| Heimir Eyvindarson
Mario Balotelli hefur tilkynnt Brendan Rodgers það að hann vilji vera áfram hjá Liverpool og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu, þrátt fyrir áhuga ítalskra liða á að fá hann í sínar raðir.
Það kom mörgum á óvart s.l. sumar þegar Rodgers ákvað að kaupa Balotelli og það er óhætt að segja að Ítalinn hafi hreint ekki slegið í gegn hjá Liverpool. Hann hefur ekki enn skorað mark í Úrvalsdeild og það sem af er eru mörkin einungis 2 í 18 leikjum í öllum keppnum, sem er afleitur árangur hjá framherja.
Balotelli hefur þurft að gera sér að góðu að sitja á bekknum í undanförnum leikjum og háværar sögusagnir hafa verið uppi um að hann muni yfirgefa Liverpool í janúarglugganum. Nokkur lið hafa sýnt honum áhuga og þar hefur Juventus farið hæst. Eins hefur fyrrum stjóri Balotelli hjá Inter Milan og Manchester City, Roberto Mancini, tjáð sig um það opinberlega að Balotelli sé að sóa hæfilekum sínum með því að hanga í Liverpool. Hann eigi að drífa sig aftur heim til Ítalíu og sýna hvað í honum býr.
Þrátt fyrir þessar háværu sögusagnir og afar slæmt gengi Balotelli hjá okkar mönnum er allt útlit fyrir að hann ætli ekki að kasta inn handklæðinu strax. Samkvæmt frétt Liverpool Echo frá því í gærkvöldi mun hann ætla sér að vera hjá Liverpool út tímabilið og reyna að vinna sér fast sæti í liðinu. Brendan Rodgers staðfestir þetta í Echo í gær.
„Mario vill vera áfram hjá okkur. Hann vill gera betur og hann er tilbúinn til að leggja enn harðar að sér. Hér fá menn borgað fyrir að leggja hart að sér, það höfum við séð í minni stjóratíð. Liverpool er félag sem gefur öllum tækifæri á að láta ljós sitt skína, ef þeir eru tilbúnir til þess að vinna fyrir tækifærinu. Mario er tilbúinn í það og hann vill gera það gott hjá Liverpool."
„Það hafa verið miklar vangaveltur um framtíð hans að undanförnu og því hefur verið haldið fram að hann myndi fara heim til Ítalíu strax í janúarglugganum. Það verður ekki. Mario er leikmaður sem við viljum halda hjá okkur og hann vill vera hér áfram, þannig að hann verður örugglega ekki seldur í janúar", segir Rodgers að lokum.
TIL BAKA
Balotelli vill sanna sig

Það kom mörgum á óvart s.l. sumar þegar Rodgers ákvað að kaupa Balotelli og það er óhætt að segja að Ítalinn hafi hreint ekki slegið í gegn hjá Liverpool. Hann hefur ekki enn skorað mark í Úrvalsdeild og það sem af er eru mörkin einungis 2 í 18 leikjum í öllum keppnum, sem er afleitur árangur hjá framherja.
Balotelli hefur þurft að gera sér að góðu að sitja á bekknum í undanförnum leikjum og háværar sögusagnir hafa verið uppi um að hann muni yfirgefa Liverpool í janúarglugganum. Nokkur lið hafa sýnt honum áhuga og þar hefur Juventus farið hæst. Eins hefur fyrrum stjóri Balotelli hjá Inter Milan og Manchester City, Roberto Mancini, tjáð sig um það opinberlega að Balotelli sé að sóa hæfilekum sínum með því að hanga í Liverpool. Hann eigi að drífa sig aftur heim til Ítalíu og sýna hvað í honum býr.
Þrátt fyrir þessar háværu sögusagnir og afar slæmt gengi Balotelli hjá okkar mönnum er allt útlit fyrir að hann ætli ekki að kasta inn handklæðinu strax. Samkvæmt frétt Liverpool Echo frá því í gærkvöldi mun hann ætla sér að vera hjá Liverpool út tímabilið og reyna að vinna sér fast sæti í liðinu. Brendan Rodgers staðfestir þetta í Echo í gær.
„Mario vill vera áfram hjá okkur. Hann vill gera betur og hann er tilbúinn til að leggja enn harðar að sér. Hér fá menn borgað fyrir að leggja hart að sér, það höfum við séð í minni stjóratíð. Liverpool er félag sem gefur öllum tækifæri á að láta ljós sitt skína, ef þeir eru tilbúnir til þess að vinna fyrir tækifærinu. Mario er tilbúinn í það og hann vill gera það gott hjá Liverpool."
„Það hafa verið miklar vangaveltur um framtíð hans að undanförnu og því hefur verið haldið fram að hann myndi fara heim til Ítalíu strax í janúarglugganum. Það verður ekki. Mario er leikmaður sem við viljum halda hjá okkur og hann vill vera hér áfram, þannig að hann verður örugglega ekki seldur í janúar", segir Rodgers að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan