| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Nú er loksins komið að deildarleik á ný eftir rúmlega viku frí. Okkar menn mæta Swansea City á heimavelli á sunnudaginn kemur kl. 13:30.
Eins og flestir vita þá er þetta gamli klúbburinn hans Brendan Rodgers en hann stýrði þeim frá árinu 2010 og til 2012 er hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Liverpool.
Swansea ráku nýlega manninn sem tók við af Rodgers, Danann Michael Laudrup eftir slakt gengi á tímabilinu. Við starfi hans tók Garry Monk fyrirliði liðsins sem er búinn að vera lengi hjá félaginu. Síðan Monk tók við hafa þeir unnið Cardiff City í nágrannaslag, gert jafntefli gegn Stoke og tapað í bikarnum gegn Everton. Á fimmtudaginn var léku þeir svo við Rafa Benítez og hans menn í Napoli á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem heimamenn voru víst mun betra liðið.
En hvað um það, þeir mæta á Anfield á sunnudaginn og vilja örugglega ekki endurtaka leikinn frá því á síðustu leiktíð er þeir töpuðu illa 5-0. Reyndar stilltu þeir upp hálfgerðu varaliði þann dag þar sem þeir áttu úrslitaleik í Deildarbikarnum viku síðar. Í þessum stórsigri skoruðu mörkin þeir Gerrard úr víti, Coutinho, José Enrique, Suarez og Sturridge en markið hans var einnig úr vítaspyrnu. Það er ljóst að Swansea stilla ekki upp neinu varaliði að þessu sinni enda eru þeir í smávægilegri fallbaráttu enn sem komið er.
Brendan Rodgers tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að Glen Johnson kemur inní leikmannahópinn eftir meiðsli og tekur hann væntanlega stöðu Jon Flanagan í hægri bakverði. Hvort að Aly Cissokho haldi stöðu sinni kemur í ljós en hann hefur nú ekki verið að spila illa undanfarið og ætti með réttu að spila þennan leik. Sem fyrr eru þeir Mamadou Sakho og José Enrique á meiðslalistanum en Daniel Agger er til taks á ný eftir að hafa komist óskaddaður frá leiknum við Arsenal í bikarnum um síðustu helgi.
- Sem fyrr er Luis Suarez markahæstur með 23 mörk í deildinni.
- Suarez hefur hinsvegar ekki skorað í síðan í 4-0 sigrinum á Everton í lok janúar, það hlýtur að styttast í næsta mark.
- Daniel Sturridge hefur hinsvegar skorað í síðustu 7 deildarleikjum í röð.
- Ef hann skorar gegn Swansea mun hann jafna árangur Ruud Van Nistelrooy frá tímabilinu 01/02.
- Liverpool hafa skorað næst flest mörk allra liða í deildinni, 66 talsins.
- Liverpool hafa skorað flest mörk með skalla á leiktíðinni eða alls 10 mörk.
- Liðið hefur, eins og oft áður, skotið oftast í markrammann á leiktíðinni eða 20 sinnum.
- Aðeins einu sinni í síðustu 11 deildarleikjum hefur tekist að halda markinu hreinu.
Eins og flestir vita þá er þetta gamli klúbburinn hans Brendan Rodgers en hann stýrði þeim frá árinu 2010 og til 2012 er hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Liverpool.
Swansea ráku nýlega manninn sem tók við af Rodgers, Danann Michael Laudrup eftir slakt gengi á tímabilinu. Við starfi hans tók Garry Monk fyrirliði liðsins sem er búinn að vera lengi hjá félaginu. Síðan Monk tók við hafa þeir unnið Cardiff City í nágrannaslag, gert jafntefli gegn Stoke og tapað í bikarnum gegn Everton. Á fimmtudaginn var léku þeir svo við Rafa Benítez og hans menn í Napoli á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem heimamenn voru víst mun betra liðið.
En hvað um það, þeir mæta á Anfield á sunnudaginn og vilja örugglega ekki endurtaka leikinn frá því á síðustu leiktíð er þeir töpuðu illa 5-0. Reyndar stilltu þeir upp hálfgerðu varaliði þann dag þar sem þeir áttu úrslitaleik í Deildarbikarnum viku síðar. Í þessum stórsigri skoruðu mörkin þeir Gerrard úr víti, Coutinho, José Enrique, Suarez og Sturridge en markið hans var einnig úr vítaspyrnu. Það er ljóst að Swansea stilla ekki upp neinu varaliði að þessu sinni enda eru þeir í smávægilegri fallbaráttu enn sem komið er.
Brendan Rodgers tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að Glen Johnson kemur inní leikmannahópinn eftir meiðsli og tekur hann væntanlega stöðu Jon Flanagan í hægri bakverði. Hvort að Aly Cissokho haldi stöðu sinni kemur í ljós en hann hefur nú ekki verið að spila illa undanfarið og ætti með réttu að spila þennan leik. Sem fyrr eru þeir Mamadou Sakho og José Enrique á meiðslalistanum en Daniel Agger er til taks á ný eftir að hafa komist óskaddaður frá leiknum við Arsenal í bikarnum um síðustu helgi.
Af síðustu fimm viðureignum liðanna í deild hafa þrír endað með jafntefli, Swansea unnið einn og Liverpool einn. Ef okkar menn ætla sér að halda áfram að pressa toppliðin og halda fjórða sætinu er sigur nauðsynlegur í þessum leik.
Eins og áður sagði eru Swansea í smávægilegri fallbaráttu en fjögur stig úr síðustu tveimur deildarleikjum hafa reyndar lyft þeim upp í 10. sæti deildarinnar. Það munar hinsvegar aðeins fjórum stigum á liði í fallsæti og Swansea þannig að fallbarátta skal það kallast eins og staðan er núna. Okkar menn eru sem fyrr í fjórða sæti með 53 stig, þremur stigum betur en Tottenham og stigi á eftir Manchester City, sem eiga leik til góða.
Spáin að þessu sinni er einföld: Okkar menn vinna öruggan 3-0 sigur á gestunum frá Wales. Liðið hefur spilað mjög vel á heimavelli á tímabilinu og vonandi heldur sú spilamennska áfram.
Eins og áður sagði eru Swansea í smávægilegri fallbaráttu en fjögur stig úr síðustu tveimur deildarleikjum hafa reyndar lyft þeim upp í 10. sæti deildarinnar. Það munar hinsvegar aðeins fjórum stigum á liði í fallsæti og Swansea þannig að fallbarátta skal það kallast eins og staðan er núna. Okkar menn eru sem fyrr í fjórða sæti með 53 stig, þremur stigum betur en Tottenham og stigi á eftir Manchester City, sem eiga leik til góða.
Spáin að þessu sinni er einföld: Okkar menn vinna öruggan 3-0 sigur á gestunum frá Wales. Liðið hefur spilað mjög vel á heimavelli á tímabilinu og vonandi heldur sú spilamennska áfram.
Fróðleikur:
- Sem fyrr er Luis Suarez markahæstur með 23 mörk í deildinni.
- Suarez hefur hinsvegar ekki skorað í síðan í 4-0 sigrinum á Everton í lok janúar, það hlýtur að styttast í næsta mark.
- Daniel Sturridge hefur hinsvegar skorað í síðustu 7 deildarleikjum í röð.
- Ef hann skorar gegn Swansea mun hann jafna árangur Ruud Van Nistelrooy frá tímabilinu 01/02.
- Liverpool hafa skorað næst flest mörk allra liða í deildinni, 66 talsins.
- Liverpool hafa skorað flest mörk með skalla á leiktíðinni eða alls 10 mörk.
- Liðið hefur, eins og oft áður, skotið oftast í markrammann á leiktíðinni eða 20 sinnum.
- Aðeins einu sinni í síðustu 11 deildarleikjum hefur tekist að halda markinu hreinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan