| Sf. Gutt
Mamadou Sakho fór ekki gáfulega að ráði sínu á laugardaginn þegar hann komst að því að hann væri ekki í leikmannahópnum fyrir leikinn við Everton. Þegar hann fékk þær fréttir mun hann hafa yfirgefið Anfield og farið heim til sín.
Þessi viðbrögð hans hafa skiljanlega ekki fallið í góðan jarðveg í herbúðum Liverpool og hann var ekki með í för þegar Brendan Rodgers hélt með föruneyti sitt til Sviss í dag. Talið er að Frakkinn sé heima vegna uppátækis síns á laugardaginn.
Mamadou sá þó að sér og bað félagið, stuðningsmenn og alla viðkomandi afsökunar um helgina eftir að brotthlaup hans hafði spurst út. Frakkinn hefur ekki, frekar en aðrir varnarmenn Liverpool, verið nógu sannfærandi það sem af er leiktíðar. Hann þótti leika slaklega gegn Middlesbrough í síðustu viku þó svo að hann hafi skilað vítaspyrnu sinni örugglega í mark.
Það var ekki gáfulegt hjá Mamadou að fara svona að ráði sínu og kannski á brotthlaup hans eftir að draga dilk á eftir sér fyrir hann.
TIL BAKA
Mamadou í vondum málum?

Þessi viðbrögð hans hafa skiljanlega ekki fallið í góðan jarðveg í herbúðum Liverpool og hann var ekki með í för þegar Brendan Rodgers hélt með föruneyti sitt til Sviss í dag. Talið er að Frakkinn sé heima vegna uppátækis síns á laugardaginn.
Mamadou sá þó að sér og bað félagið, stuðningsmenn og alla viðkomandi afsökunar um helgina eftir að brotthlaup hans hafði spurst út. Frakkinn hefur ekki, frekar en aðrir varnarmenn Liverpool, verið nógu sannfærandi það sem af er leiktíðar. Hann þótti leika slaklega gegn Middlesbrough í síðustu viku þó svo að hann hafi skilað vítaspyrnu sinni örugglega í mark.
Það var ekki gáfulegt hjá Mamadou að fara svona að ráði sínu og kannski á brotthlaup hans eftir að draga dilk á eftir sér fyrir hann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan