| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðan Brendan Rodgers tók við Liverpool hefur liðinu aldrei tekist að leggja Chelsea að velli. Vonandi breytist það annað kvöld, þegar liðin mætast í undanúrslitum deildabikarsins á Anfield.
Liverpool mætti Chelsea síðast þann 8. nóvember á Anfield. Sá leikur tapaðist 1-2, eftir að Emre Can hafði komið okkar mönnum yfir. Svekkjandi tap, eins og töp eru reyndar oftast. Á síðustu leiktíð töpuðust síðan báðir leikirnir gegn lærisveinum Mourinho, eins og við munum öll allt of vel. Fall fyrirliðans í lok apríl gleymist því miður seint.
Það verður reyndar að hrósa Jose Mourinho fyrir það að hann hefur beðið stuðningsmenn Chelsea liðsins að hætta að syngja söngva um það leiðindaatvik.
,,Þetta var kannski sniðugt einu sinni eða tvisvar, en það er algjör óþarfi að syngja þetta endalaust. Gerrard er leikmaður sem við berum mikla virðingu fyrir og hann á þetta ekki skilið."
Leiktíðina 2012-2013 skildu liðin jöfn í báðum leikjum sínum, en eftir að Mourinho tók við Chelsea á ný, fyrir tímabilið 2013-2014, hafa lærisveinar hans farið með sigur af hólmi í öllum viðureignum liðanna.
Síðasti sigur Liverpool á Chelsea kom í maíbyrjun 2012, en þá völtuðu okkar menn yfir Lundúnaliðið 4-1, í leik þar sem „markahrókarnir" Henderson og Shelvey komust báðir á blað. Þessi leikur var jafnframt síðasti heimaleikur Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish.
Eftir hörmungarbyrjun á keppnistímabilinu hefur Liverpool rétt ágætlega úr kútnum að undanförnu. Liðið er taplaust í síðustu 8 leikjum og ef litið er til síðustu 14 leikja þá hefur liðið einungis tapað einum leik. Gegn Manchester United í desember. Gengi Chelsea hefur hinsvegar verið jafnt og gott allt frá því í ágúst og liðið situr sem fastast á toppi Úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á Manchester City.
Það ætti að vera öllum ljóst að Liverpool bíður gríðarlega erfiður leikur annað kvöld. Lið Chelsea er einfaldlega besta liðið á Englandi um þessar mundir og stuðningsmenn Liverpool geta ekki einu sinni látið sig dreyma um mannskap á borð við þann sem Mourinho hefur yfir að ráða. Það er ekki nóg með að það sé valinn maður í hverju rúmi, heldur eru margir toppleikmenn að berjast um hverja einustu stöðu í liðinu. Staða félaganna er því afar ójöfn að því leyti. Það þýðir auðvitað ekki að Chelsea sé ósigrandi, en til þess að landa sigri annað kvöld þurfa okkar menn einfaldlega að eiga algjöran toppleik.
Brendan Rodgers þekkir aðferðir Mourinho vel, enda var hann í þjálfarateymi Chelsea í fyrri stjóratíð Portúgalans á Stamford Bridge. Honum hefur þó ekki enn tekist að leggja gamla lærimeistarann að velli.
Rodgers hefur sætt mikilli gagnrýni í vetur, enda hefur Liverpool liðið engan veginn staðist þær miklu væntingar sem til liðsins voru gerðar fyrir leiktíðina. Heldur hefur þó lækkað í úrtöluröddunum að undanförnu, eftir að gengi liðsins fór að skána. Liverpool hefur svosem ekki mætt neinum stórliðum í þessum síðustu 14 leikjum sem minnst var á hér að framan, ef Arsenal og Manchester United eru undanskilin. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þriggja manna vörn Rodgers, sem hefur haldið ágætlega að undanförnu, stenst prófið á morgun þegar eitt allra sterkasta sóknarlið deildarinnar mætir á svæðið. Persónulega hef ég mestar áhyggjur af því að Emre Can, sem hefur staðið sig merkilega vel í stöðu miðvarðar að undanförnu, ráði illa við leikmenn Chelsea.
Ég reyni yfirleitt að vera bjartsýnn fyrir Liverpool leiki og ég er svo sannarlega einn af þeim sem vilja hafa Brendan Rodgers sem lengst við stjórnvölinn hjá okkar mönnum, en ég held einfaldlega að Chelsea liðið sé of stór biti fyrir okkar menn. Því miður á ég ekki von á góðu annað kvöld og spái 1-3 ósigri. Við stuðningsmennirnir verðum að sætta okkur við það og gera okkur grein fyrir því að það er enginn heimsendir að tapa fyrir Chelsea, þótt það væri vissulega gaman að ná í eins og eina dollu á leiktíðinni.
YNWA!
Liverpool mætti Chelsea síðast þann 8. nóvember á Anfield. Sá leikur tapaðist 1-2, eftir að Emre Can hafði komið okkar mönnum yfir. Svekkjandi tap, eins og töp eru reyndar oftast. Á síðustu leiktíð töpuðust síðan báðir leikirnir gegn lærisveinum Mourinho, eins og við munum öll allt of vel. Fall fyrirliðans í lok apríl gleymist því miður seint.
Það verður reyndar að hrósa Jose Mourinho fyrir það að hann hefur beðið stuðningsmenn Chelsea liðsins að hætta að syngja söngva um það leiðindaatvik.
,,Þetta var kannski sniðugt einu sinni eða tvisvar, en það er algjör óþarfi að syngja þetta endalaust. Gerrard er leikmaður sem við berum mikla virðingu fyrir og hann á þetta ekki skilið."
Leiktíðina 2012-2013 skildu liðin jöfn í báðum leikjum sínum, en eftir að Mourinho tók við Chelsea á ný, fyrir tímabilið 2013-2014, hafa lærisveinar hans farið með sigur af hólmi í öllum viðureignum liðanna.
Síðasti sigur Liverpool á Chelsea kom í maíbyrjun 2012, en þá völtuðu okkar menn yfir Lundúnaliðið 4-1, í leik þar sem „markahrókarnir" Henderson og Shelvey komust báðir á blað. Þessi leikur var jafnframt síðasti heimaleikur Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish.
Eftir hörmungarbyrjun á keppnistímabilinu hefur Liverpool rétt ágætlega úr kútnum að undanförnu. Liðið er taplaust í síðustu 8 leikjum og ef litið er til síðustu 14 leikja þá hefur liðið einungis tapað einum leik. Gegn Manchester United í desember. Gengi Chelsea hefur hinsvegar verið jafnt og gott allt frá því í ágúst og liðið situr sem fastast á toppi Úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á Manchester City.
Það ætti að vera öllum ljóst að Liverpool bíður gríðarlega erfiður leikur annað kvöld. Lið Chelsea er einfaldlega besta liðið á Englandi um þessar mundir og stuðningsmenn Liverpool geta ekki einu sinni látið sig dreyma um mannskap á borð við þann sem Mourinho hefur yfir að ráða. Það er ekki nóg með að það sé valinn maður í hverju rúmi, heldur eru margir toppleikmenn að berjast um hverja einustu stöðu í liðinu. Staða félaganna er því afar ójöfn að því leyti. Það þýðir auðvitað ekki að Chelsea sé ósigrandi, en til þess að landa sigri annað kvöld þurfa okkar menn einfaldlega að eiga algjöran toppleik.
Brendan Rodgers þekkir aðferðir Mourinho vel, enda var hann í þjálfarateymi Chelsea í fyrri stjóratíð Portúgalans á Stamford Bridge. Honum hefur þó ekki enn tekist að leggja gamla lærimeistarann að velli.
Rodgers hefur sætt mikilli gagnrýni í vetur, enda hefur Liverpool liðið engan veginn staðist þær miklu væntingar sem til liðsins voru gerðar fyrir leiktíðina. Heldur hefur þó lækkað í úrtöluröddunum að undanförnu, eftir að gengi liðsins fór að skána. Liverpool hefur svosem ekki mætt neinum stórliðum í þessum síðustu 14 leikjum sem minnst var á hér að framan, ef Arsenal og Manchester United eru undanskilin. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þriggja manna vörn Rodgers, sem hefur haldið ágætlega að undanförnu, stenst prófið á morgun þegar eitt allra sterkasta sóknarlið deildarinnar mætir á svæðið. Persónulega hef ég mestar áhyggjur af því að Emre Can, sem hefur staðið sig merkilega vel í stöðu miðvarðar að undanförnu, ráði illa við leikmenn Chelsea.
Ég reyni yfirleitt að vera bjartsýnn fyrir Liverpool leiki og ég er svo sannarlega einn af þeim sem vilja hafa Brendan Rodgers sem lengst við stjórnvölinn hjá okkar mönnum, en ég held einfaldlega að Chelsea liðið sé of stór biti fyrir okkar menn. Því miður á ég ekki von á góðu annað kvöld og spái 1-3 ósigri. Við stuðningsmennirnir verðum að sætta okkur við það og gera okkur grein fyrir því að það er enginn heimsendir að tapa fyrir Chelsea, þótt það væri vissulega gaman að ná í eins og eina dollu á leiktíðinni.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan