| Heimir Eyvindarson
Mario Balotelli meiddist á æfingu með ítalska landsliðinu í gær. Í fyrstu var talið að meiðslin væru smávægileg en nú í morgunsárið var tekin ákvörðun um að draga hann út úr hópnum.
Balotelli var í fyrsta sinn með landsliðinu frá því á HM í sumar og því hljóta þetta að vera mikil vonbrigði fyrir hann. Fyrstu fréttir af meiðslunum sem bárust í gær voru þær að um smáhnjask væri að ræða og framherjinn sterki ætti að geta hrist það af sér. Nú er hinsvegar komið í ljós að meiðslin eru í það minnsta það alvarleg að hann mun engan þátt geta tekið í leikjum Ítala gegn Króötum og Albönum.
Ekki hefur fengist staðfest hvers eðlis meiðslin eru en í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu segir að læknalið Ítalanna hafi ekki viljað taka áhættuna á því að gera illt verra. Því hefur Balotelli verið sendur heim til Merseyside til aðhlynningar hjá læknaliði Liverpool.
TIL BAKA
Mario sendur heim

Balotelli var í fyrsta sinn með landsliðinu frá því á HM í sumar og því hljóta þetta að vera mikil vonbrigði fyrir hann. Fyrstu fréttir af meiðslunum sem bárust í gær voru þær að um smáhnjask væri að ræða og framherjinn sterki ætti að geta hrist það af sér. Nú er hinsvegar komið í ljós að meiðslin eru í það minnsta það alvarleg að hann mun engan þátt geta tekið í leikjum Ítala gegn Króötum og Albönum.
Ekki hefur fengist staðfest hvers eðlis meiðslin eru en í tilkynningu frá ítalska knattspyrnusambandinu segir að læknalið Ítalanna hafi ekki viljað taka áhættuna á því að gera illt verra. Því hefur Balotelli verið sendur heim til Merseyside til aðhlynningar hjá læknaliði Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan