt að láta fram hjá sér fara !
Að lokum er það svo myndband vikunnar með Darren Farley. Í raun er þetta heill playlisti sem menn geta skemmt sér við.
Miðaverð í ár er kr. 9.900 fyrir félaga í Liverpoolklúbbnum á Íslandi. Nánari tímasetningar auglýstar síðar.
Hér eru svo nánari upplýsingar um árshátíðina sjálfa:
Dagsetning: 22. mars 2014.
Staður: Spot í Kópavogi, heimavöllur okkar.
Heiðursgestir: Robbie Fowler og Darren Farley.
Veislustjóri: Gunnar á Völlum.
Ræðumaður kvöldsins: Stefán Pálsson.
Matseðill: Forréttur - Steikarhlaðborð.
Þetta er viðburður sem hreinlega er ekki hægt að láta fram hjá sér fara !
Að lokum er það svo myndband vikunnar með Darren Farley. Í raun er þetta heill playlisti sem menn geta skemmt sér við.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah
Fréttageymslan