| Sf. Gutt
Þann 25. ágúst síðastliðinn var tilkynnt að Mario Balotelli hefði gengið til liðs við Liverpool. Um leið var greint frá því að Mario myndi spila í treyju númer 45. Samstundis var auðvitað hægt að kaupa treyjur með nafni og númeri ítalska framherjans. Þegar þessi sami dagur var að kveldi kominn höfðu verslanir á vegum Liverpool Football Club selt treyjur merktar Balotelli fyrir hvorki meira né minna en næstum 10 milljónir íslenskra króna!
Þessar sölutölur segja sitt um hversu miklir peningar eru í gangi í knattspyrnuheiminum. Það ber að hafa í huga að eitthvað var liðið á dag þegar tilkynnt var um að Mario væri orðinn leikmaður Liverpool. Það var því ekki svo að allur dagurinn væri undir í treyjusölu með Balotelli. Hvað skyldi vera búið að selja Liverpool treyjur með númerinu 45 fyrir háa upphæð frá því Mario kom til Liverpool núna rúmum mánuði eftir að hann kom til Englands?
Þó svo að öllu máli skipti að kaupa knattspyrnumenn sem eru góðir í sínu fagi þá segir það sér sjálft að miklu skiptir að leikmennirnir gefi líka vel af sér í verslunum knattspyrnufélaganna. Svona er nútíminn í knattspyrnuheiminum!
TIL BAKA
Treyjur seldar fyrir 10 milljónir!
Þann 25. ágúst síðastliðinn var tilkynnt að Mario Balotelli hefði gengið til liðs við Liverpool. Um leið var greint frá því að Mario myndi spila í treyju númer 45. Samstundis var auðvitað hægt að kaupa treyjur með nafni og númeri ítalska framherjans. Þegar þessi sami dagur var að kveldi kominn höfðu verslanir á vegum Liverpool Football Club selt treyjur merktar Balotelli fyrir hvorki meira né minna en næstum 10 milljónir íslenskra króna!
Þessar sölutölur segja sitt um hversu miklir peningar eru í gangi í knattspyrnuheiminum. Það ber að hafa í huga að eitthvað var liðið á dag þegar tilkynnt var um að Mario væri orðinn leikmaður Liverpool. Það var því ekki svo að allur dagurinn væri undir í treyjusölu með Balotelli. Hvað skyldi vera búið að selja Liverpool treyjur með númerinu 45 fyrir háa upphæð frá því Mario kom til Liverpool núna rúmum mánuði eftir að hann kom til Englands?
Þó svo að öllu máli skipti að kaupa knattspyrnumenn sem eru góðir í sínu fagi þá segir það sér sjálft að miklu skiptir að leikmennirnir gefi líka vel af sér í verslunum knattspyrnufélaganna. Svona er nútíminn í knattspyrnuheiminum!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan