Geta orðið meistarar!
Liverpool er í toppbaráttunni. Mesta áherslan verður á að ná einu af efstu sætunum sem gefa möguleika á þátttöku í Meistaradeildinni. Javier Mascherano, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi lykilmaður hjá Barcelona, segir að titillinn sjálfur gæti vel unnist.
,,Liðið er ekki mörgum stigum á eftir svo það gæti vel unnið Úrvalsdeildina. Því ekki það? Ég hef fylgst náið með Liverpool frá því ég fór frá félaginu og liðið hefur tekið miklum framförum á þessari leiktíð. Liðið er með miklu meira sjálfstraust og er að standa sig mjög vel. Ég er mjög ánægður fyrir hönd strákanna því ég á ennþá vini hjá félaginu eins og Steven Gerrard og Lucas."
Javier telur að einn maður geti skipt sköpum í titilbaráttunni og sá er hinn magnaði Luis Suarez sem hefur farið á kostum á leiktíðinni.
,,Mér finnst Suarez vera lykilmaður í liði Liverpool. Hann hefur mikinn skapstyrk. Hann hentar Liverpool vel því þetta snýst ekki bara um hvað maður getur í fótbolta og hann er sannarlega í fremstu röð hvað það varðar. Hann býr líka yfir miklum skapstyrk og leikur stórt hlutverk í því sem Liverpool er að afreka undir stjórn Rodgers."
Argentínumaðurinn hefur verið sigursæll hjá Barcelona eftir að hann fór frá Liverpool. Hann veit hvað til þarf til að vinna titla og hver veit nema hann hafi séð mestaraefni í gamla liðinu sínu. Vonandi!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!